Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 28

Skessuhorn - 26.11.2014, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Komst áfram í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Anna Chukwunonso Eze er sextán ára stúlka á Akranesi. Hún er fædd og uppalin á Skaganum og er nú á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Anna stundaði nám við Grundaskóla áður og fékk fjölda viðurkenninga fyrir góðan ár- angur í náminu þegar hún útskrif- aðist þaðan síðastliðið vor. Í októ- bermánuði tók hún þátt í stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema í fyrsta sinn. Sú keppni er haldin ár- lega fyrir nemendur um allt land af Íslenska stærðfræðafélaginu og Fé- lagi raungreinakennara. Keppnin er tískipt, neðra stigið er fyrir nem- endur sem eru á fyrsta og öðru ári og efra stigið er fyrir þá sem lok- ið hafa tveimur námsárum. Anna varð ein af efstu 20 nemendunum á neðra stigi keppninnar, en þar tóku 165 nemendur þátt. 20 efstu á báð- um stigum er svo boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fram fer í mars á næsta ári og er þeim sem lenda í efstu sætum þar boðið að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Anna tekur þátt í stærðfræðikeppni en hún sigraði í sínum árgangi í stærð- fræðikeppni grunnskólanna á Vest- urlandi fyrir tveimur árum og varð í öðru sæti í fyrra. Er allt eða ekkert manneskja Anna hefur alltaf haft gaman af því að læra og þá sérstaklega stærð- fræðina. „Ég skil stærðfræði og þess vegna finnst mér hún skemmti- legust. En þegar efnafræðin er að ganga upp, þá er hún skemmtileg líka. Ég er á náttúrufræðibraut enda hef ég mestan áhuga á vísindagrein- um. Það mætti segja að ég sé stærð- fræðinördið,“ segir Anna í samtali við Skessuhorn. Hún hefur mikinn metnað fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur og leggur sig alla fram við lærdóminn. Hún lauk fyrstu tveimur stærðfræði áföngunum í fjölbrautaskólanum á meðan hún var enn í grunnskóla og kláraði auk þess fjóra enskuáfanga. Hún var því búin með alla ensku sem hún þarf að læra á náttúrufræðibrautinni, áður en hún hóf formlegt nám við skólann. „Ég hef reyndar alltaf átt frekar auðvelt með að læra. Mig langar að standa mig vel í skólanum og í því sem ég geri yfirleitt. Ég er svona allt eða ekkert manneskja,“ útskýrir Anna og brosir. Eins og al- gengt er með afburðanemendur þá æfir Anna einnig íþróttir, með góð- um árangri. „Ég hef æft sund frá því í 3. bekk og mér gekk mjög vel. Svo tók ég mér árs pásu á meðan ég var í 10. bekk. Þá var ég með önn- ur markmið og vildi frekar einbeita mér alveg að þeim. Ég æfði fitnes box á meðan, sem var algjört æði.“ Anna er aftur komin á fullt í sund- inu en keppir þó ekki. „Ég var farin að meiðast og finnst núna þægilegt að vera bara á bakkanum að hvetja hina áfram.“ Var bara að prófa Anna segist ekki hafa átt von á því að komast áfram í keppninni enda hafi hún bara verið að prófa að taka þátt. „Halla stærðfræðikenn- ari í FVA sagði okkur frá þessu. Ég hugsaði með mér að fyrst ég tók þátt í hinum stærðfræðikeppnun- um, þá gat ég prófað þessa líka. Ég ætlaði samt bara að prófa og hafði engar væntingar,“ segir Anna. Hún bætir því við að dæmin sem lögð voru fyrir þátttakendur hafi ver- ið af öðrum toga en þau sem eru í skólabókunum. „Þarna gat ég til dæmis ekki notað reglurnar sem ég hef lært og þurfti að hugsa út fyr- ir kassann.“ Anna segir að hún geti undirbúið sig aðeins fyrir úrslita- keppnina sem haldin verður í vor, því þátttakendur fá send æfinga- dæmi. Anna er þó ekki með hug- ann við úrslitakeppnina strax enda hefur hún nóg annað að gera. Hún vinnur við afgreiðslu í Krónunni með skólanum, er í Gettu betur liði skólans og svo eru prófin hand- an við hornið. Aðspurð um fram- tíðina segir hún ekkert ákveðið í þeim efnum. „Ég stefni á að klára stúdentinn á tveimur og hálfu ári eða þremur, ég veit það samt ekki enn fyrir víst. Annars er ég mikið að pæla í hvað ég geri í framhald- inu. Ég gæti til dæmis farið í lækn- isfræði eða verkfræði og draumur- inn er að komast í háskóla í Banda- ríkjunum. Annars veit ég svo sem ekki hvað verður, ég er alls ekki búin að ákveða neitt. Mig lang- ar samt mest að starfa við eitthvað í framtíðinni þar sem ég get haft einhver áhrif,“ segir Anna Eze að endingu. grþ Anna Chukwunonso Eze. Rafræn áskrift Pantaðu núna og þú færð fyrsta mánuðinn frían Ný áskriftarleið Fyrir 1950 kr,- á mánuði færð þú aðgang að nýjasta tölublaði Skessuhorns ásamt eldri árgöngum Svona pantar þú áskrift: Hringdu í okkur í síma 433 5500 Sendu okkur póst á askrift@skessuhorn.is Pantaðu á vefnum www.skessuhorn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.