Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 59
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA V 07 Stöðvun blóðrásar með líkamskælingu við skurðmeðferð ósæðar- þrengsla hjá fullorðnum Tómas Guðbjartsson, Manu Mathur, Tom Mihaljevic, John G. Byrne, Lawrence H. Cohn Hjartaskurðdeild Brigham and Women's sjúkrahússins í Boston. Harvard Medical School Inngangur: Ósæðarþrengsli (coarctatio aortae) eru yfirleitt greind og meðhöndluð fyrir tveggja ára aldur. Eftir skurðmeðferð er hætta á endurteknum þrengslum í ósæðinni og gúlpmyndun síðar á æv- inni. Einstaka sinnum greinast þó ósæðarþrengsli fyrst á fullorðins- aldri, oftast hjá sjúklingum með háþrýsting sem svarar illa lyfjameð- ferð. Hefðbundin skurðmeðferð við ósæðarþrengslum er fólgin í svokallaðri „clamp-and-saw“ tækni þar sem tangir eru settar á ós- æðina, þrengslin fjarlægð og endarnir síðan saumaðir saman. Hjá fullorðnum getur verið erfitt að koma þessari tækni við þar sem ósæðin er oftast kölkuð og erfitt að fría æðina frá nærliggjandi vefj- um. Kynnt er ný aðferð þar sem beitt er stöðvun blóðrásar og líkamskælingu (hypothermic circulatory arrest) hjá fjórum sjúkling- um með ósæðarþrengsli. Niðursföður: Fjórir einstaklingar (25, 40, 55 ára og 66 ára), með ósæðarþrengsli við upptök a. subclavia sin voru teknir til aðgerðar og höfðu þrír þeirra endurtekin þrengsli og gúlpmyndun eftir fyrri aðgerð. Hjarta- og lungnavél var tengd við æðar í vinstri nára og brjósthol opnað undir 4. rifi vinstra megin til að komast að ósæð- inni. Blóðrás var stöðvuð (20-30 mín) þegar kjarnhiti var kominn í 13-20°C, og þrengda hluta ósæðarinnar skipt út fyrir gerviæð (Hemashield®). Sjúklingamir voru síðan hitaðir aftur í 37°C og hjarta- og lungnavélin aftengd. Öllum sjúklingunum heilsaðist vel eftir aðgerðina og útskrifuðust þeir 5-20 dögum síðar. Ályktun: Aðferðin sem hér er lýst við meðferð ósæðarþrengsla hjá fullorðnum er einföld og örugg. Við mælum sérstaklega með stöðv- un blóðrásar og líkamskælingu þegar um endurtekin ósæðar- þrengsli er að ræða og gúlpmyndun hjá fullorðnum. Aðferðin kemur einnig til greina þegar hliðarblóðrás til mænu og neðri hluta líkamans er ónóg og þar með aukin hætta á þverlömun ef töng er komið fyrir á ósæðinni. V 08 Bráðir kviðverkir orsakaðir af meningókokkum. Tvö sjúkratilfelli ÁsgeirThoroddsen1, Tómas Jónsson1, Magnús Gottfreðsson2 ’Handlækninga- og 2lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Algengasta orsök heilahimnubólgu af völdum bakteríu hérlendis er Neisseria meningiditis. Helstu einkenni sjúkdómsins eru vel þekkt og geta afleiðingar hans verið lífshættulegar. Öðrum mun sjaldgæfari birtingarformum meningókokkasýkinga hefur ver- ið lýst sem geta valdið töf í greiningu og meðferð. Hér er greint frá tveimur sjúkratilfellum þar sem kviðverkir eru fyrsta einkenni um meningókokkasýkingu. Tilfelli 1: Tuttugu og eins árs áður heilsuhraust kona leitaði á bráða- móttöku með nokkurra klst. sögu um kviðverki. Verkirnir hófust skyndilega, voru síðan stöðugir og mestir umhverfis nafla og í neðanverðum kvið. Pessu fylgdi ógleði og uppköst. Við komu var hún mjög lasleg, slæm af kviðverkjum, hiti 38°C, blóðþrýstingur 95/60, púls 120. Kviður var mjúkur en dreifð eymsli og vöðvavöm til staðar. Grunur vaknaði um botnlangabólgu. Hiti fór upp í 41°C en endurtekin kviðskoðun óbreytt. Tekin var blóðræktun og ceftri- axone gefið í æð. Gerð var kviðarholsspeglun þar sem í ljós kom töluverður gröftur í kviðarholi með bólgu umhverfis leg og eggja- stokka. Fengið var álit kvensjúkdómalæknis sem taldi líklegast að um eggjaleiðarabólgu væri að ræða. Á gjörgæslu eftir aðgerð þurfti sjúklingur mikinn vökva og súrefni. Blóðstorkupróf sýndu dreifða blóðstorknun (DIC). Ur blóði óx N. meningiditis, en rannsóknir á mænuvökva voru eðlilegar. Næstu dagana fór ástand hægt batn- andi. Sjúklingur útskrifaðist af gjörgæslu fjórum dögum eftir komu og heim fimm dögum síðar. Tilfelli 2: Tvítug heilsuhraust kona leitaði á bráðamóttöku LHS með sex klst. sögu um kviðverki. Verkirnir voru stöðugir, staðsettir í hægri neðri fjórðungi og voru verri við hreyfingu. Þessu fylgdi ógleði og uppköst. Við komu var hiti 39°C en önnur lífsmörk eðli- leg. Kviður var mjúkur en veruleg eymsli í hægri neðri hluta kviðar. Kvensjúkdómalæknir taldi skoðun ekki samrýmast eggjaleiðara- bólgu og því talið var að um botnlangabólgu væri að ræða. Ákveðið var að bíða og fylgjast með einkennum. Verkir og eymsli í kvið gengu til baka og útskrifaðist hún heim. Aðeins sjö klst. síðar kom hún aftur og var þá með hita 39°C, meðtekin af höfuðverk, skert meðvitundarástand, hnakkastíf og með depilblæðingar í húð. I mænuvökva sást mikið af hvítum blóðkornum og gram-neikvæðum diplococcum. Meðferð var hafin með ceftriaxone í æð. Sjúklingur var flutt á gjörgæslu. Úr mænuvökvanum ræktaðist N. meningitidis. Ástand fór síðan batnandi og var hún útskrifuð heim átta dögum frá fyrstu komu. Umræða: Hér er greint frá tveimur tilfellum þar sem bráðir kvið- verkir eru fyrstu og aðaleinkenni ífarandi meningókokkasýkingar. I fyrra tilvikinu var um kviðarholssýkingu að ræða og engin merki um heilahimnubólgu, en í því seinna voru einkenni frá kvið yfir- gnæfandi í upphafi veikindanna, þrátt fyrir að um heilahimnubólgu væri að ræða. Vert er að hafa í huga sjúkdóma á borð við þessa hjá bráðveikum sjúklingum með kviðverki. Læknablaðið 2002/88 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.