Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Hrefna Daníelsdóttir er ung kona frá Akranesi sem hefur mikinn áhuga á tísku og hönnun. Hrefna rekur bloggsíðu tengda áhuga- málum sínum, sem notið hefur mikilla vinsælda. Á síðunni birtir Hrefna ýmsar myndir úr daglegu lífi, af hlutum og fatnaði sem hana dreymir um og af sjálfri sér í „dressi dagsins“ þar sem hún útlistar hvað- an hver flík er. Hrefna býr með eig- inmanni sínum Páli Gísla Jónssyni, smiði, leikmanni og markmanns- þjálfara hjá ÍA, og þremur dætr- um þeirra í fallegri íbúð á Akranesi. Skessuhorn kíkti í heimsókn til Hrefnu og fékk að forvitnast meira um bloggið, fataáhugann, heimilið og sitthvað fleira. Blandar saman gömlu og nýju Hrefna hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fötum, tísku og hönnun. „Ég fékk þetta líklega með nafninu. Amma mín og alnafna var svona líka,“ segir hún og brosir. Hrefna hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í fatavali og það kom fyrir á yngri árum að vinkonunum þótti hún frekar hallærisleg en hún lét það ekki á sig fá. Hún býr til sinn eig- in fatastíl og blandar mikið sam- an gömlu og nýju. „Ég versla rosa- lega mikið í Búkollu hér á Akranesi og reyni að komast þangað í hverri viku. Ég panta mjög mikið af vef- versluninni Asos.com og versla svo- lítið í Vila, Spúútnik og Zöru og kíki auðvitað reglulega í búðirnar á Skaganum. En ég vil samt síður hitta fólk sem er í alveg eins fötum og ég og nýti mér því mikið nytja- markaði,“ útskýrir hún. Hrefna kíkir einnig reglulega í Kolaportið og á nytjamarkað á Selfossi. „Hann er falinn fjársjóður,“ segir hún. „Og ef það er kílóamarkaður í Spúút- nik, þá er ég mætt. Svo fæ ég líka að gramsa aðeins í skápum hjá elsku mömmu, frænkum og ömmum,“ bætir hún við. Verslar mest í Búkollu Að sögn Hrefnu líður ekki mán- uður án þess að hún kaupi sér ein- hverja flík. „Ég held að það sé óhætt að segja að ég kaupi um þrjár til fjórar flíkur á mánuði. Palli er reyndar hættur að nöldra í mér eft- ir að ég byrjaði að versla svona mik- ið í Búkollu, útgjöldin hafa lækkað eftir það,“ segir hún og hlær. Yf- irhafnir eru í miklu uppáhaldi hjá Hrefnu og segist hún skoða þær fyrst af öllu þegar hún kemur inn í verslanir. „Annars er þetta ótrú- lega mikið bland í poka hjá mér. Ég kaupi stundum flík og nota hana í allt öðrum tilgangi en hún var hönnuð fyrir,“ segir Hrefna og nefnir að auðvelt sé til dæmis að breyta kjól í bol ef notað er belti. En öll þessi föt hljóta að taka mik- ið pláss. Blaðamaður veltir því fyr- ir sér hvar Hrefna geymir flíkurn- ar. „Fataskápurinn er alveg troð- inn. Svo er ég líka með fataslá og nota hluta af skápnum hans Páls, ásamt því að ég geymi eitthvað af fötum inni í þvottahúsi. En ég er mjög dugleg að selja fötin sem ég er hætt að nota,“ segir hún. Hrefna segist tvímælalaust hafa verið dýr- ari í rekstri fyrir daga Búkollu. Hún kaupir þó ekki föt nema henni finn- ist þau falleg. „Ég kaupi ekki bara til að kaupa. Ég þreifa á fötunum og skoða þau vel, fer jafnvel út úr versluninni og kem aftur seinna. Ég er ekki endilega að kaupa dýr- ar flíkur og á enga flík sem ég hef ekki notað. Eins kaupi ég ekki föt á stelpurnar mínar nema að þeim líki við þau. Ég set þær ekki í föt sem þær vilja ekki nota enda myndi ég sjálf ekki vilja að aðrir veldu föt á mig. Þægindin eru númer eitt tvö og þrjú.“ Viðbrögðin komu á óvart Hrefna opnaði bloggsíðuna href- nadaniels.com fyrir rúmum tveim- ur árum og hefur heimsóknum á síðuna stöðugt fjölgað á þeim tíma. „Ég hafði reyndar aðeins prófað áður að blogga, þegar ég var yngri - líkt og margir gerðu á þeim tíma. En það var bara fikt og ekkert í líkingu við það sem ég er að gera núna. Ég hef alveg ótrúlega gaman af þessu,“ segir Hrefna. Á þessum tveim- ur árum eru heimsóknirnar orðn- ar ríflega 300 þúsund og vel það. Aðspurð um hvort hún hafi fengið skemmtileg viðbrögð við blogginu segist hún stundum vera stoppuð í búðum og úti á götu í Reykjavík. „Það er mjög skemmtilegt þegar maður fær hrós fyrir það sem mað- ur er að gera. Það hefur alveg kom- ið fyrir að stelpur í Reykjavík labba upp að mér og hrósa mér fyrir fötin eða bloggið.