Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Side 52

Skessuhorn - 26.11.2014, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Magnús Darri Sigurðsson frá Hell- issandi ætlar að verða þriðji ætt- liður skipstjóra í beinan karllegg. Undanfarin ár hefur hann sótt sér úrvals menntun innan sjávarútvegs. Þegar upp verður staðið mun hann bæði státa af skipstjóraréttindum og titlinum sjávarútvegsfræðing- ur með prófgráðu frá Háskólanum á Akureyri. Þá ætlar hann að setj- ast að heima á Hellissandi og byrja að sækja sjóinn af meira kappi en nokkru sinni fyrr. Ekki þar fyrir að hafið sé honum framandi vinnu- staður. Hann hefur verið viðloð- andi sjósókn allt sitt líf. Hélt norður til náms Við hittum Magnús Darra í húsa- kynnum gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík sem nú heyrir undir Tækniskólann. Þar leggur hann nú stund á skipstjórnarnám. „Undan- farin ár hef ég stundað nám í sjáv- arútvegsfræði við Háskólann á Ak- ureyri og er í raun á síðasta árinu þar. Á bara eftir að gera lokarit- gerðina. Sjávarútvegsfræðin er mjög skemmtilegt nám. Reynd- ar var ég búinn að vera við nám á Akureyri í nokkur ár því ég tók menntaskólann þar líka. Fór norð- ur eftir grunnskólann 16 ára gam- all, kaus miklu frekar að fara þang- að en í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga í Grundarfirði. Ég bjó bara á heimavist á Akureyri veturna þeg- ar ég var þar í menntaskóla. Mig langaði einfaldlega að prófa eitt- hvað nýtt, breyta um umhverfi og að búa á heimavist. Ég kom svo bara heim í fríum. Þetta var mjög fínt. Svo þegar ég var búinn með menntaskólann fór ég beint í sjáv- arútvegsfræðina.“ Skiptinám á Nýfundnalandi Í fyrrahaust, fyrir rúmu ári, fór Magnús ásamt fimm félögum sín- um í sjávarútvegsfræðinni á Ak- ureyri í skiptinám vestur um haf. „Þetta var í háskóla í St. Johns í Nýfundnalandi í Kanada. Við fór- um allir úr sama árgangi í sjávar- útvegsfræðináminu fyrir norðan. Við dvöldum þarna í fjóra mánuði, deildum saman íbúð og það gekk mjög vel. Þetta var stíft nám þarna úti. Við tókum fimm eða sex áfanga við skólann þarna. Síðan vorum við líka í fjarnámi gegnum tölvurnar í kúrsum sem voru kenndir við Há- skólann á Akureyri. Tókum tvo eða þrjá áfanga þannig. Ég kom svo heim í desember í fyrra. Eftir ára- mótin fór ég aftur norður en hætti í skólanum í febrúar og fór á sjóinn heima á Hellissandi. Síðan hóf ég skipstjórnarnámið hér í Reykjavík í ágúst síðastliðinn.“ Með þessu ákvað Magnús að hvíla sig aðeins á sjávarútvegsfræð- inni en nýta tímann í staðinn til að sækja sér skipstjórnarréttindi. Á stutt að sækja áhugann fyrir sjónum Magnús á ekki langt að sækja áhug- ann fyrir sjónum og fiskveiðum enda kominn af landsfrægum sjómönn- um og útgerðarmönnum. Faðir hans er Sigurður Valdimar Sigurðs- son skipstjóri á neta- og dragnóta- bátnum Magnúsi SH sem gerður er út frá Hellissandi en róið frá Rifi. Afi Magnúsar er Sigurður Krist- jónsson, víðfræg aflakló sem gerði um árabil út Skarðsvík SH. Í dag á fjölskyldan og gerir út Magnús SH þar sem Sigurður faðir Magnúsar er skipstjóri sem fyrr sagði. „Ég hef mjög mikinn áhuga á að leggja sjómennskuna fyr- ir mig og setjast að heima á Hell- issandi. Planið er að klára nám- ið hér í Stýrimannaskólanum. Það eru tveir vetur. Síðan ætla ég líka að ljúka við sjávarútvegsfræðina. Þá verð ég kominn með hvoru tveggja, skipstjórnarréttindi og útvegs- fræði. Eftir tvö ár hef ég öll réttindi á fiskiskip. Þó þarf ég reyndar að- eins þennan fyrsta vetur sem ég er á núna til að fá réttindi á bát af stærð