Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Bæði minnihluti og meirihluti bæj- arstjórnar lögðu fram bókanir þeg- ar fjárhagsáætlun Borgarbyggð- ar fyrir næsta ár var tekin til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar síð- astliðinn fimmtudag. Geirlaug Jó- hannsdóttir og Magnús Smári Snorrason fulltrúar Samfylkingar gagnrýndu fjármálastjórn sveitar- félagsins og vísuðu ábyrgð á meiri- hlutann á síðasta kjörtímabili, sam- starfsflokkana Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna. Þeir hafi lokað aug- um og eyrum fyrir þeirri staðreynd allt til loka kjörtímabils að fjárhagur sveitarfélagsins stæði ekki traustum fótum. Þau Geirlaug og Magnús Smári benda í bókun sinni á að fjár- hagsáætlun geri ráð fyrir 230 millj- óna króna taprekstri Borgarbyggð- ar á næsta ári, til viðbótar halla- rekstri undanfarinna tveggja ára, 42 milljónir árið 2013 og útkomuspá fyrir 2014 gerir ráð fyrir 19 millj- óna króna taprekstri. Þetta leiði til þess að sveitarfélaginu sé skylt að skila rekstrinum á næsta ári með 60 milljóna króna rekstrarafgangi vegna lagaskyldu um rekstrarjöfn- uð á hverju þriggja ára tímabili. „Verkefnið sem við blasir er því að sveitarstjórn þurfi á næstu fjórum vikum að breyta þeim 230 miljóna króna halla sem hér er lagður fyrir fundinn í 60 milljóna króna hagn- að. Það er 290 milljóna viðsnúning- ur,“ segja þau Geirlaug og Magnús Smári meðal annars í bókun sinni. Fulltrúar meirihlutans svöruðu með bókun þar sem segir að meiri- hluti sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna í sveitarstjórn Borg- arbyggðar leggi áherslu á að þrátt fyrir tímabundna rekstrarerfiðleika sé bjart framundan. „Það er okkar metnaður að stefna að því af öllum mætti að styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Við höfum þeg- ar hafið vinnu við að undirbúa að- gerðaáætlun þar sem áhersla verð- ur á að leita leiða til að hagræða í rekstri án þess að það komi nið- ur á grunnþjónustu við íbúa. Við leggjum áherslu á að styrkja lausa- fjárstöðu og til framtíðar að greiða niður skuldir. Þannig er sveitarfé- lagið betur í stakk búið til að þjón- usta íbúa sína og leggja grunn að vexti samfélagsins á metnaðarfullan hátt. Þessi vinna hefur verið kynnt og farið fram í samráði við alla í sveitarstjórn,“ sögðu meirihluta- fulltrúarnir í bókun sinni. þá Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar tekin til fyrri umræðu Sjósetning Venusar NS, annars tveggja nýrra uppsjávarveiðiskipa HB Granda sem eru í smíðum í Tyrklandi, er fyrirhuguð um næstu mánaðamót. Stefnt er á að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári. Á vef fyrirtækisins er sagt frá því að vinnu miðar ágæt- lega upp á síðkastið en smíði skips- ins er þó enn á eftir áætlun. Þór- arinn Sigurbjörnsson er eftirlits- maður með verkinu. ,,Hér er grenj- andi rigning og verður næstu dag- ana ef eitthvað er að marka veður- spár,“ sagði Þórarinn er rætt var við hann. ,,Nú er mest unnið við það sem þarf að klára fyrir sjósetningu skipsins. Það er búið að ganga frá stýri, skrúfubúnaði, hliðarskrúfum og verið er að ganga frá botnstykkj- um. Þá er einnig unnið að því að undirbúa sleðann, sem skipið verð- ur dregið á út í flotkví fyrir sjó- setningu,“ segir Þórarinn. Að hans sögn er einnig unnið að því að að taka spil og krana um borð, tengja rafmagn, setja upp veggeiningar í íbúðum, ganga frá röralögnum og mála sjókæligeyma. Til upprifjunar má geta þess að HB Grandi samdi við