Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Grundfirðingurinn Áslaug Kar- en Jóhannsdóttir hefur vakið at- hygli fyrir störf sín á DV. Hún steig fyrstu skrefin í blaðamennskunni á Skessuhorni, en lærði fjölmiðla- fræði við Háskólann á Akureyri. Nýverið lauk hún námi í alþjóða- samskiptum, þar sem hún skrifaði um jafnréttismál. „Ég er fædd og uppalin í Grund- arfirði og fór í framhaldsskóla þar. Ég var í fyrsta árganginum og var reyndar fyrsti nemandinn sem hóf nám og útskrifaðist úr skólan- um, þar sem ég tók hann á þrem- ur árum. Það var fínt að vera í skól- anum, en okkur leið reyndar eins og tilraunadýrum þar sem skólinn var ekki einu sinni fullbyggður. Það skiptir máli að hafa framhaldsnám í heimabyggð, þó ég hafi reynd- ar ekki ætlað mér í skólann. Ég var náttúrulega bara unglingur og gat ekki beðið eftir því að lifa lífinu og fara suður, ætlaði í MR eða eitt- hvað. Mamma og pabbi tóku það hins vegar ekki í mál og lofuðu að gefa mér fartölvu ef ég yrði áfram heima. Ég samþykkti það og þau keyptu mig því fyrir fartölvu.“ Leiðin lá í fjölmiðlana og fyrst á Skessuhorn Að stúdentsnámi loknu lá leiðin norður á Akureyri í fjölmiðlafræði. Áslaug segist tæplega vita hvernig það kom til. Á þeim tíma hafi hún ekki verið tilbúin til að flytja suð- ur til Reykjavíkur og hafi litist best á fjölmiðlafræðina af því sem var í boði fyrir norðan. Hún er ánægð með námið, þar fékk hún bæði færi á að fræðilegum umræðum um eðli fjölmiðla og hlutverk, sem og að skrifa fréttir fyrir vef- inn, blöð og sjónvarp. Nýútskrif- uð fékk hún símtal frá leiðbein- anda sínum, Birgi Guðmundssyni, sem spurði hvort Magnús Magnús- son ritstjóri Skessuhorns, mætti fá númerið hennar. Hann væri að leita að blaðamanni og Birgir hefði mælt með Áslaugu. „Ég var ekki nema 22 ára og ég veit að Magga fannst ég alveg skelfilega ung, eins og hann orðaði það sjálfur. En hann gaf mér samt tækifæri og gott betur en það. Það var ótrúlega góð reynsla að byrja á Skessuhorni og ég á Magga allt að þakka. Maður fékk að prófa allt og mjög fljótlega að setjast í hans stól og prófa að ritstýra.“ Vorum gott teymi En hvernig var að koma inn á rit- stjórn héraðsfréttablaðs svo ung? „Ég var algjörlega blaut á bak við eyrun. Það voru tveir svolítið mikið eldri karlar að vinna þarna á ritstjórn inni þegar ég kom þar inn, ung kona. Magnús sagði ein- mitt við mig í símann: „Mér finnst rosalega gott að þú sért kona og rosalega gott að þú sért ung. Það er akkúrat það sem okkur vantar hingað inn.“ Það sem ég frétti úr heimabyggð voru fréttir sem þeir fréttu ekki, því þeir voru ekki með alveg sama tengslanet og ég. Ég held því að við höfum verið rosa- lega gott teymi. Ég ákvað að fara alla leið og flutti á Akranes, ætlaði að meika það á Skaganum. Þang- að mætti ég einsömul, 22 ára göm- ul og hafði leigt íbúð í gegnum sím- ann frá Akureyri. Ég hafði aldrei séð hana, en það reyndist ekki vera sturta í henni. Þetta var risíbúð og ég átti að nota sameiginlega sturtu sem var í þvottahúsi nágrannanna. Mér leist illa á það og fór því í sund á hverjum degi eftir vinnu. Ég gafst þó fljótlega upp á því fyrirkomu- lagi og leigði mér kjallaraíbúð, en leist síðan lítið betur á hana þar sem hún var ókláruð. Þá leigði ég þriðju íbúðina á þremur mánuðum, en ekki vildi betur til en hún var seld ofan af mér. Blessaður leigumark- aðurinn. Þá gafst ég upp. Akranes vildi mig greinilega ekki þannig að ég flutti til Reykjavíkur og keyrði á milli.