Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 66

Skessuhorn - 26.11.2014, Qupperneq 66
66 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Gunnhildur Guðnýjardóttir er fædd og uppalin í Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Þarna yst á Snæfellsnesinu ólst hún upp á kúabúi. „Ég gekk í Lýsuhólsskóla og kláraði þaðan grunnskólapróf. Eft- ir það lá leiðin suður til Reykjavík- ur til að fara í framhaldsnám. Ég lauk stúdentsprófi í margmiðlunar- hönnun frá Borgarholtsskóla. Eftir það ákvað ég að láta drauminn ræt- ast og halda erlendis í nám. Ég fór til Flórens á Ítalíu og lauk tveggja ára diplómanámi í innanhússhönn- un við Florence Design Academy. Þrátt fyrir að það nám væri mjög gott og skemmtilegt þá fannst mér ég ekki hafa lært alveg nóg. Ég hélt því áfram í námi. Fór til New York í Bandaríkjunum og útskrifaðist það- an frá New York School of Interi- or Design sem innanhússhönnuður með BFA gráðu í maí 2012.“ Snöggur endir á Bandaríkjadvöl Það var dýrt að stunda nám í New York. Til að fjármagna það að hluta var Gunnhildur ófeimin að taka þátt í hönnunarkeppnum þar sem pen- ingaverðlaun eða styrkir voru í boði til þeirra sem unnu. Í einni slíkri keppni, sem var á vegum Donghia Foundation, hlaut hún meðal annars 3,5 milljóna styrk í íslenskum krón- um. Verðlaunatillaga Gunnhild- ar var hönnun á framúrstefnulegu skrifstofuhúsnæði í sjálfri stórborg- inni New York. Þátttakan í keppn- um af þessu tagi skilaði henni líka starfi í New York að loknu námi. Hún hafði tekið þátt í keppni á veg- um Gensler sem er eitt stærsta arki- tekta- og hönnunarfyrirtæki í heimi. Hún komst í úrslit en vann þó ekki til verðlauna þegar upp var staðið. Á hinn bóginn var henni boðið að koma í starfsnám hjá fyrirtækinu. Þar gafst Gunnhildi gott tækifæri til að sýna hvað í henni bjó. Þegar hún útskrifaðist frá skólanum í New York var henni síðan boðin vinna hjá Gensler. Hún þáði það tilboð. Dölin í Bandaríkjunum var lær- dómsrík en endaði öðruvísi en ætl- að var. Í dag telur Gunnhildur að það hafi orðið henni til happs frek- ar en hitt. „Í maí 2013 fékk ég ekki áframhaldandi landvistarleyfi þeg- ar landvistartími minn rann út eft- ir að ég hafði lokið námi. Ég varð að gera svo vel að pakka mínu dóti saman á innan við tveimur mánuð- um og koma mér úr landi.“ Vann ekki í happadrættinu Gunnhildur útskýrir þetta frek- ar. „Þetta var hrein óheppni, eða kannski bara lán í óláni. Gensler var að aðstoða mig við að fá land- vistarleyfi áfram. Þau vildu halda mér sem starfsmanni og hafa jafn- Mjög ánægð með að vera komin heim Herrafataverslunin Skyrta á Skólavörðustíg í Reykjavík lítur svona út í dag. Gunnhildur lauk nýlega við það verkefni að sjá um útlitshönnun hennar. íslensk hönnun . íslensk framleiðsla Ármúli 17a . Reykjavík . sími: 588 9933 . fax: 588 9940 | Miðás 9 . Egilsstaðir . sími: 470 1600 . fax: 471 1074 | www.brunas.is * Flytjandi ytur vöruna á þá stöð sem næst er viðskiptavini FRÍR FLUTNINGUR Hvert á land sem er* Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.