Magnúsar SH. Vonandi get ég leyst pabba af á bátnum. Hleypt honum í frí og svona,“ segir Magnús Darri og brosir í kampinn. Er alltaf á sjó þegar færi gefst Hann var ungur þegar hann fór fyrst á sjó í fylgd með föður sínum. „Við Gils Þorri bróðir minn vorum ekki gamlir þegar við fengum að fara með í fyrstu skiptin. Það var nú svona bara til að fylgjast með í byrj- un. Sitja uppi í brúarstól með pabba og horfa yfir þetta. Ætli ég hafi ekki verið svona 15 ára þegar ég fór svo með sem messagutti. Síðan fór maður að gera aðeins meira 16 – 17 ára gamall. Vinna á þilfari með hin- um og taka fullan þátt í veiðunum. Gils bróðir er að læra kokkinn og klárar nú í desember.“ Magnús hefur verið mikið á sjó á Magnúsi SH samhliða mennta- skóla- og háskólanámi. „Ég er á sjó á sumrin, í jólafríum og eiginlega í hvert sinn sem ég hef færi á. Ef það er róið um helgar, ég á frí og það vantar mann, þá skelli ég mér hik- laust. Nú eru þeir að byrja á net- unum eftir að hafa verið á dragnót- inni. Það er farið út á morgnana og komið inn um miðjan dag eða seinna. Það fer eftir fiskiríi, veðri og hve langt er á miðin og heim aftur. Heilt yfir er þetta þægilegur veiðiskapur. Nú í sumar vorum við á dragnótinni. Það gekk mjög vel.“ Magnús SH kom í vor sem leið úr miklum breytingum sem gerðar voru hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Þær gengu ekki þrautalaust fyrir sig. Eins og lesendum Skessuhorns rekur ef- laust minni til þá kviknaði í bátn- um inni í skipasmíðastöðinni sum- arið 2013. Tjónið var mikið. Um tíma leit jafnvel út fyrir að bátur- inn yrði dæmdur ónýtur. Menn létu þó ekki deigan síga heldur var gert við skipið og síðan lokið við end- urbæturnar. „Báturinn er alveg frá- bær í alla staði eftir þessar breyting- ar. Það er allt eins og það á að vera. Þetta er allt annar og betri bátur í sjó en hann var áður. Þessar endur- bætur eru gríðarlega vel heppnað- ar,“ segir Magnús. Ungir menn munu mæta sterkir til leiks Aðspurður segir hann að það sé ekki algengt að þeir sem eru í sjávarútvegsfræðinni við Háskól- ann á Akureyri taki svona hliðar- spor á námstímanum, fari í skip- stjórnarnám og sæki sér þau rétt- indi. „Enginn annar af þeim sem eru á mínu reki hafa gert það. Frekar var það svo að fullorðnir menn sem voru búnir með skip- stjórnarnám og kannski einhver ár á sjó settust á skólabekk og færu í sjávarútvegsfræðina,“ svar- ar Magnús. Hann segir að það séu þó- nokkrir af Snæfellsnesinu sem stundi nú skipstjórnarnámið við Tækniskólann í Reykjavík. „Ætli það séu ekki allavega fimm eða sex. Jafnvel fleiri. Það koma kyn- slóðaskipti í skipstjórninni í fiski- skipaflotanum eins og öðru. Sjálf- ur stefni ég á að klára bæði skip- stjórnarnámið og svo sjávarút- vegsfræðina árið 2017. Við sem erum nú að mennta okkur eigum eftir að koma sterkir inn,“ segir Magnús að endingu. mþh Magnús Darri um borð í Magnúsi SH ásamt skipsfélögum sínum þeim Sigurði Hallgrímssyni og Ingólfi Áka Þorleifssyni. Í hópi ungra Snæfellinga sem eru að afla sér skipstjórnarréttinda Magnús Darri Sigurðsson verður skipstjóri og háskólamenntaður sjávarútvegsfræðingur Magnús Darri Sigurðsson við gamla ratsjá sem stendur á gangi Stýrimannaskólahússins í Reykjavík. Hann á ekki langt að sækja áhugann á sjónum. Hér eru skipstjórarnir og aflaklærnar afi Magnúsar, Sigurður Kristjónsson og faðir, Sigurður V. Sigurðarson í brúnni á Magnúsi SH. Magnús SH 205 kemur í fyrsta sinni til heimahafnar eftir breytingarnar á Akranesi fyrr á þessu ári.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.