Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 58

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 „Ég stefni aðallega að því að skapa svona almennt. Það er svo margt sem mig langar til að gera,“ seg- ir Kristjana Elísabet Sigurðardót- ir og hlær við. „Mig langar bæði til að vinna í myndlist en líka sem sjálfstætt starfandi teiknari. Ég stefni að áframhaldandi námi eft- ir þetta, annað hvort erlendis eða í Listaháskólanum.“ Nú í haust hóf hún tveggja ára nám í teikningu við Myndlistarskólann í Reykja- vík. Kristjana á ekki langt að sækja áhugann fyrir myndlist og hvötina til að skapa. Alla sína tíð hefur hún hrærst innan um listafólk, lengst af við rætur Snæfellsjökuls. Ólst upp á Bjarnarfossi Foreldrar Kristjönu eru hjónin Sig- urður Vigfússon og Sigríður Gísla- dóttir. Þau eru búsett á Bjarnar- fossi í Staðarsveit þar sem hæglega má segja að sé eitt af fegurri bæjar- stæðum Íslands. Staðurinn stendur undir hlíðinni fyrir ofan Búðir og blasir við neðan frá þjóðveginum. Hár og fallegur foss steypist fram af þverhníptri fjallsbrúninni og skap- ar töfrandi umgjörð í stórfenglegu landslagi. Þarna ólst Kristjana upp frá fæðingu. Sigríður móðir hennar er myndlistarkona, var bæjarlista- maður Snæfellbæjar 2011 og rekur meðal annars Krambúðina ásamt vinkonu sinni í litlu rauðu húsi á Búðum. Kristjana segir aðeins frá bakgrunni sínum: „Við bjuggum á Bjarnarfossi en pabbi og mamma ráku Hótel Búðir. Það gerðu þau til 1994. Ég var því eðlilega mikið þar sem barn. Á þeim tíma var mjög mikið af listamönnum sem kom að Búðum. Eflaust varð ég fyrir áhrif- um af þeim. Ég hef alltaf haft það blundandi í mér að vilja starfa við myndlist. Sem barn og ungling- ur teiknaði ég mjög mikið. Svo hætti ég því svo eiginlega þegar ég varð eldri. Eftir grunnskólanámið í Lýsuhólsskóla fór ég í menntaskóla í Reykjavík en fann mig ekki alveg þar. Þá hætti ég að teikna,“ segir Kristjana. Fann námið sem hugur hennar stóð til Næstu sjö árin eftir menntaskólann í borginni var Kristjana úti á vinnu- markaðinum. Þar á meðal var hún fjögur ár starfandi á Hótel Búðum. Hótelvinnan kenndi henni kúnst- ina að búa til góðan mat. Það hefur komið sér vel því hún hefur iðulega starfað sem kokkur síðan. „Sam- hliða vinnunni fór ég að fikra mig áfram í ljósmyndun. Ég velti því jafnvel fyrir mér um tíma að leggja stund á þá grein. Úr því varð þó ekki. Ég hef samt verið áhugaljós- myndari í mörg ár og tekið myndir í brúðkaupum, af mat og fleiru. Svo flutti ég úr landi til Noregs 2009 og svo til Danmerkur. Þarna vann ég sem kokkur en stundaði einnig nám í Kaupmannahöfn. Síðan eignaðist ég Ingibjörgu dóttur mína í janú- ar 2011. Þá bjó ég enn úti í Dan- mörku. Við mæðgur fluttum svo heim til Íslands 2012.“ Orri Harðarson hefur fengist við ýmislegt, bæði tónlistar- og texta- lega, frá uppvaxtarárum á Akranesi. Hann byrjaði ungur í tónlist og var eitt umtalaðasta söngvaskáld lands- ins á tímabili. Sólóplöturnar urðu fimm en auk þess lagði hann hönd á plóg við gerð fjölmargra hljóm- platna fyrir aðra listamenn. Seinna fór Orri að skrifa meira en söng- texta; byrjaði á að þýða verk ann- arra, bæði úr ensku og dönsku, en síðar kom að því að hann skrifaði sínar eigin bækur. Í október sendi hann frá sér sína fyrstu skáldsögu, Stundarfró, sem gefin er út af for- laginu Sögum. Bókin hefur hlot- ið prýðilega dóma gagnrýnenda og þykir