Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 26.11.2014, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Miklar breytingar hafa orðið á bú- setu hér á landi síðustu áratugina og verða það vafalaust áfram. Hvernig þróunin verður spyrja margir. Halda sveitirnar velli eða munum við að- eins sjá hluta landsins í byggð? Sem betur er ennþá í landinu dágóður hópur ungs fólks sem vill búa í sveit og stunda búskap. Eyjólfur Ingvi Bjarnason frá Ásgarði í Hvamms- sveit í Dölum er einn þeirra. Hann er vel menntaður á sviði búvísinda og hefur síðustu árin starfað sem ráðunautur í sauðfjárrækt. Eyjólf- ur segist hvergi kunna betur við sig en í sveitinni, sjái sig ekki í framtíð- inni í ys og þys þéttbýlisins enda líði honum vel á leið úr Mosfellsbænum með borgina í baksýnisspeglinum. „Ég er samt á báðum áttum á hvaða leið við erum með landbúnaðinn og í raun byggðastefnuna í land- inu. Í öðru orðinu er hvatt til fram- leiðsluaukningar en í hinu skert framlög til menntastofnana sem veita þekkingu til bænda og þeirra sem vinna í stoðkerfi landbúnaðar- ins. Það er alls staðar niðurskurður, ekki síst í þjónustuþáttum á lands- byggðinni, sem veikir byggðirn- ar. Af þessum sökum er fólk án efa gagnrýnna á það hvar það á að velja sér búsetu. Ég er þeirrar skoðun- ar að ráðamenn þjóðarinnar verði að fara að ræða það í hreinskilni og marka stefnu um hvort þeir vilji að allt landið sé í byggð eða ekki. Þeg- ar eru nokkrar sveitir komnar í eyði og það stefnir í að þeim fjölgi. Það er takmarkað hvað bú geta stækkað mikið. Það er svo margt sem fylgir í leiðinni, færri íbúar þýðir skert og minni þjónusta. Í samfélögum á landsbyggðinni skiptir hver hlekkur máli. Við mótun landbúnaðar- og byggðastefnu má ekki láta hugtök eins og hámarkshagnað vera einu stærðina sem horft er á,“ segir Eyj- ólfur Ingvi. Lærði að lesa í Hrútaskránni Eyjólfur segist frá barnæsku hafa haft mikinn áhuga fyrir búskap. „Ég segi stundum í gamni að ég hafi byrjað á því að lesa í Hrútaskránni þegar ég lærði að lesa. Það er svo skemmtilegt með það að ég hef haft þann starfa seinni árin að semja texta og prófarkalesa skrána og var einmitt að því síðustu dagana. Það er mjög skemmtilegt verk.“ Eyj- ólfur var í síðasta árganginum sem lauk grunnskólaprófi frá Laugum í Sælingsdal þegar skólinn var lagður niður vorið 2000. Leiðin lá síðan í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Hann hefur talsvert starfað í félagsmálum og valdist í FVA til að gegna starfi gjaldkera í nemenda- félaginu veturinn 2003-2004. Hann segir að það hafi verið lærdóms- ríkt og hafi nýst sér vel varðandi að- komu að fjármálum síðar, sem og að þátttaka í félagsmálum sé mjög góð- ur skóli. Það sé besta kennslan sem fólk fær í mannlegum samskipt- um. Eyjólfur er líka mjög jákvæð- ur gagnvart námi í öllum þeim skól- um sem hann hefur verið í, kennsl- an hafi verið góð og samnemend- ur einnig, allt frá grunnskólanum á Laugum til Landbúnaðarháskólans í Ási í Noregi. Eyjólfur Ingvi varð stúdent frá FVA vorið 2004. Leiðin lá þá í búfræðinám á Hvanneyri sem hann lauk tveimur árum síðar. Þá tók við búvísindanám á Hvanneyri þaðan sem hann lauk BS prófi 2009. Á Hvanneyri var hann einnig á kafi í félagsmálum og var m.a. einn upp- hafsmanna spurningakeppninnar skemmtilegu Viskukýrin sem Logi Bergmann hefur stjórnað frá upp- hafi. Þá var komið að því