Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 49
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA ingu (3868 konur og 1767 karlar). Það gengust 4799 undir aðgerð (3327 konur og 1472 karlar) og var jöfn aukning bæði greininga og aðgerða öll þrjú tímabilin. Hjá ungum konum var aukningin bæði hvað varðar greiningu og aðgerðir marktækt meiri en meðaltals- aukningin, en hjá ungum körlum var aukningin ekki frábrugðin henni. Hjá körlum sem voru yfir 59 ára gamlir var aukning í fjölda greininga og aðgerða frá fyrsta tii annars tímabils en á þriðja tímabilinu fækkaði aðgerðum í þessum aldursflokki. Þrátt fyrir mikla fjölgun aðgerða í Reykjavík hefur heildarlegutími fyrir greiningamar gallsteina og gallblöðrubólgu styst verulega. Alyktun: Það er líklegt að umframaukning í tíðni greininga og að- gerða hjá ungum konum miðað við karla sé vegna aukningar í ný- gengi sjúkdómsins. Eftir að farið var að taka gallblöðru með kvið- sjáraðgerð virðast karlar koma fyrr til aðgerðar og hefur það leitt til færri aðgerða meðal karla >59 ára. Þrátt fyrir mikla aukningu í greiningum og aðgerðum hefur heildarkostnaður við þennan sjúklingahóp lækkað ef mið er tekið af heildarfjölda legudaga í sjúklingahópnum og virðist breytt meðferð hafa valdið umtals- verðum sparnaði í heilbrigðiskerfinu. E 21 Gallblöðrutaka með kviðsjá: Fyrstu 1000 aðgerðirnar á Landspítala Hringbraut Ólöf Viktorsdóttir, Sigurður Blöndal, Jónas Magnússon Skurðdeild Landspitala Hringbraut Inngangur: Með tilkomu kviðsjáraðgerða við gallsteinum (LC) jókst í fyrstu tíðni ýmissa fylgikvilla við gallblöðrutöku sem á dög- um opinna aðgerða voru mjög fátíðir. Á þetta sérstaklega við um áverka á gallganga. Síðustu ár hafa rannsóknir sýnt að tíðni þessara fylgikvilla hefur minnkað en eru þó enn heldur algengari en við gallblöðruaðgerð með holskurði. Aukin tíðni gallganga áverka hefur meðal annars verið skýrð með reynsluleysi skurðlækna í notkun kviðsjár og aukinni notkun diathermy eða geisla við vefjaskurð í Calots þríhyrningi. Tilgangur: Að kanna tíðni fylgikvilla við töku gallblöðru með kvið- sjá og bera þá reynslu saman við erlendar rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem fóru í gallblöðrutöku með kviðsjá (laparoscopic cholecystectomy, LC) frá upphafi þeirra aðgerða á Landspítala Hringbraut 1991 til ársins 1998. Sjúklingar voru fundnir með ICD-9 kóðum og aðgerðarkóðum og sjúkraskár þeirra yfirfarnar. f upphafi var á Landspítala mörkuð sú stefna að reyna að gera allar gallblöðruaðgerðir með kviðsjá. Niðurstöður: Alls fóru 1008 sjúklingar í LC á árabilinu 1991-1998, 727 konur og 281 karlar. Meðalaldur var 52,5 ár. Fjórir skurðlæknar framkvæmdu 93% aðgerðanna. Þrír höfðu farið á námskeið í LC, einn hafði gert um það bil 50 aðgerðir í sínu sérnámi. Allir höfðu mikla reynslu í opnum gallblöðruaðgerðum. 573 aðgerðir voru bráðaaðgerðir, það er gerðar innan við 24 klst. frá innlögn en 435 voru valaðgerðir. Fyrsta árið var tíðni þeirra aðgerða sem enduðu með holskurði 23,4% en á síðasta ári rannsóknarinnar var þetta hlutfall 6,5%. Gallleki varð hjá 23 sjúklingum (2,2%) og þurftu tíu sjúklingar aðra aðgerð. Blæðing eftir aðgerð varð hjá 20 sjúklingum og fóru 13 í enduraðgerð (þrír með kviðsjá, tíu opna). Tveir sjúklingar (0,19%) fengu áverka á megingallganga. Annar skaðinn varð á hægri lifrar- ganginum og fékk þessi kona kransæðastíflu eftir LC og lést eftir enduraðgerð. Hinn gallgangaskaðinn varð á gallpípu eftir að að- gerð hafði