Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 99
NÁMSKEIÐ / ÞING
Ráðstefna SKÍ
Krabbameinsrannsóknir á íslandi
Samtök um krabbameinsrannsóknir á íslandi (SKÍ) í samvinnu við fræðslunefnd læknaráðs LSH boða til ráðstefnu
í sal Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð, dagana 7.-8. maí, kl. 13:30-18:00.
Efni ráðstefnunnar er tvíþætt: krabbameinsrannsóknir og persónuvernd. Framsöguerindi halda prófessor
Julian Peto, faraldsfræðingur við Institute of Cancer Research, Sutton Surrey, dr. Haraldur Briem frá
Persónuvernd, dr. Kristleifur Kristjánsson frá íslenski erfðagreiningu og dr. Nick Short frá Urði Verðandi
Skuld. Auk þess verður kynnt innsent efni með erindum og veggspjöldum.
Ráðstefnan er opin öllum áhugamönnum um krabbameinsrannsóknir.
Pátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 8. apríl næstkomandi.
Ágrip erinda og veggspjalda óskast send til Samtaka um krabbameinsrannsóknir á íslandi (SKÍ),
c/o sirryv@mmedia.is eða laufeyt@krabb.is
Námskeið í stoðkerfisfræði að
Reykjalundi dagana 31. maí til 2. júní
ÚTLIMIR (Olnbogi, framhandleggur og hönd. Hné, fótleggur og fótur)
Fjórða og síðasta námskeiðið í stoðkerfisfræði verður haldið að Reykjalundi 31. maí-2. júní næstkomandi.
Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle. Farið verður í lífeðlisfræði og bíomekanik, en aðal-
áhersla lögð á meðferð. Megináhersla er á neðri útlimi, einkum fætur, hreyfimynstur og göngugreiningu (gáng-
analys). Þá verður þriðja deginum sérstaklega varið í að skoða vandamál sem ef til vill er hægt að lagfæra með
réttum (ekki sérsmíðuðum!) skóbúnaði. Einnig verður fjallað um prófun og val á skóm.
Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda takmarkaður.
Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi, s. 566 6200, magrtuso@
reykjaiundur.is og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, s. 482 1300.
Áskrifendur Læknablaðsins eru vinsamlega beðnir að tilkynna aðsetursskipti. Tilkynnið
breytingar á heimilisfangi í síma 564 4104 eða í netfang: ragnh@icemed.is
Við flutning til útlanda
Við flutning til útlanda fellur niður áskrift að Læknablaðinu sem greidd er með félagsgjöldum
til LÍ. Læknar sem vilja halda áskrift að blaðinu þurfa að æskja þess sérstaklega. Áskriftar-
gjald er kr. 6.000 án virðisaukaskatts og ber að greiða fyrirfram. Sími vegna áskriftar
Læknablaðsins er 564 4104; netfang: ragnh@icemed.is
Læknablaðið 2002/88 367