Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 98
NÁMSKEIÐ / ÞING / STYRKIR
Norræna
taugalækna-
þingið
29. maí til 1. júní í Reykjavík
Norrænt þing taugalækna er haldið annað hvert ár á einhverju Norðurlandanna og nú í annað sinn með þátttöku
taugahjúkrunarfræðinga. Þingið var síðast haldið á íslandi árið 1990 og nú er röðin aftur komin að okkur. Ráð-
stefnan verður í Háskólabíói og er dagskráin fjölbreytt.
Fjallað verður um helstu viðfangsefni taugalækninga með áherslu á MS, slag (heilaslag), lífsgæði sjúklinga
með taugasjúkdóma auk umræðna um framtíð taugalækninga- og hjúkrunar á Norðurlöndum.
Meðal fyrirlesara má nefna Guðmund Georgsson, Guðmund Þorgeirsson, Hannes Blöndal, lan McDonald,
Jes Olesen, John Benedikz, Jón Snædal, Judi Johnson, Marit Kirkevold og Vladimir Hachinski.
Nánari upplýsingar um þingið er að finna á heimasíðunni www.neurocongress.hi.is eða hjá Congress Reykjavík,
www.congress@congress.is, sími 585 3900.
Emergency Medicine
Between Continents
Alþjóðlegt þing á vegum Félags íslenskra bráðalækna, Landspítala háskólasjúkrahúss og Læknadeildar Háskóla
íslands verður haldið í Háskólabíói dagana 9.-13. júní 2002.
Á þinginu verður fjallað meðal annars um bráð öndunarvandamál hjá börnum og fullorðnum og meðferð
þeirra, fyrstu meðferð slasaðra, áverka á heila og mænu, lost, brjóstverki og hjartsláttartruflanir. Einnig
verða fyrirlestrar um eiturefnafræði, sýkingar í börnum, heimilisofbeldi og misnotkun barna.
Verkleg kennsla verður meðal annars í meðferð áverka á hendur, úrlestri hjartalínurita og meðferð öndunar-
vegar.
Fyrirlesarar koma allir úr fremstu röð lækna bæði vestan hafs og austan.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu: http://www2.landspitali.is/congress/emergency2002/
Verð fyrir íslenska sérfræðilækna er kr 39.000 fyrir allt þingið eða kr. 15.000 fyrir einstaka daga, fyrir unglækna og
aðrar heilbrigðisstéttir kr. 29.000 allt þingið eða kr. 12.000 á dag og fyrir læknanema kr. 5.000 eða kr. 2.000 á dag.
Taka þarf fram í athugasemdum við skráningu hvort um er að ræða íslenska lækna eða aðra heilbrigðisstarfs-
menn. Nánari upplýsingar veita Brynjólfur Mogensen, Mary Palmer og Theodór Friðriksson, slysa- og bráða-
sviði Landspítala Fossvogi, s. 543-1000, eóa Inga Sólnes, Gestamóttökunni, s. 551-1730.
Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna
Umsóknir um vísindastyrki fyrir vorúthlutun 2002 þurfa að berast sjóðnum fyrir 10. maí og á aó stíla á undirritaðan.
Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum ásamt rannsóknar- og fjárhagsáætlunum. Hægt er að sækja
eyðublöðin og sjá lög Vísindasjóðsins á heimasíðu FÍH: www.heimilislaeknar.is
Fyrir hönd stjórnar Vísindasjóðs FÍH
Þórir B. Kolbeinsson formaður
Þrúðvangi 22, 850 Hellu, thorbk@vortex.is
366 Læknablaðid 2002/88