Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 68

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 68
68 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Borgfirðingurinn Kristján Guð- mundsson hefur starfað sem verk- efnastjóri á Markaðsstofu Vestur- lands síðan í september 2013, við sameiginlega markaðssetningu ferðaþjónustu í landshlutanum. Hann er menntaður ferðamálafræð- ingur frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal. Kristján ólst hins veg- ar upp á Hvanneyri þar sem hann býr í dag ásamt Eydísi Smáradótt- ur konu sinni sem er frá Akranesi, og Guðmundi Móberg átta mán- aða syni þeirra. Þegar náminu lauk á Hólum fékk hann sumarvinnu á upplýsingamiðstöðinni fyrir ferða- menn í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Um haustið var hann svo ráðinn sem verkefnastjóri við Markaðs- stofuna sem er í sama húsnæði. Nú stefnir í að hann taki við sem fram- kvæmdastjóri Markaðsstofunnar í upphafi nýs árs. Við tókum hús á Kristjáni í liðinni viku. Fyrstu kynnin af faginu Hann segist hafa brennandi áhuga á ferðamálum. „Ég hef eiginlega unnið eitthvað við ferðaþjónustu alveg frá því ég var smá gutti. Þá var rekið hótel á sumrin í skólahús- inu á Hvanneyri. Þegar við strák- arnir vorum að sparka bolta og sáum rúturnar koma með ferða- fólkið hættum við boltaleiknum og hlupum að þeim. Þetta voru svona hópar af eldri borgurum, mest kon- ur. Við buðum þeim að bera fyrir þær ferðatöskurnar upp á herbergi og fengum kannski hundrað krónur fyrir hverja tösku. Stundum grædd- um við þúsund kall fyrir töskuna ef einhver gestanna var sérlega gjaf- mildur og í góðu skapi. Fyrir kom að einhver af okkur móðgaðist ef einn fékk meira en hinir. Því vor- um við búnir að semja um það að setja alla peningana í einn pott og skipta síðan jafnt á milli allra þegar við værum búnir með verkið. Ann- ars hefði orðið stríð. Sá sem var elstur og stærstur í hópnum stjórn- aði þessu þó aðeins, hvort stóru seðlunum yrði skipt eða ekki. Þetta voru samt ekki stórar fjárhæðir. Við höfðum kannski eitthvað fyr- ir nammi. En þetta voru mín fyrstu afskipti af ferðaþjónustunni á Vest- urlandi.“ Hann brosir við þessa end- urminningu frá æskuárunum á Hvanneyri. Tengslin þangað eru sterk. „Já, ég er fæddur og uppalinn hér. Guðmundur Sigurðsson faðir minn starfaði um árabil sem ráðu- nautur fyrir Búnaðarsamtök Vest- urlands, en hefur síðan unnið und- anfarin ár hjá þeim og Vesturlands- skógum.“ Naut sín í náminu Kristján nam íþróttafræði við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Ég stundaði körfubolta af kappi og fór ekki síst norður til að taka þátt í þeirri íþrótt þar. Ég fór svo til Bandaríkjanna einn vetur á styrk þar sem ég var í háskóla og lék með menntaskólaliði þar.“ Heim kom- inn vann Kristján svo fyrir Ung- mennasamband Borgarfjarðar í rúmlega eitt ár. „Þá fór ég að læra ferðamálafræðina við Háskólann á Hólum. Það var þriggja ára nám, ákaflega skemmtilegt og áhuga- vert. Mér hafði alltaf þótt það kvöð að sitja og læra. Þarna fannst mér gaman í skólanum.“ Áður en Kristján fór í námið á Hólum hafði hann fundið smjör- þefinn af ferðaþjónustugeiranum í gegnum ýmis störf innan greinar- innar í Borgarfirði. „Fyrstu ferða- þjónustuvinnan mín var í Fossatúni hér í Borgarfirði hjá Steinari Berg. Það var sumarið 2004. Þá vann ég á tjaldstæðinu þar. Ég starfaði líka aðeins í Landnámssetrinu í Borg- arnesi eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum. Í Húsafelli vann ég líka á tjaldstæðinu þar. Svo vann ég tvö sumur hjá Fosshótel í Reyk- holti, aðallega í móttökunni. Það var mjög góð reynsla. Ég kynntist því hvernig ferðaþjónustan virk- ar sem atvinnugrein. Þá á ég við hvernig ferðaskrifstofurnar starfa, vinnuaðferðum á hótelum, skipu- lagi og þess háttar.