að fara út fyrir landssteinana, að Ási í Noregi í meistaranám. „Ég fann það þegar ég kom í Ás að ég stóð námslega bet- ur eftir þriggja ára búvísindanám á Hvanneyri en þeir sem höfðu verið í jafnlangan tíma í Ási. Það var bara tungumálið sem ég þurfti að glíma við í fyrstu,“ segir Eyjólfur Ingvi. Hann hafði fyrr í spjallinu vikið að því að alls kyns grúsk væri mikið áhugamál hjá sér. Blaðamaður skýt- ur því þarna inn í samtalið hvort að hann geti ekki líka þakkað sjálf- um sér að vera duglegur að nálgast þekkingu og gagnlegar upplýsingar í náminu. „Jú vissulega. Mér hefur alltaf gengið vel í námi, enda lít ég á það sem vinnu og það þarf að leggja á sig ef árangur á að nást.“ Góður skóli á Nýja­Sjálandi Það var ekki bara á skólabekk sem og í verknámi á Íslandi sem Eyj- ólfur sótti sér þekkingu. Seint árið 2007 fór hann til Nýja-Sjálands þar sem hann kynnti sér sauðfjár- rækt þarlendra. „Það var mjög góð- ur skóli. Ég var hjá afskaplega góðu fólki, á sveitabæ syðst á Suðurey um tíu kílómetra frá bænum Riverton. Þarna var ég í þrjá mánuði, fór út í byrjun nóvember og kom heim í byrjun febrúar 2008. Sauðfjárbú- skapur á Nýja-Sjálandi er mjög frá- brugðinn þeim sem er hér á landi. Aðstæður náttúrlega allt aðrar. Meðan við þurfum að afla fóðurs fyrir sjö mánaða fóðrun á ári, þurfa þeir aðeins að gefa í tvær vikur þeg- ar jarðargróðurinn gefur ekki nóg. Þar er slátrað dilkum megnið af árinu, þegar lömbin hafa náð hæfi- legri þyngd. Vel yfir 90% af fram- leiðslu Nýsjálendinga fer til út- flutnings. Við Íslendingar getum aldrei keppt við þá í magni en við getum það í gæðum. Við erum með svo litla framleiðslu að við getum aldrei fyllt upp í stóra markaði eins og þeir eru að gera. Trúlega komum við aldrei til með að flytja nema lít- inn hluta af okkar framleiðslu á er- lenda markaði.“ Eyjólfur var yfir jólin á Nýja-Sjá- landi og segir að jólahald þeirra sé allt annað en hjá Íslendingum og jólin miklu styttri hjá þeim, eigin- lega bara eins og ein helgi hjá okk- ur. „Þeir skilja ekkert í því að við Íslendingar séum að halda jól í 13 daga, spyrja hvort við séum ekki al- veg búin að fá leið á jólunum þeg- ar þau standa í svona langan tíma. Á aðfangadag er farið í skrúðgöngu í karnivalstemningu í bænum River- ton. Fólk klæðist búningum og ég bjó mig til dæmis sem trúð á hjóli. Um kvöldið stormar svo öll fjöl- skyldan til bæjarins á pöbbinn til að blanda geði við fólk. Á jóladag hittist svo stórfjölskyldan og heldur jólaboð ekki ólík þeim sem við ger- um. Þetta var skemmtileg upplifun en jafnframt sérstakt að halda jólin í yfir 20 stiga hita.“ Hjálpar bændum við líflambaval Eyjólfur lagði stund á erfða- og kynbótafræði í meistaranámi sínu í landbúnaðarháskólanum í Ási. Í lokaverkefni sínu skoðaði hann í tölvuhermi ræktunarskipulag fyrir íslenska sauðfjárstofninn. Hann gaf sér ekki tíma til að fara út og verja rit- gerðina sumarið 2011, heldur gerði það í gegnum Skype að heiman. Að loknu náminu réðst hann sem ráðu- nautur til Búnaðarsambands Aust- urlands í nokkrar vikur. Starfssvæð- ið þar var stórt, allt frá Vopnafirði í norðri til Álftafjarðar í suðri. „Það var skemmtileg reynsla að starfa á þessu svæði og þarna lærði ég að rata um Austfirði.