Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 46
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA staðfærðan alþjóðlegan spurningalista (ICI-SF) auk spurninga tengdum kostnaði og meðferð. Gallup sá um framkvæmd rann- sóknarinnar í samvinnu við höfunda. Niðurstöður: Svarhlutfall var 75,1%. Síðasta mánuð höfðu 38,4% fundið fyrir þvagleka, 18,7% 2-3svar í viku eða oftar. Flestar lýsa litlum leka (81,3%) en magnið eykst með aldri. Þvagleki hafði áhrif á daglegt líf 28,4% kvennanna. 24,0% kvennanna notuðu einhvers konar vörn gegn þvagleka, flestar dömubindi eða annars konar buxnainnlegg, þar af skiptu 8,5% um vörn 4-5 sinnum á dag eða oftar. Meðalkostnaður kvennanna vegna þvagleka nemur 814 kr. (±815 kr.) í hverjum mánuði, en 2.322 kr. (±1613 kr.) hjá þeim sem telja sig hafa mikinn þvagleka. Heildarkostnaður allra kvenna á Is- landi 20 ára og eldri vegna þvagleka er rúmlega 444 milljónir króna á ári. Heildarkostnaður af völdum þvagleka á Islandi er áætlaður minnst 1.000 milljónir króna á ári. Ályktanir: Kostnaður af völdum þvagleka á íslandi er mjög hár, en sambærilegur við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. E 11 Skurðaðgerðir við launeista á Barnaspítala Hringsins 1970-1993 Anna Gunnarsdóttir', Drífa Freysdóttir2, Þráinn Rósmundsson3, Guðmundur Bjarnason3, Jónas Magnússon35, Tómas Guðbjartsson6 ‘Skurðdeild háskólasjúkrahússins í Malmö, 2barnadeild Baylor háskólasjúkrahúss- ins í Texas, 'barnaskurðdeild Barnaspítala Hringsins, 4handlækningadeild Land- spítala Hringbraut, 'læknadeild Háskóla íslands, "skurðdeild Brigham-Harvard sjúkrahússins í Boston Inngangur: Launeista er algengur meðfæddur galli hjá drengjum og eru helstu fylgikvillar ófrjósemi og krabbamein í eistum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur aðgerða vegna launeista á Barnaspítala Hringsins og hverjir sjúklinganna höfðu greinst með krabbamein í eistum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til 593 sjúk- linga sem fengu greininguna launeista eða gengust undir launeista- aðgerð á Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 1. janúar 1970 til 31. desember 1993. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meðal annars um fæðingarþyngd, aldur við greiningu og aðgerð, staðsetningu eistans og fylgikvilla. Með upplýsingum úr krabbameinsskrá KI var athugað hverjir höfðu greinst með eistnakrabbamein fram til 31. desember 2000. Niðurstöður: Meðalfæðingarþyngd var 3464 gr, þar af 58 (10%) með fæðingarþyngd < 2500 gr. Meðalaldur við greiningu var 3,1 ár (bil 0-14 ár) og við aðgerð 7,6 ár (bil 0-34 ár). Launeista var algeng- ara hægra megin (61%) (p < 0.01) en 18% drengjanna voru með launeista beggja vegna. Við aðgerð var eistað staðsett í náragangi í 50% tilvika, í kviðarholi hjá 10% sjúklinga og í 34% tilvika utan leiðar (ectopisk). Fylgikvillar sáust eftir 29 (5%) aðgerðir þar sem blóðgúll (2,7%) og skurðsýking (1,2%) voru algengastar. Rúmur helmingur (52%) drengjanna reyndust einnig hafa nárakviðslit. Af 593 sjúklingum hafa tveir greinst með krabbamein í eistum, báðir með fósturvísiskrabbamein, 13 og 14 árum eftir launeistaaðgerð. Ályktanir: Árangur launeistaaðgerða er góður í þessari rannsókn. Umtalsverð töf (4,5 ár frá greiningu) er á meðferð launeista hér á landi en yfirleitt er mælt með aðgerð fyrir tveggja ára aldur til að fyrirbyggja ófijósemi og