Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 47

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 47
47MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Innritun vegna vorannar 2015 er hafin og henni lýkur 30. nóvember. Hægt er að skila inn umsóknum rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og á skrifstofu. Laus pláss eru á heimavist á vorönn 2015. Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Fjölbrautaskóli Vesturlands SK ES SU H O R N 2 01 4 Næstkomandi föstudag verð- ur söngleikurinn Rocky Horror frumsýndur í Hjálmakletti í Borg- arnesi. Það er leikfélagið Sv1 í Menntaskóla Borgarfjarðar sem setur sýninguna upp og fara nem- endur skólans með öll hlutverk í sýningunni. „Það hefur sjald- an verið jafn mikill áhugi innan skólans á leiklistinni og nú og var barist um hlutverkin. Í ár var því eitt af fáum skiptum sem við þurf- um ekki mannskap frá grunnskól- anum, þó það samstarf hafi allt- af verið farsælt,“ útskýrir Rúnar Gíslason formaður Sv1 í samtali við Skessuhorn. Bjartmar Þórðar- son leikstýrir hópnum. Í Rocky Horror segir frá tveim- ur þægum og prúðum unglingum, þeim Brad og Janet. Þau verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar á þjóðveginum. Eina hús- ið í nágrenninu er kastali í eigu Dr. Frank N Furter frá Transylv- aníu. Frank sá stundar hættulegar vísindatilraunir og reynir að búa til hinn fullkomna mann, Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bílinn endar hið unga siðsama par innilokað í vægast sagt und- arlegu og stórhættulegu ævintýri. „Rocky Horror er söngleikur sem fólk um allan heim dáir og elsk- ar. Margir leikarar stíga á svið í sýningunni, ýmist í aðalhlutverk- um eða í hlutverki Transylvaníu- búa sem spila stórt hlutverk í sýn- ingunni,“ segir Rúnar. Miðarnir sjaldan selst jafn vel Brot úr sýningunni var sett upp síðastliðinn fimmtudag þeg- ar kvöldopnun var í Hyrnutorgi í Borgarnesi og að sögn Rúnars gekk það frábærlega vel. „Svo er gaman að segja frá því að miðarn- ir hafa sjaldan selst jafn vel og nú. Það er uppselt á frumsýninguna og þegar er farið að seljast á aðr- ar sýningar, þá sérstaklega Pow- er sýninguna sem verður 5. des- ember.“ Með helstu hlutverk fara Stefnir Ægir Stefánsson, Rúnar Gíslason, Ellen Geirsdóttir, Mar- grét Vera Mánadóttir, Ísfold Rán Grétarsdóttir, Jóna Jenný Kjart- ansdóttir Waage, Baldur Snær Orrason, Ágúst Þorkelsson og Samúel Halldórsson. Þá sér leik- hópurinn einnig um leikmyndina ásamt Ólafi Axel Björnssyni og Ársæll Dofri sér um tæknimál með leiðsögn frá Samúel Halldórssyni. Líkt og fram kemur er uppselt á frumsýninguna á föstudaginn en næstu sýningar verða mánudaginn 1. desember kl. 20, miðvikudaginn 3. desember kl. 20, föstudaginn 5. desember kl. 22 og sunnudaginn 7. desember kl. 17. Nánari upp- lýsingar og miðasala er hjá Ellen í síma 849-5659 og Jónu Jenný í síma 847-5543 eða á netfanginu leikfelag@menntaborg.is grþ Rocky Horror frumsýnt Hluti hópsins sýndi brot úr verk- inu í Hyrnutorgi á fimmtudaginn. 8 Rétta Jólaseðill Allar helgar til jóla. Forréttir Íslensk gæs á salatbeði m/mandarínum, þurrkuðum kirsuberjum og ávaxta coulis. Blinis m/ reyktum lax og caviar. Grann lax m/sinnepssósu. Jólasíld m/rauðrófu og eggi. Aðalréttir Tvíreykt íslenskt hangikjöt m/piparrótarsósu og laufabrauði. Hátíðarkalkúnn að hætti Gamla Kaupfélagsins. Grillað kryddjurtamarinerað lamballe m/grænmetismouse og villisveppasósu. Eftirréttur Ísþrenna, brúnköku, piparköku og ris a la mande ís. Verð aðeins 5990 kr pr mann. Kirkjubraut 11 / 300 Akranes / 431-4343 / www.gamlakaupfelagid.is Borðapantanir í síma 431-4343

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.