Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 47
47MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Innritun vegna vorannar 2015 er hafin og henni lýkur 30. nóvember. Hægt er að skila inn umsóknum rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og á skrifstofu. Laus pláss eru á heimavist á vorönn 2015. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 4 Næstkomandi föstudag verð- ur söngleikurinn Rocky Horror frumsýndur í Hjálmakletti í Borg- arnesi. Það er leikfélagið Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar sem setur sýninguna upp og fara nem- endur skólans með öll hlutverk í sýningunni. „Það hefur sjald- an verið jafn mikill áhugi innan skólans á leiklistinni og nú og var barist um hlutverkin. Í ár var því eitt af fáum skiptum sem við þurf- um ekki mannskap frá grunnskól- anum, þó það samstarf hafi allt- af verið farsælt,“ útskýrir Rúnar Gíslason formaður Sv1 í samtali við Skessuhorn. Bjartmar Þórðar- son leikstýrir hópnum. Í Rocky Horror segir frá tveim- ur þægum og prúðum unglingum, þeim Brad og Janet. Þau verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar á þjóðveginum. Eina hús- ið í nágrenninu er kastali í eigu Dr. Frank N Furter frá Transylv- aníu. Frank sá stundar hættulegar vísindatilraunir og reynir að búa til hinn fullkomna mann, Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bílinn endar hið unga siðsama par innilokað í vægast sagt und- arlegu og stórhættulegu ævintýri. „Rocky Horror er söngleikur sem fólk um allan heim dáir og elsk- ar. Margir leikarar stíga á svið í sýningunni, ýmist í aðalhlutverk- um eða í hlutverki Transylvaníu- búa sem spila stórt hlutverk í sýn- ingunni,“ segir Rúnar. Miðarnir sjaldan selst jafn vel Brot úr sýningunni var sett upp síðastliðinn fimmtudag þeg- ar kvöldopnun var í Hyrnutorgi í Borgarnesi og að sögn Rúnars gekk það frábærlega vel. „Svo er gaman að segja frá því að miðarn- ir hafa sjaldan selst jafn vel og nú. Það er uppselt á frumsýninguna og þegar er farið að seljast á aðr- ar sýningar, þá sérstaklega Pow- er sýninguna sem verður 5. des- ember.“ Með helstu hlutverk fara Stefnir Ægir Stefánsson, Rúnar Gíslason, Ellen Geirsdóttir, Mar- grét Vera Mánadóttir, Ísfold Rán Grétarsdóttir, Jóna Jenný Kjart- ansdóttir Waage, Baldur Snær Orrason, Ágúst Þorkelsson og Samúel Halldórsson. Þá sér leik- hópurinn einnig um leikmyndina ásamt Ólafi Axel Björnssyni og Ársæll Dofri sér um tæknimál með leiðsögn frá Samúel Halldórssyni. Líkt og fram kemur er uppselt á frumsýninguna á föstudaginn en næstu sýningar verða mánudaginn 1. desember kl. 20, miðvikudaginn 3. desember kl. 20, föstudaginn 5. desember kl. 22 og sunnudaginn 7. desember kl. 17. Nánari upp- lýsingar og miðasala er hjá Ellen í síma 849-5659 og Jónu Jenný í síma 847-5543 eða á netfanginu leikfelag@menntaborg.is grþ Rocky Horror frumsýnt Hluti hópsins sýndi brot úr verk- inu í Hyrnutorgi á fimmtudaginn. 8 Rétta Jólaseðill Allar helgar til jóla. Forréttir Íslensk gæs á salatbeði m/mandarínum, þurrkuðum kirsuberjum og ávaxta coulis. Blinis m/ reyktum lax og caviar. Grann lax m/sinnepssósu. Jólasíld m/rauðrófu og eggi. Aðalréttir Tvíreykt íslenskt hangikjöt m/piparrótarsósu og laufabrauði. Hátíðarkalkúnn að hætti Gamla Kaupfélagsins. Grillað kryddjurtamarinerað lamballe m/grænmetismouse og villisveppasósu. Eftirréttur Ísþrenna, brúnköku, piparköku og ris a la mande ís. Verð aðeins 5990 kr pr mann. Kirkjubraut 11 / 300 Akranes / 431-4343 / www.gamlakaupfelagid.is Borðapantanir í síma 431-4343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.