Skessuhorn


Skessuhorn - 26.11.2014, Page 42

Skessuhorn - 26.11.2014, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2014 Ásbyrgi í Stykkishólmi er vinnu- stofa fyrir fullorðið fólk með tak- markaða starfsgetu. Hún er rekin af Félags- og skólaþjónustu Snæ- fellinga. Þar starfa flestir að ýms- um verkefnum en eru jafnframt að hluta úr degi eða viku í störf- um á almennum vinnumarkaði, þá með eða án stuðnings. Þannig gefst fólkinu kostur á að vera þátttakend- ur í fjölbreyttum störfum í samfé- laginu, öllum til hagsbóta. Vinnu- stofan hóf starfsemi í ágúst 2012 og hefur því verið við lýði í rúm tvö ár. Reynslan af henni er afar góð. Það er í nægu að snúast fyrir alla tólf sem þar starfa í dag. Nóg að gera „Þetta gengur mjög vel. Við fáum mikið af verkefnum. Til dæmis höf- um við verið að sauma taupoka utan um svokallaða svínahryggi sem eru stoðpúðar sem eru notaðir við end- urhæfingu og æfingar bakveikra hér á sjúkrahúsinu. Nú síðast í gær kom svo beiðni um að við tækj- um að okkur merkingar á staurum eða rörum í tengslum við ljósleið- aralagningu í Helgafellssveit. Þetta er svona nýjasta dæmið um verk- efni sem við munum sennilega taka að okkur,“ segir Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi og forstöðumaður Ás- byrgis. Mikið er um endurvinnslu á ýmsu efni, svo sem úr fatnaði og kertaaf- göngum sem fara þá í að framleiða ný kerti. „Við tökum líka við notuð- um gleraugum, farsímum, umslög- um með frímerkjum og fleiru. Svo eru einnig framleiddir hér taupok- ar sem eru notaðir til innkaupa en Stykkishólmur varð nýlega plast- pokalaus bær. Verslanirnar kaupa þá af okkur. Síðan er framleiðsla á ýmsu öðru smálegu sem við seljum. Við erum einnig með matjurtagarð hér fyrir utan. Lionsmenn komu og smíðuðu fyrir okkur sólpall. Garð- húsgögn þar voru svo smíðuð af starfsfólkinu hér í Ásbyrgi.“ Pakka þurrkuðum þara Nýjasta verkið sem starfsmenn Ás- byrgis hafa tekið að sér er að pakka þurrkuðum þara í neytendapakkn- ingar. Þurrkaði þarinn er fram- leiddur af fyrirtækinu Íslenskri blás- kel í Stykkishólmi og fer til kaup- enda í Danmörku. Íslensk bláskel hefur stundað þessa vinnslu með góðum árangri. Símon Sturluson framkvæmdastjóri Íslenskrar blás- keljar segir að þarinn fari á markað hér innanlands en langmest erlend- is. Fólk borðar hann sem heilsufæði og sælgæti. Líkja má þaranum við fjallagrösin og sölin sem Íslending- ar hafa borðað um aldir. „Hingað til höfum við verið að selja hann í stórum einingum. Núna kom hins vegar ósk frá Danmörku um að fá sendingu í neytendapakkningum, það er 20 grömm í hverjum poka, bæði af beltisþara og marínkjarna. Við vorum að senda þúsund slíka pakka þangað héðan frá Stykkis- hólmi. Við sömdum við vinnustof- una Ásbyrgi að þau tækju að sér að pakka þessu fyrir okkur. Það hefur gengið mjög vel og fyrsta sendingin sem sagt farin af stað,“ segir Sím- on. „Þari og þang til manneldis er mjög vannýtt auðlind. Eftirspurnin er alltaf að aukast meir og meir.“ Hanna Jónsdóttir segir að starfs- menn Ásbyrgis setji 20 grömm af þurrkaða þaranum í hvern poka, límt sé fyrir og miðar límdir á rétta staði. Þetta er nákvæmnisvinna. „Lionsmenn hér í Stykkishólmi komu til okkar og gáfu okkur vog, vél til að prenta merkimiða og tæki til að líma fyrir pokana.“ Fjölbreytt störf Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í Ásbyrgi voru starfsmenn nýkomnir úr hádegsmat. Vinnu- dagurinn er frá átta á morgnana til fjögur síðdegis. „Við borðum allt- af í hádeginu í mötuneyti Dvalar- heimilis aldraðra sem er hér hand- an götunnar. Það er mjög gott að komast þannig út. Skipta um um- hverfi og hitta fleira fólk.“ Þrjú þeirra sem starfa í Ásbyrgi voru inni við þegar blaðamann bar að garði. Ólafía Sæunn Hafliða- dóttir sat niðursokkin við sauma- vélina. „Ég sauma taupokana al- veg hreint á fullu. Svo skreyti ég þá. En ég geri líka margt annað,“ sagði hún. Davíð Einar Davíðs- son sat andpænis henni og mál- aði á léreft. „Ég er líka að vinna í Bónus og á lögreglustöðinni,“ sagði hann. Sigurður Fannar Gunnsteins- son sinnti öðrum störfum. „Ég er að hreinsa vaxið úr sprittkertunum. Ég mála líka dósir utan um útikerti. Svo vinn ég á bensínstöðinni hérna í Stykkishólmi.“ Að þessu sögðu kom Einar Marteinn Bergþórsson í hús að loknu verkefni úti í bæ. „Ég keyri hádegismat frá mötuneytinu í Dval- arheimilinu í grunnskólann. Svo er ég líka að vinna hjá áhaldahúsinu hjá Stykkishólmsbæ. Nú förum við að byrja að setja upp jólaskrautið í bænum. Það er mikil vinna þar sem við notum kranabíl. Ég hef líka ver- ið að pakka þaranum,“ sagði Ein- ar og sýndi snyrtilega pokana með innpökkuðum þara frá Íslenskri bláskel. mþh Ásbyrgi er til húsa í gamla skólastjórabústaðnum við gamla barnaskólann í Stykkishólmi. Á myndinni ganga starfsmenn til þess að bera út póst í bænum. Ásbyrgi í Stykkishólmi hefur starfað í rúm tvö ár: Næg og fjölbreytt verkefni í samfélaginu Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi stjórnar störfum í Ásbyrgi. Ólafía Sæunn Hafliðadóttir saumar meðal annars taupoka og skreytir. Davíð Einar Davíðsson vinnur í Bónus og á lögreglustöðinni þegar hann er ekki að störfum í Ásbyrgi. Sigurð Fannar Gunnsteinsson má oft finna í vinnu á bensínstöðinni í Hólminum. Einar Marteinn Bergþórsson með poka af innpökkuðum þara sem fer á markaði erlendis.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.