verið umbreytt í holskurð. í því tilfelli var líffærafræðin mjög óljós og þurfti mikinn vefjaskurð sem leiddi til blóðþurrðar í gallpípu og seinna þrengingar og var gerð samgötun gallpípu og ásgarnar hjá þessum sjúklingi. Dánartíðni var 0,29%. Ályktun: Rannsóknin sýnir að tíðni fylgikvilla eftir gallblöðruað- gerðir með kviðsjá á Landspítala er sambærileg eða minni en í sam- bærilegum rannsóknum erlendis. Tíðni áverka á stóra gallganga var 0,19% sem er með því lægsta sem skráð hefur verið í rannsóknum með sjúklingafjölda yfir 1000. Erfitt er greina í afturvirkri rannsókn hvaða þættir hafi stuðlað að svo góðri útkomu en mikil reynsla skurðlæknanna af opnum gallblöðruaðgerðum og frekar há tíðni á umbreytingu í opna aðgerð fyrstu árin hafa vafalaust átt þátt í því. E 22 Kviðsjárspeglun fyrir fyrirhugað lifrarúrnám Páll Helgi Möller’, Björn Ohlsson2, Linda Myllymáki2, Birger Pálsson2, Karl- Göran Tranberg2 'Almenn skurðdeild Landspítala Hringbraut, -’skurðdeild áskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Þættir eins og fjöldi og staðsetning lifraræxla auk æxlis- vaxtar utan lifrar, hafa þýðingu fyrir það hvort framkvæma eigi lifrarúrnám. Tölvusneiðmynd og ómskoðun segja til um möguleik- ann á úrnámi í ca. 80% tilvika. Tilgangurinn með eftirfarandi rann- sókn var að athuga hvort kviðsjárspeglun fyrir fyrirhugaða lifrarað- gerð gæfi betri upplýsingar um möguleikann á lifrarúrnámi en þær upplýsingar sem grundvallast á fyrrgreindum rannsóknum. Aðferð: Rannsóknin var framskyggn og tók til 54 sjúklinga sem gerð var kviðsjárspeglun á fyrir fyrirhugað lifrarúrnám. Fyrir að- gerð var gerð tölvusneiðmynd og ómskoðun af lifur, en í aðgerð var hún skoðuð, þreifuð og ómskoðuð. Endanleg greining var æxli upp- runið í lifur (primary liver cancer) hjá 27 sjúklingum, meinvörp hjá 17, góðkynja æxli hjá fimm og aðrar greiningar hjá fimm sjúklingum. Niðurstöður: Hjá 17 sjúklingum (31%) leiddi kviðsjárspeglun til þess að lifrarúrnám var ekki framkvæmt: fjöldi æxla (átta sjúkling- ar), fjöldi æxla og æxlisvöxtur utan lifrar (fjórir sjúklingar), stað- setning með aukinni hættu á lifrarbilun við úrnám (þrír sjúklingar) eða vöxtur yfir á gallvegi/æðar (einn sjúklingur), eða vöxtur yfir á þind (einn sjúklingur). Hjá einum sjúklingi (2%) var meinvarp túlkað sem æðaæxli (hemangioma) við kviðsjárspeglun. Kviðsjár- speglun varð til þess að hætt var við aðgerð hjá 18 sjúklingum. 27 sjúklingar (50%) voru með skurðtækan sjúkdóm samkvæmt kvið- sjárspeglun. f 16 tilvikum (30%) var lifrarúrnám framkvæmt, en 11 sjúklingar (20%) höfðu óskurðtækan sjúkdóm við nánari skoðun vegna fjölda æxla (fjórir sjúklingar), miðlægs æxlisvaxtar yfir á æðar/gallvegi (þrír sjúklingar), æxlisvaxtar utan lifrar (tveir sjúk- lingar), æxlisvaxtar yfir á skeifugörn (einn sjúklingur) eða vegna hættu á lifrarbilun (einn sjúklingur). Auk þessa fóru níu sjúklingar í kviðarholsskurð: í fimm tilvikum (9%) var hætt við kviðsjárspeglun vegna samvaxta (þrír sjúklingar) eða rofs á smágirni (tveir sjúkling- ar) og í fjórum tilvikum (7%) var kviðsjárspeglun ófullnægjandi af öðru ástæðum (tveir sjúklingar höfðu ekkert æxli og tveir sjúklingar voru með Klatskin-æxli). Umræða: Þær upplýsingar sem kviðsjárspeglun gaf fyrir fyrirhugað lifrarúrnám breytti fyrri skoðun á því hvort sjúkdómur var skurð- tækur í 30% tilfella og fækkaði þar með fjölda ónauðsynlegra kvið- arholsskurða. Læknablaðið 2002/88 317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.