Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 47
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Efniviður: Gerðar voru 302 aðgerðir á 22 ára tímabili (1979-2001). Aðgerðirnar voru gerðar á Landakoti, Kaiser Permanente í Kali- forníu, Borgarspítala og Landspítala. Tegundir aðgerða voru: Endursköpun með silikonpúða 19, endursköpun með vefþenslu- poka 54, latissimus dorsi flipar 85, stilkaðir TRAM-flipar 45, frír TRAM-flipar 58. Tafarlaus endursköpun var gerð hjá 23 sjúkling- um í framangreindum hópi sjúklinga. Niðurstöður: Rannsóknin endurspeglar þá almennu þróun að endurskapa brjóst með eigin vef sjúklings fremur en framandi ígræðsluefnum (silicon). Einnig vaxandi fjölda tafarlausrar endur- sköpunar (það er endursköpun í beinu framhaldi af brottnámi). Af þeim 58 sjúklingum þar sem frír TRAM-flipi hafði verið valinn þurftu sex sjúklingar að fara í endurtekna aðgerð vegna röskunar á að- eða blóðflæði til eða frá hinu nýendurskapaða brjósti. Þannig tókst að bjarga þremur af þessum flipum eða 50%. Þetta þýðir að 5% (3 af 58) flipaaðgerða lánuðust ekki. Hjá sjö sjúklingum af 58 var merkjanlegur fitudauði í hluta af flipanum. Alyktun: Þróun valkosta til endursköpunar brjósta er sú sama hér og annars staðar í heiminum. Aðgerðirnar verða sífellt tæknilega meira krefjandi en gefa jafnframt von um betri árangur, þó aldrei án áhættu eins og að framan greinir. Vaxandi áhugi fyrir tafarlausri endursköpun erlendis og einnig hérlendis þó í tiltölulega litlum mæli sé. E 14 Notkun ígræddra hjartarafstuðtækja á íslandi Margrét Leósdóttir', Davíð 0. Arnar', Gizur Gottskálksson', Guðrún Reimarsdóttir2, Margrét Vigfúsdóttib, Bjarni Torfason3 'Lyflíekningadeild, "gangráðseftirlit, 'hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Hjartsláttartruflanir frá sleglum eru algengasta ástæðan fyrir skyndidauða. ígrætt hjartarafstuðtæki er talinn besti meðferð- arkosturinn við slíku. Á íslandi hófst ísetning stuðtækja fyrir 10 ár- um og í dag eru 45 Islendingar með ígrætt hjartarafstuðtæki. Mark- mið þessarar rannsóknar var að taka saman upplýsingar um tækin hér á landi, meðal annars undirliggjandi sjúkdóma, fylgikvilla ísetn- ingar og virkni tækjanna. Efniviður og aðferðir: Farið var í gegnum sjúkraskrár allra sjúklinga sem fengið hafa ígrætt hjartarafstuðtæki á íslandi. Einnig var farið yfir allar skráningar frá tækjunum á göngudeild og þær skoðaðar með tilliti til réttmætis meðferðar. Niðurstöður: Fyrsta ísetningin var gerð á íslandi árið 1992. Alls hafa 54 einstaklingar fengið ígrætt hjartarafstuðtæki og af þeim eru 45 á lffi í dag. Meðalaldur við ísetningu er 57 ár. Allar ígræðslur hér á landi hafa verið gegnum æðakerfið og tækið geymt undir brjóstvöðv- anum neðan viðbeins eða undir réttivöðva kviðs. Tíðni fylgikvilla er lág, en oftast er um að ræða blæðingu eftir aðgerð. Ein yfirborðssýk- ing hefur verið skráð. Helstu ábendingar fyrir ísetningu eru hjarta- stopp (52%) og sleglahraðtaktur (42%). Flestir sjúklinganna hafa kransæðasjúkdóm (61 %), en 16% fengu tæki vegna óútskýrðs hjarta- stopps eða sleglahraðtakts. Tæpur helmingur sjúklinga hefur fengið meðferð frá tækinu. Tveir einstaklingar hafa fengið fleiri en 30 stuð frá sínu tæki. Flest stuðin frá tækjunum virðast réttmæt, en oft er þó ekki hægt að skera úr um réttmæti sökum ónógra upplýsinga. Ályktanir: Árangur meðferðar með ígræddum hjartarafstuðtækjum hér á landi virðist góður. Tíðni fylgikvilla er lág og tækin í flestum tilfellum að virka sem