“ Áslaug segir að héraðsfréttablöð eins og Skessuhorn skipti fólk miklu máli. Þau hafi áhuga á öllu því sem viðkemur samfélaginu og allir taki þeim vel. „Ég held að Skessuhorni hafi tekist ótrúlega vel upp með það að samfélagið finnur hvað þetta er nauðsynlegt og vill að þetta gangi vel og haldi áfram.“ Frá Vesturlandi um veröld víða Áslaug útskrifaðist í vor með MA- gáðu í alþjóðasamskiptum frá Há- skóla Íslands. Samhliða náminu starfaði hún á Skessuhorni, þar til í vor þegar hún réðst til DV. „Ég ákvað að fara í námið og opna ein- hverjar dyr, þar sem ég var ekki endilega ákveðin í því að hafa blaðamennskuna að ævistarfi. Ég hafði áhuga á einhverju aðeins stærra en Vesturlandi, þannig að ég tók allan heiminn í staðinn og fór í alþjóðasamskipti. Það er svo sem ekki miklir möguleikar í því fagi í dag og flestir sem voru með mér í náminu fóru aftur í sömu vinnu og þeir voru í. Það er náttúrulega búið að draga saman í utanríkis- þjónustunni, en einhverjir komust að í starfsnámi. En þetta er harð- ur heimur.“ Hvað var það sem dró þig í alþjóða- samskipti? Varla vonin um gott starf, miðað við það sem þú segir, voru það hugsjónir? „Ég ætlaði náttúrulega að bjarga heiminum og hef reyndar lengi ætl- að að gera það,“ segir Áslaug og hlær. „Fyrst ætlaði ég að gera það með BA-ritgerðinni minni og síð- an meistararitgerðinni. Ég skrif- aði um stöðu Íslands á alþjóða- vettvangi í jafnréttismálum. Ísland stendur mjög framarlega í þessum málaflokki og ég held að við ger- um okkur kannski ekki alltaf alveg grein fyrir því hve framarlega við stöndum.“ Ísland hefur lengið skipað efsta sætið á lista World Economic For- um sem mælir kynjahalla, það er að segja verið með minnstan kynja- halla. Áslaug segir það veita Íslend- ingum tækifæri til að tala á alþjóða- vettvangi. „Það er hlustað á Ísland þegar við tölum um jafnréttismál, þó við séum smáþjóð. Margir halda að við séum svo lítil og höfum ekk- ert vægi. Viðkvæðið er gjarnan: „Við erum ekki einu sinni með her, hver hlustar á okkur?“ En það er hlustað á okkur þegar við tölum um jafnréttismál.“ Í grunninn alltaf verið að tala um fólk Áslaug eignaðist son í ágúst í fyrra og lífið er komið í nokkuð fastar skorður hjá henni, þó það fylgi því vissulega álag að vera með unga- barn og í fastri vinnu sem blaða- maður. Áslaug er þó vön álagi, en í fyrra starfaði hún á Skessuhorni í fullri vinnu samhliða því að hún tók 20 einingar í mastersnáminu, á meðan hún var ólétt. „Það var reyndar ekkert miðað við álagið sem kom eftir að ég átti og þurfti að hugsa um ungabarn og skrifa meistararitgerð.“ Líkt og áður segir starfar Ás- laug nú á DV. Hún segir sér hafa verið tekið vel á nýja vinnustaðn- um, þó það hafi verið dálítið ógn- vekjandi að mæta á fyrstu frétta- fundina. „Maður beið eftir að röð- in kæmi að sér og hafði áhyggjur af því hvort maður væri ekki örugg- lega með eitthvað á listanum og hvað maður ætti að segja. En mér var tekið ótrúlega vel. Ég byrj- aði á afleysingum í neytendamál- um og fór því strax í ákveðið hlut- verk, að sjá um neytendasíðurn- ar, en var samhliða að sinna frétt- um. Ég hef fengið að prófa ótrú- lega margt á stuttum tíma á DV; hef verið í neytendamálum, frétt- um, á innblaðinu, tekið stór viðtöl og er nú komin í fréttadeildina aft- ur. Í grunninn snýst blaðamennska alltaf um að tala við fólk, sama á hvaða miðli þú starfar.