“ Eyjólfur fór að starfa hjá Bændasamtökum Íslands í nóvember 2011 í veikindaleyfi Jóns Viðars Jónmundssonar sauð- fjárræktarráðunautar. „Um áramót- in 2012-2013 urðu síðan þær breyt- ingar að ráðgjafaþjónusta í land- búnaði var sameinuð undir merkj- um Ráðgjafarmiðstöðvar landbún- aðarins. Frá þeim tíma hef ég verið með starfsstöð á Hvanneyri en vinn einnig mikið heima í Ásgarði enda bý ég við ágætt fjarskiptasamband þar.“ Eyjólfur segir nóg að gera og aðalvinnan sé að leiðbeina bændum en auk þess tengist stór hluti vinnu hans skýrsluhaldi í sauðfjárrækt. „Ég fer til dæmis á haustin að dæma sauðfé og hjálpa bændum við val á líflömbum. Þetta er um fimm vikna tímabil, frá september til október, mikil ferðalög um allt land og langir en skemmtilegir dagar. Það eru for- réttindi að fá að hitta svona marga bændur. Í haust skoðaði ég um 7000 gripi á þessum fimm vikum.“ Langmest unnið við landbúnað Aðspurður segist Eyjólfur langmest hafa unnið við landbúnað um tíð- ina. Hann hefur alla tíð hjálpað til í búskapnum heima í Ásgarði, í frí- um frá skóla og núna vinnu þar sem foreldar hans reka sauðfjárbú. Hann stefnir gjarnan á að taka við búinu með tíð og tíma þrátt fyrir það að vera á báðum áttum varðandi fram- tíð sveitanna og landsbyggðarinn- ar. Eyjólfur hefur alltaf verið mik- ið fyrir grúsk og það hentaði hon- um því vel að byrja störf úti á vinnu- markaðnum í Byggðasafni Dala- manna á Laugum, þar sem hann starfaði sumrin 2002-2004. „Þá var ég 18 til 20 ára og sjálfsagt svolít- ið sérstakt að svo ungur safnvörð- ur væri í starfi en þetta hentaði mér mjög vel og var skemmtilegt. Sumr- in 2005-2010 var ég svo mjólkur- bílsstjóri hjá MS Búðardal. Það var líka mjög skemmtilegt starf,“ segir hann. Voru hissa á þrjóska sveitastráknum Í lokin rifjaði Eyjólfur upp, fyrst að þessi árstími er kominn, minn- isstæðustu jólin sem hann átti í bernsku. „Það var þegar ég var ell- efu ára. Ég var búinn að vera svolít- ið slappur í nokkra daga en það var haldið að það væri bara umgang- spest. Á aðfangadagskvöld náði ég að borða jólamatinn og var rétt bú- inn að opna pakkana þegar eitt- hvað gerðist og ég veiktist hastar- lega. Það var þó ekki farið með mig í skoðun í Búðardal fyrr en á ann- an í jólum og þá var ég búinn að vera slappur og með verkjaköst af og til. Læknirinn í Búðardal sendi mig beint á Sjúkrahúsið á Akranesi. Þar kom í ljós að botnlanginn var sprunginn og þeir töldu að ég hefði ekki mátt koma öllu seinna. Ég var svo í góðu yfirlæti á sjúkrahúsinu alveg fram á þrettándann og leidd- ist ekki, enda kom talsvert af skyld- mennum í heimsókn og gáfu mér leikföng svo ég hafði nóg að gera þess á milli að ég svaf. Á gamlárs- kvöld skildi reyndar hjúkrunar- fræðingurinn á vakt ekkert í þess- um þrjóska sveitastrák að vilja held- ur horfa á innlenda fréttaannálinn á RÚV frekar en glens og grín á Stöð 2, Fóstbræður eða eitthvað álíka,“ segir Eyjólfur og hlær. Og þá var þessu spjalli lokið og komið að því hjá Eyjólfi Ingva að lesa yfir Hrúta- skrána sem einmitt kom út undir lok síðustu viku. þá Eyjólfur á leið í karnivalskrúðgöngu á aðfangadag í Nýja-Sjálandi 2007. „Í samfélögum á landsbyggðinni skiptir hver hlekkur máli“ Spjallað við Eyjólf Ingva Bjarnason ráðunaut og búvísindamann frá Ásgarði í Dölum Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Eyjólfur ungur að spjalla í sveitasímann, væntanlega hefur búskapinn borið á góma. Hjá búsbílnum á sauðfjárbúnu í Nýja-Sjálandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.