tyrknesku stöðina um smíði tveggja uppsjáv- arveiðiskipa. Þau eru 80,3 metr- ar á lengd og 17,0 metrar á breidd og í þeim verður 4.600 kW aðal- vél. Fyrra skipið, Venus NS, á að vera tilbúið til afhendingar í apríl á næsta ári og afhending seinna skips- ins, Víkings AK 100, verður í októ- ber sama ár. Þá hefur HB Grandi samið við sömu skipasmíðastöð um smíði þriggja nýrra ísfisktogara sem fá munu nöfnin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE. Tvö fyrrnefndu skipin verða afhent á árinu 2016 en Viðey RE verður tilbúin til afhend- ingar á árinu 2017. mm Styttist í sjósetningu Venusar í Tyrklandi Eins og mörg síðari ár mun Lions- klúbbur Akraness leigja út ljósa- krossa í kirkjugarðinum. Ljósin munu loga á krossunum frá því í lok nóvember og fram á þrettándann. Krossarnir verða afgreiddir laug- ardaginn 29. nóvember frá kl. 11 – 16, sunnudaginn 30. nóvember frá kl. 11 – 16 og laugardaginn 6. des- ember frá kl. 13 – 16. Verðið að það sama og á síðasta ári eða 6.000 kr. Nánari upplýsingar gefa Valdimar Þorvaldsson s. 899-7755 og Ólaf- ur Grétar Ólafsson s. 844-2362. Þeir taka við pöntunum fyrir hönd klúbbsins. Útleiga á ljósakrossum er helsta fjáröflunarleið Lionsklúbbs- ins og eins og alkunna er, þá er ágóðinn nýttur til kaupa á áhöld- um og tækjum fyrir Sjúkrahús- ið og Heilsugæslustöðina á Akra- nesi, nú Heilbrigðisstofnun Vest- urlands. Á 50 ára afmæli klúbbsins árið 2006 voru eftirfarandi tæki af- hent Sjúkrahúsinu: Sjúklingalyfta, stuttbylgjutæki ásamt armi, hljóð- bylgjutæki með vagni og blóðhit- ari. Á árinu 2007 gaf klúbbur- inn eina milljón til kaupa á sneið- myndatæki. Og í nóvember 2008 voru Sjúkrahúsinu afhent tæki fyr- ir um 1.700.000 kr. Árið 2011 fékk Sjúkrahúsið afhentan sjúklinga- monitor fyrir skurðstofur, árið 2012 rafhlöðuborvél sem nýtist við liðskiptaaðgerðir, árið 2013 blöðruskanna og nú á þessu ári gaf klúbburinn 4.000.000 kr. í söfnun Hollvinasamtaka HVE fyrir sneið- myndatæki. Með dyggri aðstoð al- mennings hefur Lionsklúbbi Akra- ness tekist að standa vel við bakið á Sjúkrahúsinu og nú Heilbrigðis- stofnun Vesturlands og fyrir það erum við Lionsmenn afar þakk- látir. Við viljum benda fólki á að með- an á útleigu krossanna stendur er einungis leyfður einstefnuakst- ur í kirkjugarðinum. Oft myndast mikil örtröð á svæðinu á þröng- um götum og því er nauðsynlegt að ekið sé út úr garðinum að aust- anverðu til þess að umferðin gangi vel og örugglega fyrir sig. Það er von okkar Lionsmanna að við njótum áfram velvilja almenn- ings og stuðnings til góðra verka. -fréttatilkynning Útleiga ljósakrossa framundan í kirkjugarðinum Leit að manni SUÐURNES: Björgunar- sveitarmenn af Vesturlandi voru á áttunda tímanum sl. mánudagsmorgun kallaðar til aðstoðar félögum þeirra af Suðurnesjum og af höf- uðborgarsvæðinu við leit að manni sem saknað hafði ver- ið frá því síðdegis á sunnu- daginn. Maðurinn, sem var erlendur, var í heimsókn hjá ættingja. Símasamband náð- ist af og til við manninn en hann gat ekki gefið greinar- góðar upplýsingar um stað- setningu sína og var að sögn orðinn kaldur og blautur. Leitin beindist að svæðinu norður af Keflavík og Mið- nesheiði, í átt að Sandgerði. Maðurinn fannst látinn um hádegisbil. –mm Átta ökumenn óku of hratt AKRANES: Lögreglan á Akranesi stöðvaði í vikunni sem leið átta ökumenn fyr- ir of hraðan akstur. Þrjú um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í vikunni en öll án slysa á fólki. Þá fékk lög- regla