skyldi. Tækin eru án efa lífsbjörg fyrir marga íslendinga sem annars hefðu látist skyndidauða. E 15 Skipti á ósæðarrót og ósæðarloku með lífrænni eða gerviloku Tómas Guðbjartsson, John G. Byrne, Alexandros N. Karavas, Bradley J. Phillips, Tomislav Mihaljevic, Sary F. Aranki, Lawrence H. Cohn Hjartaskurödeild Brigham and Womens sjúkrahússins í Boston, Harvard Medical School Inngangur: Skurðaðgerðir á ósæðarrót eru tæknilega krefjandi þar sem hluta ósæðar ásamt ósæðarloku er skipt út. Oftast er notast við gerviloku (GL) í þessum aðgerðum en hin síðari ár hafa lífrænar lokur (LL) úr líkum (homografts) rutt sér til rúms. Helsti kosturinn við þær er sá að sjúklingarnir sleppa við blóðþynningarmeðferð. Á hinn bóginn endast LL síður en GL og því meiri líkur á endurtek- inni aðgerð. Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að bera saman árangur þessara tveggja lokugerða við aðgerðir á ós- æðarrót. Efniviður og aðferðir: 221 sjúklingar sem gengust undir valaðgerð á ósæðarrót, 136 með LL (111 homografts, 25 Freestyle) og 85 með GL (St. Jude conduit) voru bornir saman og þeim fylgt eftir að meðaltali í 42±28 mánuði. Meðalaldur í hópunum var 53 (LL) og 54 ár (GL). Kynjahlutfall. NYHA-flokkun og útfallsbrot (EF) voru einnig sambærileg í hópunum tveimur. Kransæðasjúkdómur (35% vs. 17%), Marfans-heilkenni, ósæðargúlpur og gáttaflökt voru hins vegar algengari í GL-hópnum. Niðurstöður: Allri ósæðarrótinni var skipt út í 96% tilfella og helm- ingi rótarinnar hjá 4%. Algengasta ástæða aðgerðar var víkkuð ós- æðarrót (37%), kölkuð ósæðarloka (33%), og meðfæddur (tví- blaða) ósæðarlokusjúkdómur (18%). Skurðdauði var 1,5% í LL- hópnum og 2,4% í GL-hópnum (p=0,5). Tilhneiging til betri 5 ára lífshorfa sást í LL-hópnum (92,4% vs 88,2%, p=0,0068). Aldur, fyrri lokuskipti, samhliða kransæðaaðgerð og heilablóðfall í aðgerð voru sjálfstæðir forspárþættir lífshorfa samkvæmt fjölbreytugreiningu. Fimm ára líkur á því að vera laus við lokutengda fylgikvilla voru 93% í LL-hópnum og 86% í GL hópnum (p=0,5). Ályktun: Valaðgerð á ósæðarrót og ósæðarloku er örugg skurðað- gerð með sambærilegum skurðdauða og við aðgerð þar sem ein- göngu ósæðarloku er skipt út. Fjórum árum eftir aðgerð er hvorki marktækur munur á lífshorfum né fylgikvillum sjúklinga með LL eða GL. Lengra eftirlits er þörf áður en hægt er að segja til um hvor lokan er betri. E 16 Brottnám æðaþrenginga til varnar slagi á íslandi 1996-2001 Hjalti Már Þórisson', Georg Steinþórsson2, Stefán E. Matthíasson2. Skurðaðgerðir framkvæmdu: Georg Steinþórsson, Halldór Jóhannsson, Helgi H. Sigurðsson, Höskuldur Kristvinsson, Stefán Einar Matthíasson, Sigurgeir Kjartansson, Þórarinn Arnórsson, Þórir S. Ragnarsson 'Aðstoðarlæknir, 'æðaskurðlækningadeild Landspítala Fossvogi Brottnám þrenginga í hálsslagæð til varnar slagi (carotis endarte- rectomy) hefur sannað gildi sitt til að fyrirbyggja heilablóðfall ef um marktæka þrengingu á hálsslagæð er að ræða. Ávinningur af aðgerð eykst eftir því sem þrengslin eru meiri og ef einkenni eru til staðar, hann er einnig háður tíðni fylgikvilla og að réttar ábendingar séu fyrir aðgerð. Leitað var í sjúkraskrám Landspítala og fundnar allar hálsslag- æðaaðgerðir sem framkvæmdar voru á tímabilinu 1996-2001. Farið var yfir læknabréf og aðgerðarlýsingar til að kanna nær-aðgerðar (peri-operative) fylgikvilla. Framkvæmdar voru 180 aðgerðir á 159 einstaklingum á tímabilinu Læknablaðið 2002/88 315
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.