eistnakrabbamein síðar á ævinni. I þessari rannsókn var hlutfall þeirra sem greindust með eistnakrabbamein þó mjög lágt, eða 0,3 %. E 12 Meðferð TS sjúklinga á íslandi með skurðaðgerð Jens Kjartansson', Eiríkur Jónsson', Tómas Jónsson', Jens A. Guðmundsson', Gunnar Herbertsson2 'Landspítali Hringbraut, :St Jósefsspítali Aðferðir: „Transsexualism“ er alvarlegasta og óafturkræfasta brenglunin á „gender identity" (kynvitund). Að tilstuðlan áhuga- fólks um gender disorder stofnaði Landlæknir vinnuhóp um „Transsexual" sjúkdóminn sem leiddi síðar til skipunar nefndar um kynskiptiaðgerðir. Framkvæmdar hafa verið tvær aðgerðir þar sem einum karli var breytt í konu og einni konu í mann. Árið 1997 var ákveðin aðgerð á konu á þrítugsaldri sem hafði öll einkenni um transsexual sjúkdóm og hafði farið klakklaust í gegnum undirbún- ingsferlið. Aðgerðin var framkvæmd í fimm stigum.l) Leg- og eggjastokka- úrnám og eggjaleiðarabrottnám, 2) Brottnám brjósta undir húð, 3) Flipamótun þar sem notast var við húð- og undirhúðarflipa og náraflipa til myndunar getnaðarlims ásamt þvagrás. Flipinn er stilkaður og nýtur blóðflæðis frá superficial circumflex iliac artery á meðan hann er í biðfasa (14 daga), 4) Flipinn skilinn frá stofni og nýtur eingöngu dreifðs blóðflæðis frá lífbeinssvæði, 5) Komið fyrir eistafyllingu í stærri skapabörmum. Árið 2002 var framkvæmd aðgerð á karlmanni á þrítugsaldri sem sömuleiðis hafði staðföst einkenni um transsexual sjúkdóm og hafði verið í kvenhlutverki og fengið hormónameðferð í rúmt ár. Aðgerðin var framkvæmd í tveimur stigum. 1) í fyrstu var opnað í spöng milli endaþarms og pungs, myndað rými milli endagarnar og blöðruhálskirtils og blöðru, gerð gelding og getnaðarlim flett úr, aftari taugaæðarstilkur losaður frá svampi ásamt kóngi. Lífbeins- svæðið fært niður um ca. 5 cm. Kóngur var tálgaður til og saumaður á lífbein sem snípur, og þvagrás var stytt og tekin í gegnum húð. Þessu næst var getnaðarlimshúð snúið við og henni komið fyrir í fyrrnefndu holrými. Punghúðin var sfðan notuð til að búa til skapa- barma. 2) Gerð var aðgerð til að opna betur skeiðarop. Umræða: Að þessum aðgerðum hafa komið sérfræðingar í lýta- lækningum, kvensjúkdómum, þvagfærafræðum og ristil- og enda- þarmsskurðlækningum. Niðurstaða: Fylgikvillar við aðgerð hafa engir verið þrátt fyrir að lýst sé hárri tíðni í erlendum uppgjörum. Þessir sjúklingar hafa verið stoltir af nýju útliti sínu og er árangur hvað snertir útlit og starfs- hæfni sambærilegur við aðgerðir erlendis. Ferli aðgerðanna er lýst með skyggnum. E 13 Endursköpun brjósta eftir brottnám - Þróun valkosta. Áhættur og aukakvillar Sigurður E. Þorvaldsson, Rafn A. Ragnarsson Lýtalækningadeild Landspítala Fossvogi Inngangur: Aðferðir til endursköpunar brjósta eru í stöðugri þróun. Nýjar aðferðir þróast án þess að hinar eldri hverfi, þær fá aðeins annað vægi. Nauðsynlegt er að kunna góð skil á öllum valkostum þar sem forsendur fyrir úrlausn eru mjög mismunandi milli sjúk- linga. Ennfremur má oft má leysa ófullnægjandi árangur eða auka- kvilla einnar aðferðar með annarri aðferð. Við höfðum einkum áhuga á að skoða hvaða aðgerðir höfðu verið valdar og árangur og aukakvilla hjá þeim sjúklingum sem gengust undir flóknustu aðgerð- ina. En hverjir eru þá valkostirnir, áhætturnar og aukakvillarnir? 314 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.