Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 52
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA geni (stöðu -31) var 1,50 (95% vikmörk 0,67-3,32) niiðað við arf- hreina CC einstaklinga. Ahættuhlutfall þeirra sem eru arfhreinir fyrir samsætunni IL-1RN*2 í geni IL-IRN var 0,85 (95% vikmörk 0,34-2,13) miðað við arfblendna einstaklinga og þá sem ekki bera þessa samsætu. Ekki reyndist marktækur munur á áhættu á maga- krabbameini milli þeirra einstaklinga sem bera TT og TC í IL-IB geni eða þeirra sem eru arfhreinir um IL-1RN*2 í geni IL-IRN. Umræða: Engin tengsl fundust milli erfðabreytileika í IL-IB eða IL-IRN genum og magakrabbameins í íslenska úrtakinu. T samsæt- an var algengari en C samsætan í IL-lB-31 og reyndist ekki tengjast aukinni áhættu á magakrabbameini. Engin tengsl fundust heldur milli IL-IRN samsæta og aukinnar tíðni magakrabbameins. Ekki hefur því verið sýnt fram á tengsl Interleukin-1 breytileika og rnaga- krabbameins í íslenskum sjúklingum. E 27 Skurðaðgerðir vegna skjaldkirtilskrabbameins á Landspitalanum 1985-1996 Snorri Björnsson, Kristín Huld Haraldsdóttir, Páll Helgi Möller, Höskuldur Kristvinsson Almenn skurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Skurðaðgerð er fyrsta meðferð við skjaldkirtilskrabba- meini. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur aðgerðar á Landspítalanum. Efniviður og aðferðin Kannaðar voru sjúkrasögur allra sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna skjaldkirtilskrabbameins á Land- spítalanum á tímabilinu 1985-1996. Um var að ræða 56 sjúklinga þar af 42 konur, meðalaldur 49 (bil 26-86) ár, og 12 karlar, meðal- aldur 66 (bil 46-81) ár. Átta skurðlæknar framkvæmdu ofangreind- ar aðgerðir. Niðurstöður: Einkenni fyrir aðgerð voru stækkaður kirtill eða hnút- ur (n = 53), kyngingarörðugleikar (n=15) og/eða hæsi (n=5). Sextán sjúklingar höfðu fyrri sögu um skjaldkirtilssjúkdóm. Flestir sjúklinganna fóru í lungnamynd fyrir aðgerð (n=51) en hjá rúmlega helming sjúklinga var fínnálarbíopsía (n=29) tekin. Krabbameinið var einhreiðra (unifocal) hjá 39 sjúklingum en fjöl- hreiðra (multifocal) hjá 16. Hjá 30 sjúklingum var gerð skjaldkirtilsbrottnám (complete thyroidectomy), 14 skjaldblaðsnám (lobectomy) en aðrar aðgerðir á skjaldkirtli hjá 12 sjúklingum. Vegna óljósrar greiningar var sent í frystiskurð hjá 21 sjúklingi og var hann jákvæður hjá 14 þeirra. Vefjagreining sýndi totumyndandi krabbamein hjá 42 sjúkling- um, skjaldbúsmein hjá 12, totumyndandiskjaldbúsmein hjá einum og einn sjúkingur var með villuvaxtarmein. Fylgikvillar eftir aðgerð voru skaði á afturhvarfstaug barkakýlis (n. laryngeus recurrens) (n=3), krampi (tetanus) (n=3), blóðgúll (n=2), sermigúll (seroma) (n=l) og sárasýking (n=l). Sjúklingar sem urðu fyrir taugaskaða voru með staðbundinn alvarlegan sjúkdónt. Sjúkrahúslengd eftir aðgerð var að meðaltali 7 (bil 2-26) dagar. í lok árs 2000 voru átta sjúklingar látnir vegna skjaldkirtilskrabbameins en auk þess höfðu sjö sjúklingar fengið endurkomu sjúkdóms. Umræða: í upphafi ofangreinds tímabils voru aðgerðir á skjaldkirtli í höndum margra skurðlækna en undanfarin ár hefur þeim skurð- læknum fækkað sem framkvæma þessar aðgerðir. í kjölfar þess að sérhæfing hefur aukist hefur tíðni fylgikvilla minnkað. Par sem sjúkdómurinn er lengra genginn staðbundið þar er meiri hætta á taugaskaða. E 