Orri lofa afar góðu sem skáldsagnahöfundur. Aðalpersóna sögunnar, Arinbjörn Hvalfjörð, er efnilegasta skáld Íslands. Þegar sag- an gerist árið 1989 eru fimm ár liðin frá því hans eina ljóðabók kom út. Arinbjörn höndlaði ekki góða byrj- un á skáldferli; hann glímir við rit- stíflu, drekkur mikið og á almennt í erfiðleikum í lífinu. Sérhver dag- ur er leikinn af fingrum fram og af þverrandi fimi. Hann flækist með félaga sínum á skákmót norður á Akureyri og villist þar inn á Stuð- mannadansleik í Sjallanum. Ball- ferðin endar með því að hann fer heim með unglingsstúlkunni Dísu. Hún leigir kjallaraherbergi hjá geð- ríkri og kjarnyrtri ömmu sinni, sem hefur lúmskt gaman af skáldinu en er þó ekki par hrifin af tildragels- inu. Skyndikynnin eiga þó eftir að draga dilk á eftir sér og eru aðeins byrjunin á spennandi atburðarás sem teygir anga sína víða. Fékk nóg af spilamennskunni og fór að skrifa Orri hefur einmitt síðustu árin búið á Akureyri. Blaðamaður sló á þráð- inn til hans norður í tilefni af út- gáfu fyrstu skáldsögunnar. Orri rifj- aði það upp að langur tími væri lið- inn frá því að hann sem unglingur var að þroskast sem tónlistarmað- ur. Hugurinn leitaði þá til höfuð- borgarinnar, eins og gjarnan hjá ungu fólki á Akranesi. Þetta var fyr- ir tíma Hvalfjarðarganga. „Þá rölti ég stundum niður að Jaðarsbökk- um, horfði dreymnum augum yfir Flóann og ímyndaði mér hvernig það væri að hrærast í tónlistarlífinu í Reykjavík. Þau voru björt borgar- ljósin. Og síðar átti ég eftir að upp- lifa drauminn,“ segir Orri. Hans fyrsta hljómplata, Drög að heim- komu, kom út árið 1993. Þann vet- ur var hann valinn nýliði ársins þegar Íslensku tónlistarverðlaun- in voru afhent. „Ég lifði og hrærð- ist í músík inni næstu árin hérna á Íslandi og bjó svo um tíma í Dan- mörku, þar sem ég starfaði í hljóð- veri. Eftir að ég kom heim fór ég að skrifa meira en sönglagatexta, enda löngu búinn að fá nóg af trúbador- mennskunni. Þá fór ég að fást við þýðingar, meðfram hljóðversstörf- um. Þýddi m.a. ævisögur George Best og Eric Clapton. Ég var líka fenginn til að lesa yfir handrit og jafnvel beðinn um ábendingar hjá þeim sem voru að skrifa. Þannig var ég stundum að krukka svolítið í annarra manna stíl,“ segir Orri. Stílæfingarnar leiddu til eigin bókaskrifa Þessar stílæfingar segir Orri að hafi leitt til þess að hann fór að vinna að sinni eigin bók. Sú bók var Alka- samfélagið sem út kom haustið 2008. „Hugmyndin var að bókin myndi leiða til mikillar samfélags- umræðu og byrjað var að undir- búa slíkt á hinum ýmsu miðlum. Sú umræða varð þó aldrei fyrirferðar- mikil því bókin kom út sama dag og Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Hún vakti þó einhverja at- hygli og mér þótti vænt um að Sið- mennt skyldi veita mér fræðslu- og vísindaverðlaun sín fyrir viðleitn- ina.“ Orri segist svo hafa tekið sér svo- lítið frí frá ritstörfum fram í byrj- un árs 2013. „Ég var búinn að leiða hugann að því að skrifa skáld- sögu og sagði þá við konuna mína að tímabært væri að ég spreytti mig á því formi. Mér gekk ágæt- lega að komast af stað með sög- una. Það varð reyndar hlé á ferl- inu um sumarið, því okkur hjónum fæddist dóttir í ágúst. Næstu vik- ur og mánuði var ýmislegt annað að gera en skrifa, en svo settist ég aftur við skriftir í byrjun þessa árs og skilaði af mér fullbúnu handriti í marslok. Alls tók það mig