“ Óöruggt starfsumhverfi Miklar hræringar hafa verið á fjöl- miðlamarkaði undanfarin ár, svo sem ekki í fyrsta skiptið. Þú sagðir áðan að þú hefðir ekki endilega verið viss um að gera blaðamennskuna að ævistarfi, en hvað heldur þér að starfinu? „Blaðamennskan varð mikil hug- sjón hjá mér á meðan ég var í nám- inu og eftir að ég fór að vinna í fag- inu og mér finnst það sem ég er að gera skipta miklu máli. Ég fann það líka á Skessuhorni, en sérstak- lega núna á DV þar sem við erum að fjalla um mál eins og lekamál- ið og byssumálið. Við erum að vekja athygli á málum sem ann- ars væru ekki til umfjöllunar. Ég held að það séu mjög fáir sem gera það að ævistarfi á Íslandi að vera í blaðamennsku. Starfsumhverfið er óöruggt og launin ekki upp á það besta. Það er leiðinlegt að staðan sé ekki betri og stundum dregur það aðeins úr manni.“ Allt kemur aftur líkt og plötuspilararnir Áslaug segir að fjölmiðlun sé líka að breytast og leiti í sífelldum mæli á netið. Hún telur þó allsendis ótímabært að lýsa yfir dauða prent- miðlanna. „Fólk vill ekki lengur borga fyr- ir fréttir. Fjölmiðlarnir eru svolít- ið í því að gefa fréttirnar og stóra vandamálið er að fólk vill ekki lengur greiða fyrir fjölmiðla. Þá er erfitt að halda úti prentmiðlum, þar sem það er dreifing og prent- un eru mjög dýr. Ég held samt að prentuð blöð muni ekki deyja eins hratt og menn áttu von á. Fólk vill enn fá blöð. Það er allt öðruvísi að fletta blöðum en að skrolla í sím- anum sínum. Auglýsendur eru líka seinir að taka við sér. Þó þeir viti að netið fái miklu meiri lestur en blaðið þá eru þeir enn að kaupa mikið dýrari auglýsingar í blaðinu heldur en á vefnum. Þessi þróun á Íslandi er langt á eftir viðmiðunar- ríkjunum. Svo má ekki gleyma því að allt kemur aftur. Við héldum að plötuspilarar væru dauðir, en það kemur allt aftur. Ég held að bækur og blöð verði retró og töff eins og plötuspilarar.“ Við erum bara Íslendingar Þó Áslaug lifi og starfi í Reykjavík hefur hún tengsl við Vesturland, á enda sterkar rætur í Grundarfirði og talar enn um að fara heim þegar hún vísar til Grundarfjarðar. „Grundarfjörður er alltaf „heima“ og maður reynir að fara eins oft heim og maður getur. Ég á reyndar enn eigið herbergi hjá mömmu og pabba og get allt- af dottið þangað inn í hlýjuna. Ég verð alltaf landsbyggðarbarn. Þessi ímyndaða gjá á milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgarsvæðis- ins, sem sumir vilja alltaf dýpka með einhverri hatursumræðu, fer reyndar óstjórnlega mikið í taug- arnar á mér. Ég þoli það ekki. Auð- vitað erum við öll bara Íslendingar með tengingu um allt land.“ kóp Byrjaði ung í blaðamennsku Litla fjölskyldan. Ásmundur Pálsson, Hrannar Berg og Áslaug Karen Jóhannsdóttir. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðakona á DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.