Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 57
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Vefjafræðileg skoðun sýndi að um var að ræða þekjufrumu- krabbamein (carcinoma) sem var nákvæmlega sömu gerðar og æxlið sem fjarlægt var 1966 og því ljóst að í þessu tilfelli er um að ræða endurkomu þekjuæxlis sem ekki hafði gert vart við sig í 27 ár en hafði fyrst verið greint fyrir 34 árum fyrr. V 04 ísetning þvagleggja; hagnýt atriði. Að koma undirstöðuatriðum til skila á myndbandi Eiríkur Jónsson1, Valdimar Leifsson2 'Þvagfæraskurðlækningadeild Landspítala Hringbraut, !Lífsmynd ehf. Kennsla lækna og þá sérstaklega skurðlækna er kennsla í hand- verki. Viðfangsefni myndbands um ísetningu þvagleggja er það hvernig best er að koma grunnatriðum við notkun þvagleggja til skila. Myndbandið er 34 mínútur að lengd, kaflaskipt og tekur fyrir allt frá hefðbundinni ísetningu hjá karlmönnum, konum og drengj- um til algengra vandamála í daglegu starfi. Sagt verður frá tilurð og gerð myndbandsins og brot úr því sýnd en hugmyndin var fyrst reifuð á skurðlæknaþingi fyrir ári á Grand Hótel. Erindið á ekki síst að vera hvatning til lækna að búa til kennsluefni á þessu formi þar sem fjallað er um undirstöðuatriði læknisstarfsins. V 05 Epithelioid sarcoma. Sjúkratilfelli Snorri Björnsson1, Guðmundur Már Stefánsson2, Helgi J. ísaksson3, Sigurður Böðvarsson 'Lýtalækningadeild, 'meinafræöideiid, 3krabbameinsdeild Landspítala Hringbraut Sjúkratilfelli: Kona fædd 1972 hefur verið með fyrirferð á vinstra handarbaki síðan 1980. Fyrst skorin vegna þessa 1982 á FSN, tekinn hnútur á ótilgreindri sin. Ekki sent í vefjagreiningu. Hún er áfram með fyrirferð og er næst skorin 1993. Þá er gerð rannsókn og lýst þykknun og samvöxtum milli sinarslíðurs og ytri sinar, ekki tilgreint hvaða sinar. Um byrjun árs 2001 vaxandi verkir á vinstra handarbaki og fyrirferð að stækka. Verkir leiddu upp í vinstri öxl og átti hún erfiðara með að kreppa fingur inn í lófa, en enga næturverki. Fann helst verki við fínvinnu. í september 2001 stækkar fyrirferðin ört og nær frá miðhluta handarbaks og upp fyrir úlnlið. Leitaði til heimil- islæknis sem taldi að um endurkomandi hnjáhnoða væri að ræða og vísaði henni til lýtalæknis. Við skoðun er fyrirferð 6x3 cm föst á vinstra handarbaki og liggur upp undir úlnlið. Ekki þreifast eitlar í holhönd né olnbogabót. Gerð er aðgerð um miðjan nóvember 2001 þar sem tekinn er hnútur á handarbaki. Vefjagreining sýnir epitheloid sarcoma gráða 1-2. Fór í beinaskann sem var eðlilegt og einnig í CT sem sýndi breyt- ingar í lungnavef sem túlkaðar voru af krabbameinslæknum sem ómarktækar og voru eins við endurtekna CT rannsókn í febrúar 2002. Um miðjan janúar 2002 var gerð aðgerð, æxlið var sent í frysti- skurð frá úlnlið sem sýndi tæpar fríar skurðbrúnir en sakir eðlis æxl- isins var sjúklingur aflimaður um vinstri framhandlegg u.