“ Kristján segir að mikil fjöl- breytni felist í því að starfa fyrir Markaðsstofu Vesturlands. Hún sé enda oft tengiliður milli þeirra sem starfi í greininni innan landshlut- ans og svo hinna sem vilja sækja hann heim. mþh Fólksfækkun hefur lengi verið vandamál margra smærri byggðar- laga á landsbyggðinni. Ungt fólk flytur annað til að stunda nám og snýr gjarnan ekki aftur sökum þess að enga vinnu er að fá sem hæf- ir menntun. Það eru þó alltaf ein- hverjir sem eiga þann kost að snúa aftur til heimahaganna. Ragnar Smári Guðmundsson, viðskipta- fræðingur frá Grundarfirði, er einn þeirra sem snéri aftur heim eft- ir nám og starfar nú sem fjármála- stjóri flutningafyrirtækisins Ragn- ar og Ásgeir ehf. í Grundarfirði. „Flestir sem ég þekki og hafa far- ið annað í nám hafa ekki snúið aft- ur. Ég tel mig því mjög heppinn að hafa haft tækifæri til að koma aft- ur heim og fá vinnu hjá fjölskyldu- fyrirtækinu. Fyrir það er ég mjög þakklátur enda vildi ég alltaf koma aftur heim,“ segir Ragnar Smári. Hann vonast til að fleiri störf fyrir menntað fólk verði til í bænum svo fleira ungt fólk snúi aftur á heima- slóðir. Mikilvægast að fjöl­ skyldunni líði vel Ragnar Smári býr nú í Grundar- firði ásamt eiginkonu sinni, Guð- rúnu Hrönn, og tveimur sonum þeirra hjóna, þeim Hauki Smára og Gunnari Smára. Þau hjón eru nýgift og segir Ragnar að fjölskyld- unni líði afar vel í Grundarfirði. „Strákarnir okkar eru nú tveggja og fimm ára og báðir í leikskóla þar sem þeir hitta fullt af krökkum sem þeir geta leikið sér við. Guðrún er frá Reykjavík og það er heldur ekki sjálfgefið að fólk úr borginni venj- ist lífinu hérna. Það hefur hins veg- ar gengið bara mjög vel hjá henni. Hún vinnur á hárgreiðslustofu í bænum og er þegar farin að þekkja fleiri hérna en ég. Það skiptir auð- vitað mestu að okkur líði vel hérna enda stefnum við á að búa í Grund- arfirði í framtíðinni,“ segir Ragn- ar. Gengur vel að flytja fisk Ragnar og Ásgeir ehf. flytja aðal- lega fisk á milli staða og landshluta og segir Ragnar Smári að vel gangi hjá fyrirtækinu í dag. „ Ég byrj- aði 2010 sem fjármálastjóri eft- ir að ég kláraði viðskiptafræði í HÍ 2009. Þar sem fyrirtækið er inn- an fjölskyldunnar þekkti ég auð- vitað vel til starfsemi þess áður en ég varð fjármálastjóri og hafi unnið við útkeyrslu og fleiri störf á sumr- in. Síðan ég tók við hafa verið litl- ar breytingar á starfsemi fyrirtækis- ins enda hefur gengið vel og breyt- inga kannski ekki beint þörf,“ segir Ragnar Smári og bendir á að fyrir- tækið sé flutningafyrirtæki þar sem reksturinn sé beintengdur auðlind- um hafsins. „Eftir því sem meira er veitt, flytjum við meira. Sem dæmi má nefna síðustu tvö sumur sem hafa verið einstök vegna mik- illa veiða á makríl. Við, rétt eins og fiskvinnslufyrirtækin, höfum náð að vinna upp dauðan tíma yfir sum- arið og þessi aukning skiptir auð- vitað miklu.“ Viljum byggja liðið á heimamönnum Ragnar Smári var áður leikmað- ur Víkings Ó. og á síðustu árum hefur hann setið í meistaraflokks- ráði knattspyrnuliðs Grundarfjarð- ar. Meistaraflokkur Grundarfjarð- ar í knattspyrnu dróg sig nýver- ið úr keppni frá Íslandsmótinu og segir Ragnar skort á mannskap or- sök þess. „Ég hef alltaf verið mik- ið í íþróttum og spilaði fótbolta með Víkingi Ólafsvík frá 2003 til 2007 og fór með liðinu úr þriðju deild upp í þá fyrstu. Það var mjög skemmtilegt tímabil en að lokum ákvað ég að klára námið mitt og einbeita mér að öðru. Þegar ég kom svo aftur heim fór ég að vinna með fótboltanum í Grundarfirði. Síð- asta sumar gekk ágætlega en vegna þess hversu fáir ungir strákar eru að koma upp í meistaraflokk hjá okkur ákváðum við að leggja þá starfssemi niður að svo stöddu og draga liðið úr Íslandmótinu næsta sumar. Það var leiðinlegt en að sama skapi vilj- um við byggja liðið á heimastrákum sem er hreinlega ekki í boði núna. Við munum því reyna að einbeita okkur að yngriflokkastarfinu og sjáum svo hvað gerist eftir nokkur ár,“ segir Ragnar að lokum. jsb Kristján Guðmundsson hjá Markaðsstofu Vesturlands: Fékk áhuga á námi þegar hann fór að læra ferðamálafræði Kristján Guðmundsson og Eydís Smáradóttir með soninn Guðmund Móberg á jólamarkaði Framfarafélags Borgfirðinga og Sögu Jarðvangs í Gömlu hlöðunni Nesi í Reykholtsdal sem haldinn var laugardaginn 22. nóvember sl. Vildi alltaf koma aftur heim Rætt við Ragnar Smára Guðmundsson fjármálastjóra Ragnars og Ásgeirs ehf. Ragnar Smári ásamt Guðrúni eiginkonu sinni og Gunnari og Hauki sonum þeirra.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.