tilkynningar um að búið væri að rispa tvær bif- reiðar þar sem þeim hafði verið lagt fyrir utan fjölbýlis- hús í bænum. –þá Bjóða sig fram til að sjá um Jörfagleði DALIR: Á fundi menn- ingar- og ferðamálanefnd- ar Dalabyggðar sem haldinn var sl. fimmtudag kom m.a. fram að Valdís Gunnarsdótt- ir og Ásdís Melsted, rekstrar- aðilar Leifsbúðar, hafa boð- ist til að halda utan um Jörfa- gleði 2015. Einnig muni þær fá aðra með sér til starfa eftir því sem þörf krefur. Til við- bótar við varasjóð Jörfagleði er óskað eftir að sveitarstjórn geri ráð fyrir hátíðinni í fjár- hagsáætlun fyrir árið 2015. Jörfagleði er forn héraðshá- tíð Dalamanna sem endur- vakin var fyrir allmörgum árum. Jörfagleði er haldin annað hvert ár á móti hátíð- inni „Heim í Búðardal.“ –þá Vilja minnast kosningaréttar kvenna DALIR: Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggð- ar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að fela Val- dísi Einarsdóttur safnsstjóra Byggðasafns Dalamanna að kanna umsvif farandsýn- ingarinnar „Kosningarétt- ur kvenna“ og kostnað við að koma henni upp í Döl- unum. Þessi hugmynd kom upp fyrir nokkru og hefur verið skoðuð í Byggðasafn- inu. „Gaman væri að Jörfa- gleðinefnd minntist 100 ára kosningaafmælis kvenna á einhvern hátt í dagskrá sinni. Einnig væri gaman ef Auð- arskóli gæti minnst afmæl- isins með einhverjum hætti í starfi sínu,“ segir í fundar- gerð menningar- og ferða- málanefndar Dalabyggðar. –þá Sigrar í tveimur fyrstu æfinga­ leikjunum AKRANES: Skagamenn eru farnir að undirbúa sig fyrir Pepsídeildina næsta sumar. Tveir fyrstu æfingaleikirnir eru að baki og enduðu þeir báðir með 3:0 sigri ÍA. Fyrri leikurinn var í Akraneshöll- inni fyrir rúmri viku. Var þá leikið við Breiðablik sem einnig leikur í efstu deild. Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði fyrir ÍA í fyrri hálf- leik og þeir Hallur Flosason og Albert Hafsteinsson bættu við mörkum í seinni hálfleik. Skagamenn mættu síðan 1. deildarliði Gróttu í æfinga- leik á Seltjarnarnesi síðast- liðinn laugardag. ÍA tefldi fram mjög ungu liði í leikn- um. Markalaust var í hálf- leik en Guðlaugur Brands- son, Gylfi Veigar Gylfason og Sindri Snæfells Kristins- son skoruðu í seinni hálfleik og tryggðu Skagamönnum 3:0 sigur. –þá Aflatölur fyrir Vesturland 15. – 21. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 9 bátar. Heildar­ löndun: 29.678 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 11.683 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 7 bátar. Heild­ arlöndun: 18.511 kg. Mestur afli: Bárður SH: 5.404 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 12 bátar. Heildarlöndun: 223.954 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.510 kg í einni löndun. Ólafsvík 12 bátar. Heildar­ löndun: 123.060 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 25.087 kg í þremur löndun- um. Rif 15 bátar. Heildarlönd­ un: 320.239 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 88.526 kg í einni löndun. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 51.078 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 23.049 kg í fimm löndunum. Fimm stærstu landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 88.526 kg. 19. nóvember 2. Hringur SH – GRU: 66.510 kg. 19. nóvember 3. Saxhamar SH – RIF: 59.912 kg. 21. nóvember 4. Helgi SH – GRU: 48.129 kg. 17. nóvember 5. Sóley SH – GRU: 44.927 kg. 18. nóvember mþh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.