þ.b. 5 cm ofan við úlnlið. Fræðileg umfjöllun: Uppruni epitheloid sarcoma er óþekktur en hann birtist oftast í útlimum, helst á höndum eða fótum í sinabygg- ingu. Hann er að ýmsu ólíkur öðrum sarkmeinum. Hann dreifir sér frekar til aðliggjandi svæða húðar, sucutant, fitu og beina. Hann dreifir sér einnig mjög með eitlabrautum og fyrst til eitla (48%) og lungna (24%). Hættulegri er staðsetning nær bol á útlim, því stærri eða dýpri því hættulegri, ef blæðing er til staðar eða húðblæðing, drep eða innrás í æðar. Betri lifun er hjá ungu fólki, helst konum á aldrinum 10-49 ára, með æxli utarlega á útlim. Lifun er örlítið betri en hjá öðrum sarkmeinum. Meðferð er í fyrsta lagi stór skurður eða aflimun á úllim með eitlaskurði. Lyfjameðferð og geislar einungis ef um meinvarp er að ræða. Uniræður: Epitheloid sarcoma er sjaldgæft krabbamein en erfitt í hegðun. Vitað er um tvö tilfelli af epitheloid sarcoma hér á íslandi. Annað er ofantalið tilfelli, hitt er ungur maður sem greindist fyrir fjórum árum með æxli á hendi. Hann er nú látinn. Endurkomnar fyrirferðir þótt taldar séu góðkynja ber að senda í vefjagreiningu. V 06 Monotypic epithelioid angiomyolipoma í lifur. Sjúkratilfelli Sigurður Guðjónsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Sigurður Blöndal Skurödeild Landspítala Hringbraut Sjúkratilfclli: 42 ára gömul kona leitaði til heimilislæknis með nokk- urra mánaða sögu um óþægindi undir hægra rifjabarði. Óþægindin virtust fæðutengd. Þoldi illa osta, pizzur og rauðvín. Þá var spurning um mjólkuróþol en eftir neyslu mjólkurafurða fékk hún niðurgang. Síðustu fjórar vikur áður en hún leitaði til heimilislæknisins hafði hún verið slöpp og fremur úthaldslítil. Engin saga um megrun. Heilsufarssaga ómarkverð. Hafði verið á p-pillunni um langt skeið en hætt fyir nokkru. Að öðru leyti engin lyfjataka. Við skoðun var hún fremur föl, BÞ 130/85, púls 76. Væg eymsli undir hægra rifjabarði, engar fyrirferðir. Rannsóknir: Blóðhagur sýndi vægt blóðleysi, Hb 114, sökk hækkað í 60, væg hækkun á creatinini 105, lifrarpróf eðlileg. Alphafeto- protein, CEA og 09,9 eðlilegt. Fór í ómskoðun af kvið sem sýndi sjö cm fyrirferð þétt við vinstri lifrarlappa og litlu magabugðu á hlið magans. Á sumum ómsneiðum var hægt að aðskilja meinsemdina frá lifur en á öðrum ekki. í framhaldi var gert TS af kvið sem sýndi sjö cm æxli útgengið frá aftari fleti vinstra lifrarlappans. Meinsemdin var gegnheil á útjöðrum en lágþéttnisvæði sáust í miðju sem samrýmdist vökva. Meðferð: Gerð var stigandi kviðspeglun sem sýndi mjög stórt æxli sem náði að mestu yfir hluta II og III í lifur. Æxlið var algerlega frítt frá umhverfi sínu. Kviðarholsskurður var gerður og hlutar II og III numdir brott. Fékk dálitla blæðingu eftir aðgerð og þarfnaðist blóðgjafar en að öðru leyti var gangur eftir aðgerð fylgikvillalaus og hún útskrifaðist heim fimm dögum eftir aðgerð. Meinafræði: Æxlið mældist 6,7x2,1 cm í stærsta þvermál og var hvergi vaxið út fyrir hýði lifrarinnar. Stórt svæði með blæðingu fannst í æxlinu. Skurðbrúnir fríar. Smásjárskoðun sýndi mjög óvenjulega meingerð og var hér um að ræða monotypic epithelioid angiomyolipoma en aðeins einu slíku æxli hefur verið lýst í heimildum (Histopathology 2000, 36, 451-6). Engin reynsla er fyrir því hvernig þessi æxli hegða sér í lifur en þau eru þekkt í nýrum og eru þar talin geta orðið illkynja. Læknablaðið 2002/88 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.