28 Holsjárómskoðun (EUS) - ný rannsóknaraðferð á íslandi Ásgeir Theodórs', Hjörtur Gíslason2 'Meltingarsjúkdómadeild Landspítala Fossvogi og St Jósefsspítala, Hafnarfiröi, 2handlækningadeild Landspítala Fossvogi. Inngangur: Holsjárómskoðun (endoscopic ultrasound, endosono- graphy, endosopic ultrasonography, EUS) hefur verið að þróast á síðustu 20 árum. Tvö tæknisvið, það er holsjárskoðun (speglun) og ómskoðun, er komið fyrir í sama tækjabúnaði. Þessi tækni hefur nú haslað sér völl í læknisfræði með skýrar ábendingar. Tæknin: Ómkannanum er komið fyrir á enda holsjárinnar. Með því að koma ómkannanum mjög nærri því sem á að skoða (til dæmis í vélinda, maga, skeifugörn eða endaþarmi) verður skerpa ómsins mjög góð. Ómtæknin byggir á tvenns konar útfærslum. Annars veg- ar er um að ræða „linear“ ómun þar sem ómmyndin er í sama fleti og lengdarás holsjárinnar, en hins vegar „radial“ ómun sem gefur 360° flatarmynd þvert á lengdarás holsjárinnar. Þannig sést við skoðun í vélinda þvert á vélindað og veggurinn allt um kring sést ásamt líffærum umhverfis. Hefðbundinn tækjabúnaður gefur tíðn- ina 7,5 og 12 MHz, en með sérstökum ómkanna er mögulegt að beita ómun með tíðninni 20 og 30 MHz. Ábendingar við greiningu: Auðvelt er að greina fimm lög veggjar- ins. Þetta gerir kleift greina og stiga djúpvöxt æxlisins. I vélinda er því aðgengilegt að greina innvöxt, útbreiðslu í nærliggjandi eitla og innvöxt æxlis í nálæg líffæri (til dæmis æðar). Rannsóknin er ná- kvæmari en tölvusneiðmynd í stigun slíkra æxla. Sömu upplýsinga má jafnframt afla um æxli í maga, ristli og endaþarmi. Utan holu líf- færanna má skoða briskirtil, gallganga og lifur með meiri nákvæmni en hingað til hefur verið mögulegt. Fínnálar vefjasog (fine needle aspiration, FNA) er mikilvæg viðbót við hefðbundna holsjárómun. Ástungu er best að framkvæma með „linear“ tækni. Ábendingar við meðferð: Fínnálar vökvasog (ómstýrt) úr blöðru- æxlum og sýndarblöðru (pancreatic pseudocyst) er auðveld aðgerð með þessari tækni. Inndæling efna í taugar (rætur) til að fram- kvæma taugareyðingu (neurolysis) er framkvæmd með góðum ár- angri í verkjameðferð, til dæmis vegna brisklirtilskrabbameins. Með „lita Doppler" tækni má auðveldlega greina æðar og forðast þær þegar ástunga er framkvæmd. Nýjungar í framtíðinni: Með hærri tíðni, eða 30MHz, er mögulegt að sjá fleiri lög í þarmaveggnum og greina með meiri nákvæmni inn- vöxt yfirborðslægra æxla sem má eyða með geisla eða slímhúðar- skurði (endoscopic mucosal resection, EMR). Þrívíddar ómskoðun er til athugunar og gefur nákvæmari mynd af gallvega- og briskirtil- æxlum (IDUS). Ómstýrð inndæling efna (T lymphocytum, „cyto- implant“) og hátíðni eyðing (RFA) beinast að meðferð á stað- bundnu krabbameini. E 29 Holsjárómskoðun (EUS): Stigun á krabbameinum í efri meltingar- færum Hjörtur Gíslason', Ásgeir Theodórs2 'Skurðdeild Landspítala Hringbraut, !meltingasjúkdómadeild Landspítala Hringbraut og St. Jósefsspítali Hafnafirði Holsjárómskoðun (endoscopic ultrasound, endosonography, endo- scopic ultrasonography) er rannsókn sem víða erlendis er að ryðja sér rúms við greiningu sjúkdóma og stigun illkynja æxla í meltingarvegi. Holsjárómskoðun hefur verið framkvæmd á Landspítala Fossvogi síðan í júní 2000, en nú hafa verið framkvæmdar 140 rannsóknir. 320 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.