Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 55
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Umræðun Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að hátt fremra úmám sé örugg aðgerð og gefi betri árangur en bugðuristils- úmám við úmám æxla í neðri bugðuristli. Einnig er Iíklegt að sam- eining ristils- og endaþarmsskurðlækninga í eitt teymi hafi átt hlut að máli við fækkun fylgikvilla, enduraðgerða og sjúkrahúsdauða. E 33 Notkun vefjalíms á slysa- og bráðamóttöku Elín Bjarnadóttir, Brynjólfur Mogensen Slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi Inngangur: Sáralím hefur verið notað til að líma bæði sár og skurð- sár með góðum árangri að því er virðist. Borið saman við hefðbund- inn saumaskap þá þarf ekki að deyfa sárið og það tekur skemmri tíma að loka því. Þá er talið að sár sýkist síður og ör verði fallegri. Sáralím hefur verið notað á íslandi um nokkurra ára skeið. Mark- mið þessarar rannsóknar var að kanna notkun á sáralími (Histo- acryl®) til meðferðar á höfuðsárum á slysa- og bráðamóttöku (SBM) Landspítala Fossvogi í septembermánuði 2001. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga sem fengu greininguna „höfuðmeiðsl“ og komu á slysa- og bráða- móttöku í september 2001. Ef sáralím var notað var aldur og kyn- skipting skoðuð, hvort sjúklingar þurftu að koma í endurkomu og hvort einhverjar aukaverkanir hefðu átt sér stað. Niðurstöður: Alls leituðu 437 einstaklingar á SBM vegna höfuð- meiðsla í septembermánuði 2001. Af þeim voru 347 með sár á höfði en 126 voru með maráverka. Af þeim sem voru með sár voru 204 (59%) saumuð en hjá 73 (21%) voru sárin límd með sáralími. Hjá 60 (17%) þurfti ekkert að gera og hjá 10 (3%) voru sárin límd með Steri-Strip. Af þeim sárum sem límd voru með sáralími voru 20 í hársverði en 53 í andliti. Karlar voru 52 en konur 21. Meðalaldur sjúklinga var 15 ár (11 mánaða-84 ára) en meirihluti, eða 43, var yngri en níu ára. Sjúklingahópurinn sem var meðhöndlaður með sáralími var lítið meiddur (áverkaskor minna en þrír) og engan þurfti að leggja inn. Ekki voru skráðar neinar aukaverkanir eins og að sár hafi rifnað upp að nýju eða sár hafi sýkst. Aðeins einn þurfti á endurkomu að halda. Alyktanir: Árangur meðferðar með sáralími á minniháttar sár á höfði virðist góður. Lítið slösuð börn voru í meirihluta. Helstu kost- ir sáralíms eru að ekki þarf að deyfa viðkomandi, fljótlegt er að líma sárið saman og ekki þörf á endurkomu nema í undantekningartil- vikum. Hugsanlega er hægt að líma mun meira en gert er. E 34 Alvarlelki áverka Brynjólfur Mogensen Slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi Inngangur: Slys eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál þjóðar- innar og það dýrasta. Árlega slasast um 50 þúsund manns. Flest starfsár tapast vegna slysa þar sem það er aðallega ungt fólk sem fellur í valinn Iangt um aldur fram. Til eru margs konar kerfi til þess að meta slasaða á vettvangi, í flutningi eða alvarleika áverka slasaðra á sjúkrahúsum. Það sem er notað þarf að vera einfalt, öruggt og áreiðanlegt. Á vettvangi og í flutningi slasaðra þarf að meta meðvitundarstig, öndun, blæðingu og blóðrás og á hvaða meðferð var byrjað. Á sjúkrahúsum eru til mörg kerfi til að meta alvarleika áverka slasaðra en einna þekktast er áverkastig (Abbreviated Injury Scale) og áverkaskor (Injury Severity Score) þar sem undirstaðan eru slysagreiningar. Áverkaskor Stig Alvarleiki áverka 3< Lítill 4-8 Meðal 9-15 Mikill 16-24 Alvarlegur >25 Lífshættulegur 75 Deyr Á Islandi hefur ekki verið tekið í notkun samræmt mat á slösuð- um á vettvangi, í flutningi eða mat á alvarleika áverka slasaðra inni á sjúkrahúsum. Tillaga: Að við notum „Smart Memo“ sem er einfalt og mjög skil- virkt til að meta slasaða á vettvangi og í flutningi, en áverkaskor til að meta alvarleika slasaðra á sjúkrahúsum. Umræða: Það er mikilvægt að þeir sem standa að frumgreiningu slasaðra á vettvangi, í flutningi og við mat á alvarleika áverka slas- aðra þegar á sjúkrahús er komið, meti slasaða á sama hátt. Þannig fæst heildstætt mat á alvarleika áverka hinna slösuðu á hverjum tíma og hvernig hefur til tekist í meðferð þeirra. Þessi þekking er líka nauðsynleg í góðu forvarnarstarfi. E 35 Styttri legutími og bætt líðan við gerviliðaaðgerð í mjöðm Brynjólfur Y. Jónsson’, Kristín Siggeirsdóttir2, Halldór Jónsson jr.3 Örn Ólafsson3 'Sjúkrahúsi Akraness, 2Janus Endurhæfing og Hjartavernd, ’Landspítali Inngangur: Spáð fjölgun gerviliðaaðgerða í mjöðm mun valda auknu álagi á bæklunardeildum sjúkrahúsanna. Ein leið til að auka afköstin er að stytta legutímann. Efniviður og aðferðir: Til að mæla áhrif styttri legutíma voru 50 sjúklingar valdir í tvo hópa af biðlistum tveggja sjúkrahúsa sam- kvæmt slembiúrvali. Fræðsluhóp (FH), með 28 einstaklingum sem fengu fræðslu og heimilisathugun fyrir aðgerð ásamt vitjunum hjúkrunarfræðings, iðju- og sjúkraþjálfara sem gáfu leiðbeiningar heima eftir aðgerð. Samanburðarhóp (SH), með 22 einstaklingum sem fengu hefðbundna endurhæfingu án sérstakrar fræðslu eða vitjana heim eftir aðgerð. Niðurstöður: Legutíminn var marktækt styttri hjá FH, 6,5 dagar að meðaltali miðað við 10 daga hjá SH (p>0.001). Það komu upp sjö minniháttar fylgikvillar í FH og átta í SH á tveimur fyrstu mánuð- unum eftir aðgerð, þar á meðal eitt liðhlaup (SH). Engin dauðsföll. SH kom betur út samkvæmt mælitækjunum Harris Hip Score og Meurle d'Abuegine. Þessi munur reyndist ekki marktækur. Sam- kvæmt mælitækjunum 12-item Hip Score og Nottingham Health Profile náði FH sér marktækt fyrr og leið betur 2 og 4 mánuðum eftir aðgerð miðað við SH. Umræða: Fræðsla og heimilisathugun fyrir gerviliðaaðgerð í mjöðm og leiðbeiningar heima eftir aðgerð virðist vera áhrifarík og örugg aðferð til að stytta legutímann. Læknablaðið 2002/88 323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.