“ Sjálf skoðar hún ýmis blogg og tímarit um tísku og hönn- un. „Ég hef mest fylgst með stelp- um frá Skandinavíu, svo sem Ange- licu Blick, Victoriu Törnegren og Elin Kling. Eins skoða ég Femme og kíki af og til inn á Trendnet. Annars nota ég Instagram mjög mikið og fæ mikinn innblástur það- an. Ég kíki minna á Facebook og bloggsíður eftir að ég fór að nota það,“ útskýrir hún. Að sögn Hrefnu komu viðbrögðin við bloggsíðunni henni verulega á óvart og þá sér- staklega hversu fljótt það bættist í hóp lesenda. Hún segir lesend- ur bloggsins koma víða að og ald- urshópur þeirra er breiður. „Karl- menn fylgjast líka með og bloggið nær út fyrir landsteinana. Eins er að aukast fylgjendahópurinn á In- stagram, sem er mjög skemmtilegt. Ég hef fengið skemmtileg tækifæri í kringum bloggsíðuna og fæ reglu- lega persónuleg skilaboð eða tölvu- pósta frá lesendum.“ Vil hafa fínt í kringum sig Þrátt fyrir þennan brennandi áhuga á tísku hefur Hrefnu aldrei langað til að læra hönnun. „Nei, mig hefur aldrei langað að hanna neitt. Ég er líka með tíu þumalputta og sauma hvorki né föndra. Ég er frekar svona dúllari. En draumurinn er að geta verið með verslun með svona „vintage“ fatnaði, líkt og seldur er í Spúútnik,“ segir hún dreymin á svip. Hrefna starfar sem leiðbein- andi á leikskólanum Akraseli og hefur mjög gaman af vinnunni með börnunum. Hún er langt komin með grunnskólakennaranám en á eftir að vinna lokaverkefnið. „Ég hef bara ekki komið mér af stað í það.“ Hún segir að þrátt fyrir að hafa gaman af starfinu sem hún vinnur í dag þá leiti hugurinn ein- staka sinnum annað. „Kannski að maður láti verða af því að fara aðr- ar leiðir þegar Páll hættir í fótbolt- anum, hver veit? En það er ekkert á dagskrá á meðan stelpurnar eru svona ungar og á meðan hann er í boltanum,“ útskýrir hún. Hrefna hefur ekki einungis áhuga á tísku og fatnaði. Hún fylgist líka með innanhússhönnun og hefur gaman að því að gera heimilið fallegt. „Ég hef alltaf viljað hafa fínt í kringum mig. Er alveg pínu klikkuð stund- um hvað það varðar því ég vil allt- af hafa fínt. Ég banna börnunum samt ekki að leika sér og skamma þær ekki ef eitthvað brotnar. Þetta eru bara dauðir hlutir.“ Þarf ekki að kosta mikið Íbúð Hrefnu og Páls er snyrti- leg og falleg. Augljóst er að þarna býr fólk með flottan stíl. Heimil- ið er hlýlegt, hver hlutur nýtur sín á sínum stað og hugað er að smá- atriðunum. Hrefna leggur áherslu á að það þurfi ekki að kosta mik- ið að gera fínt í kringum sig. Hún skoðar tímarit og heimilismyndir á netinu og segist vera hrifnust af skandinavískum stíl. „Ég geri ekki út á að kaupa dýra hönnun og nota frekar ódýrari búðir. Mér finnst flott að blanda saman þessu gamla og nýja og hef stundum fengið gef- ins hluti og húsgögn. Ég kaupi líka húsgögn á nytjamörkuðum og upp- boðum og er mest hrifin af hlut- um með einhverja sögu,“ segir hún. Aðspurð um eftirlætis hönn- uði nefnir hún Tom Dixon og Arne Jakobsen. „En ég eltist samt ekki við hönnunarvörur, þó við kaupum okkur einstaka sinnum einn og einn hlut. Við erum núna að safna fyrir Tom Dixon ljósi, sem okkur hefur lengi dreymt um að eignast,“ seg- ir Hrefna og horfir í átt að eldhús- borðinu, þar sem ljósið á líklega að hanga í framtíðinni. Eldhúsið er mjög stílhreint, líkt og önnur her- bergi í íbúðinni. Hrefna segist verja miklum tíma í eldhúsinu. „Ég elska að vera í eldhúsinu, að elda og sér- staklega baka. Ég er mikill sælkeri og hef mest gaman af því að útbúa einhver sætindi. Palli eldar oft en hann er mjög góður kokkur, ég verð að nota tækifærið og hrósa honum fyrir það,“ segir Hrefna Dan bros- andi að endingu. grþ Tískuáhuginn fylgir nafninu Rætt við Hrefnu Daníelsdóttur tískubloggara á Akranesi Valinn hlutur á hverjum stað. Myndina lengst til hægri málaði Hrefna sjálf þegar hún var lítil. Hrefna heima í stofu. Hún er hrifin af húsgögnum með sögu og fékk þennan fallega stól að gjöf frá frændfólki sínu. Ein af þeim myndum sem sýnir Hrefnu í dressi dagsins. Þessa mynd birti Hrefna á bloggsíðu sinni fyrr á árinu. Heimili Hrefnu og Páls Gísla er fallegt og stílhreint og hver hlutur fær að njóta sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.