einhverja níu mánuði að skrifa þetta og ég er bara nokkuð ánægður með hvernig til tókst. Viðtökurnar til þessa hafa verið vonum framar,“ segir Orri. Spurður um það hvort nafnið á að- alpersónu bókarinnar, Arinbjörn Hvalfjörð, sé einhver skírskotun til hans sjálfs og nágrennisins á Skag- anum, segir hann svo ekki beinlín- is vera. „Öðrum þræði er það þó kannski hann Sigurður Már bróð- ir minn sem á heiðurinn af þessu nafni. Hann hafði það á orði á árum áður að gaman væri að taka sér eft- irnafnið Hvalfjörð. Það varð aldrei af því, svoleiðis að nafnið lá á lausu og ég nýtti mér það. Annars er önnur Skagatenging við ungskáld- ið hann Arinbjörn, því umrædd og rómuð ljóðabók þess – Tungl- ið er timbrað – ber sama nafn og ljóðahefti sem við æskuvinur minn, Leifur heitinn Óskarsson, gerðum einhvern tímann á grunnskólaárum okkar í Brekkubæ.“ þá Orri Harðarson með sína fyrstu skáldsögu Bókarkápa nýju skáldsögunnar.Orri Harðarson hefur fengist við ýmsa hugarsmíð um dagana. Ævintýramálverk. Höfundur er Kristjana Elísabet Sigurðardóttir. Myndlistarkona úr Staðarsveitinni Kristjana segir að við heimkom- una aftur til Íslands hafi hún ver- ið búin að finna út hvað hana lang- aði að leggja fyrir sig. „Ég vissi að það væri tengt við listsköpun þó ég vissi ekki alveg hvaða braut ég vildi fara á. Þó fór ég í Myndlist- arskólann í Reykjavík á ýmis nám- skeið til að koma mér í gang aftur. Ég hafði tekið mér svo langt hlé frá þessari hlið. Þá fann ég mjög sterkt að þetta var það sem mig langaði að gera, fann þarna eitthvað sem ég hafði lagt til hliðar í alltof lang- an tíma. Þarna fann ég líka námið sem mig langaði til að stunda. Ég fór því að vinna að því að komast inn í skólann.“ Langar aftur heim Hún náði markmiði sínu og fékk skólavist í Myndlistarskólanum. „Nú stunda ég þetta nám, byrjaði á því í haust. Það er tveggja ára dip- lómanám í teikningu við Mynd- listarskólann. Námið er fjölbreytt og einstaklingsmiðað. Manni er ekki ýtt í einhverja ákveðna átt en á sama tíma færðu samt að læra ólík- ar aðferðir hvað sem þú svo velur á endanum. Það er hægt að fara í teiknimyndagerð, tölvuleiki, mynd- skreyttar bækur og starfa sem sjálf- stætt starfandi teiknari. Möguleik- arnir eru margir eftir þetta nám. Samhliða þessu öllu hef ég svo starfað sem kokkur á ýmsum veit- ingastöðum í Reykjavík en mynd- listin er það sem ég stefni á í fram- tíðinni.“ Kristjönu langar til að flytja aft- ur vestur, heim í Staðarsveitina. „Ég vil ekki þurfa að vera bundin við að búa á einhverjum stað, eins til dæmis Reykjavík. Draumurinn væri að geta unnið úr sveitinni, ver- ið þar og sent verkin þaðan.“ Skoða má verk Kristjönu á Facebook síðu hennar sem heitir Krelsi. mþh Kristjana Elísabet Sigurðardóttir myndlistarkona frá Bjarnarfossi í Staðarsveit með dóttur sinni Ingibjörgu Ásgeirsdóttur. Þarna eru þær mæðgur komnar í jólafötin 2013. Blýantsteikning sem Kristjana teiknaði af Ingibjörgu dóttur sinni þegar hún var nokkurra vikna gömul. Kristjana tók að sér í fyrra að skreyta jólatré Reykjavíkurborgar sem sett var upp hringtorgið sem er við JL-húsið í Reykjavík. Hún skreytti það með því að setja á það endurskinsmerki frá Vegagerðinni. Tréð glitraði þannig í umferðinni. Svarthvít portrettljósmynd af Krist- jönu. Húðflúrsmynd eftir Kristjönu. Vestfirðir eru í vængjum fiðrildisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.