Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / MEÐFÆDDIR HJARTAGALLAR Fig 5. Referral pattern of krufningaskýrslur og dánarvottorð skoðuð til að patients with congenital kanna dánartíðni og dánarorsakir. heart defects. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað kí-kvaðrats marktæknipróf. Niöurstöður A tímabilinu frá 1. janúar 1990 til 31. desember 1999 fæddust 44.013 lifandi börn á íslandi, þar af 22.554 drengir (51,2%) og 21.459 stúlkur (48,8%). Af þeirn hafa 740 börn greinst með meðfæddan hjartagalla og var nýgengi á tímabilinu 1,7%. Árlegt nýgengi var frá 1,04% af lifandi fæddum börnum 1991 til 2,34% 1997. Af þessum börnum eru 363 drengir (49%) og 377 stúlkur (51%). Á mynd 1 má sjá fjölda barna sem greindust með hjartagalla á hveiju ári rannsóknar- tímabilsins, en á mynd 2 sést skiptingin samkvæmt fæðingarári barnanna sem greindust á rannsóknar- tímabilinu. Meiriháttar hjartagallar voru 225, eða 30,4%, en minniháttar gallar 515 eða 69,6%. Skipting meiriháttar og minniháttar hjartagalla eftir fæðingar- ári sjúklinga kemur fram á mynd 3. Op á milli slegla (ventricular septal defect; VSD) var algengasti hjartagallinn, en 338 börn (176 stúlk- ur/162 drengir) fengu þá greiningu sem er 45,7% af öllum hjartagöllum og 0,77% af lifandi fæddum börn- um. Op á milli gátta (ASD) greindist hjá 90 börnum og opin fósturæð (PDA) hjá 85 börnum. Að öðru leyti kemur dreifing einstakra hjartagalla og kynja- skipting þeirra fram í töflu 1. Nýgengi fór vaxandi á opum á milli slegla og opum á milli gálta á rannsókn- artímabilinu (mynd 4). Á mynd 5 kemur fram hvar grunur um hjartagalla vaknaði fyrst og hvaðan börnunum var vísað til frek- ari greiningar hjá barnahjartalæknum. Á mynd 6 kemur fram á hvaða aldursskeiði börn- in voru þegar hjartagallinn greindist. Þar sést að 323 börn (44%) greindust á fyrstu viku og 523 börn (70%) greindust innan hálfs árs frá fæðingu. Einkenni sem vöktu grun um hjartagalla og leiddu síðar til greiningar eru sýnd í töflu II. Meiriháttar hjartagallar voru 225, eða 30,4 % af Table II. Symptoms leading to the diagnosis of CHD. Symptoms n Cardiac murmur only 606 Cardiac murmur and failure to thrive 10 Cardiac murmur and cyanosis 5 Cardiac murmur, cyanosis and failure to thrive 2 Cardiac murmur and other 8 Cyanosis only 26 Failure to thrive only 7 Other 76 Total 740 öllum hjartagöllum. Meðalnýgengi alvarlegra hjarta- galla á tímabilunu var 0,51 % af lifandi fæddum börn- um, hæst 0,74% á árinu 1993 og lægst 0,30% á árinu 1996. Marktækt færri alvarlegir hjartagallar greindust á fyrri fimm árum rannsóknarinnar en á síðustu fimm árunum (p = 0,04). Kynjaskipting var 98 drengir og 127 stúlkur (1:1,3). Helmingur alvarlegra hjartagalla eða 111 tilfelli greindust fyrir útskrift af fæðingar- stofnun, en 114 tilfelli greindust síðar. Á vökudeild eða sængurkvennagangi greindust 102 börn og níu höfðu greinst á meðgöngu með fósturhjartaómskoð- un. Grunur um hjartasjúkdóm vaknaði hjá 58 börn- um í ungbarnaeftirliti og hjá 28 börnum þegar þau lágu á sjúkrahúsi vegna annarra vandamála. Hjá 19 börnum með alvarlegan hjartagalla vaknaði grunur um hjartasjúkdóm við skoðun hjá heimilislækni og hjá níu börnum við skoðun hjá bamalæknum og var þeim síðan vísað til frekari rannsóknar hjá bama- hjartalæknum. Á rannsóknartímabilinu greindust 19 fóstur með svo alvarlegan hjartagaUa að endi var bundinn á meðgönguna. Af 740 börnum með hjartagalla voru 89 (12,0%) einnig með litningagalla, heilkenni og/eða aðra fæð- ingargalla eins og fram kemur í töflu III. Fjörutíuogeitt bam (18,2%) með meiriháttar hjartagalla reyndist einnig hafa annars konar missmíð eða fæðingargalla. Þegar skoðuð voru afdrif barnanna sem greindust með meðfæddan hjartagalla kemur fram að 194 börn hafa fengið lausn á vandamálinu og er ekki þörf á frekara eftirliti hjá þeim. Flest börnin eða 499 eru einkennalaus en í reglulegu eftirliti. Tuttugu börn þurfa á daglegri lyfjameðferð að halda og eru í reglu- legu eftirliti, en ekkert barn er talið vera heft í dag- legu lífi vegna hjartasjúkdómsins. Af 44.013 börnum sem fæddust á rannsóknartíma- bilinu hafa 27 börn látist vegna hjartagalla eða annarra vandamála honum tengdum. Dánartíðni vegna með- fæddra hjartagalla er því 0,06% á rannsóknartímabil- inu. Tíu böm með alvarlegan hjartagalla létust í fyrstu viku eftir fæðingu, tvö börn í annarri viku og hin 15 á aldrinum tveggja mánaða til fjögurra ára. Sjö börn sem dóu voru auk hjartagallans með litningagalla og fjöl- kerfa vandamál. Tvö þessara bama voru með þrílitnu 18, eitt barn hafði þrílitnu 8, eitt barn hafði ófullkomna 284 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.