Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / GÁTTATIF Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að aðeins rúmur helmingur sjúklinga með gáttatif var á warfarín blóðþynningu þrátt fyrir að nær allir sjúk- linganna hefðu einn eða fleiri áhættuþátt fyrir sega- reki. Notkun blóðþynningarlyfja sem meðferðarúr- ræði hjá sjúklingum með gáttatif var því verulega ábótavant þrátt fyrir að fjölmargar stórar rannsóknir hafi ótvírætt sýnt að hún dregur úr hættu á segareki og heilablóðfalli. Ef til vill eru þessar niðurstöður ekki nægilega vel kynntar fyrir læknum hérlendis. Með hliðsjón af góðu aðgengi að blóðþynningarþjón- ustu á Landspítala bæði í Fossvogi og við Hringbraut er ólíklegt að aukið umstang við að sinna blóðþynnt- um sjúklingi sé mikilvæg ástæða. Inngangur Gáttatif er algengasta viðvarandi hjartsláttartruflun- in og yfir 5% þeirra sem komnir eru yfir sjötugt hafa fengið eitt eða fleiri gáttatifsköst (1). Gáttatif tengist oft undirliggjandi hjartasjúkdómi, sér í lagi háþrýst- ingi, kransæðasjúkdómi og hjartabilun (2,3). Gáttatif kemur einnig fyrir hjá sjúklingum sem hafa engan annan greinanlegan hjartasjúkdóm og kallast það þá stakt (lone) gáttatif. Með bættum lífslíkum fólks með hjartasjúkdóma er búist við að tíðni gáttatifs muni aukast um allt að 60% á næstu tveimur áratugum (4). Það er því ljóst að gáttatif verður verulegt heilbrigð- isvandamál á næstu árum. Meðal alvarlegustu fylgikvilla gáttatifs eru hjarta- bilun og segarek sem oft á tíðum leiðir til heilablóð- falls. Tíðni segareks hjá þeim sem hafa gáttatif án lokusjúksdóms (nonvalvular atrial fibrillation) er 5- 7% á ári en mun hærri hjá þeim sem eru með loku- sjúkdóm, einkum míturlokuþrengsli í kjölfar gigtsótt- ar (5, 6). Hætta á segareki er svipuð hjá þeim sem hafa gáttatif sem kemur í köstum (paroxysmal) og hjá þeim sem hafa viðvarandi (persistent/chronic) gáttatif (5). Áhættuþættir fyrir segareki í tengslum við gáttatif án lokusjúkdóms eru nokkrir og í stórri samantekt fimm rannsókna tengdust eftirfarandi þættir aukinni áhættu: aldur yfir 65 ár, hár blóðþrýstingur, sykur- sýki, fyrri saga um heilablóðfall eða tímabundna heilablóðþurrð (transient ischemic attack - TIA) og loks verulega stækkuð vinstri gátt (>5,5 sm) eða skertur vinstri slegill, hvoru tveggja gjarnan metið með ómskoðun af hjarta (6). Viðamiklar rannsóknir gerðar á síðasta áratug hafa sýnt að warfarín blóðþynning, þar sem stefnt er að INR (International Normalized Ratio) gildi milli 2,0 og 3,0, dregur verulega úr hættu á segareki (6, 7). Samantekt fimm rannsókna sýndi að warfarín dró úr áhættu á heilablóðfalli um allt að 68% (6). Jafnframt hefur verið sýnt fram á að blóðþynning með aspiríni einu sér eða aspiríni og warfaríni, þar sem stefnt er að INR gildi undir 2,0, ber ekki jafngóðan árangur (6). Tafla I. Áhættuþættir fyrir segareki hjá sjúMingum sem teituöu á bráöamóttöku Landspítala Hringbraut (n=68). n (%) Aldur > 65 ára 50 (74) Háþrýstingur 40 (59) Fyrri saga um heilaáfall/TIA* 24 (35) Sykursýki 11 (16) Skertur samdráttur vinstri slegils 25 (46**) Verulega stækkuð vinstri gátt 0 (0) * TIA: Transient ischemic attack, tímabundin heilablóöþurrö. ** Hlutfall af fjölda þeirra sem áttu nýlega ómskoöun (n=54). Aspirín eitt og sér minnkar áhættuna á segareki um 22% (6). Því ætti að vera mögulegt að draga verulega úr hættu á heilaáföllum af völdum gáttatifs með warfarín blóðþynningarmeðferð. Þrátt fyrir þetta hafa undanfarið birst greinar sem benda til þess að blóðþynning með warfaríni sé van- nýtt meðferð hjá sjúklingum með gáttatif (8, 9). Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig ástand þessa mála er hérlendis. Efniviöur og aðferðir Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var gerð fram- skyggn könnun hjá sjúklingum með áður greint gáttatif sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala Hringbraut frá febrúar til júní 2000. Þessir sjúklingar leituðu í mörgum tilfellum á bráðamóttökuna vegna vandamála sem voru ótengd gáttatifinu. Hins vegar voru kannaðar afturskyggnt sjúkraskrár sjúklinga með þekkt gáttatif sem voru í eftirliti á Heilsugæslu- stöðinni Sólvangi í Hafnarfirði á árunum 1995-2000. Ákveðið var að kanna notkun warfaríns bæði á bráðasjúkrahúsi og í heilsugæslunni til að fá sem besta heildarmynd af notkun blóðþynningarlyfja hjá þeim sem hafa gáttatif. Greining gáttatifs var í lang- flestum tilfellum staðfest með hjartalínuriti en í örfá- um tilfellum þegar slíkt var ekki fyrirliggjandi var stuðst við fyrri greiningu úr sjúkraskrá eða lækna- bréfi. Hjá báðum hópunum voru klínískir áhættu- þættir fyrir segareki (aldur yfir 65 ára, háþrýstingur, sykursýki, fyrri saga um heilablóðfall/tímabundna heilablóðþurrð) skráðir. Hjá Landspítala-hópnum voru jafnframt kannaðar niðurstöður nýlegrar óm- skoðunar af hjarta til að meta hvort samdráttur í vinstra slegli væri skertur eða vinstri gátt stækkuð (meira en 5,5 cm). INR blóðþynningargildi þeirra sem voru á warfaríni voru könnuð. Hjá báðum hópunum var reynt að meta frábend- ingar gegn blóðþynningu með warfaríni og settum við okkur fyrirfram að leita eftir eftirtöldum þáttum: illa eða ómeðhöndlaður háþrýstingur, saga um dettni eða óstöðugleika á fótum, tregða eða vanhæfni til að fylgja fyrirmælum, sumar tegundir krabbameins, alkóhólismi, blæðingarsjúkdómar/blóðflögufæð, virk 300 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.