Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNALIND að spyrja hvort þeir félagar sjái fyrir sér að komast í fyllingu tímans á samning við Tryggingastofnun. „Það er ekki hugsunin með þessu framtaki, þó enginn viti hvað framtíðin beri í skauti sér. Við vild- um bara starfa sjálfstætt. En ef ríkisvaldið vill styðja fólk til þess að skipta við okkur teljum við eðlilegast að það yrði gert á þann hátt að fólk gæti dregið áskriftargjöldin frá skatti. Það væri raunhæfur stuðn- ingur við þennan valkost í heilbrigðisþjónustunni." Þegar blaðamaður skoðar húsakynnin með þeim Guðbirni og Sverri sýna þeir honum að það er nóg pláss fyrir fleiri lækna ef áhugi almennings fyrir þessu rekstrarformi reynist nægur. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá kollegum sem vilja vera með okkur en tíminn verður að leiða í ljós hvort grundvöllur er fyrir því að bæta fleirum við. Þetta hefur farið ágætlega af stað og þunginn er að aukast. Vonandi gengur þetta upp því ef þessi tilraun mistekst er næsta víst að þetta rekstrarform verði úr sögunni í 15-20 ár. Það skiptir því máli fyrir lækna að okkur takist þessi tilraun til þess að auka forræði og ábyrgð lækna á eigin vinnu. Læknar ættu því að standa með okkur til þess að efla faglegan metnað stéttarinnar og vísa til okkar þeim sjúklingum sem eru að leita að heimilislækni en fá ekki. Það er eðli- legt að upplýsa fólk um valkostina og það ræður svo hvað það gerir,“ segja þeir félagar. -ÞH Sjálfsagður réttur lækna að nýta lækningaleyfið Rætt við Sigurbjörn Sveinsson formann LÍ um framtak læknanna í Læknalind Eins og fram kemur í umræðum um stofnun Læknalindar er þar farið inn á nýja braut í fjármögn- un heilbrigðisþjónustu. Islenskir læknar hafa hingað til aðhyllst það sem meginreglu að ríkið greiði fyrir þjónustuna þó svo að reksturinn sé í mörgum tilvik- um í höndum einstaklinga eða fyrirtækja í einkaeigu. í Læknalind er stigið einu skrefi lengra og almenningi boðið upp á einskonar einkasjúkrasamlag. Lækna- blaðinu lék forvitni á að vita hver væri afstaða Sigur- björns Sveinssonar formanns Læknafélags Islands til þess rekstrarforms sem þarna er bryddað upp á. „Það hefur stundum verið orðað þannig að lög- in um heilbrigðisþjónustu séu einskonar sáttmáli þar sem sett er á blað meginefni þess sem þjóðin vill að gert sé í heilbrigðismálum og hvernig það er framkvæmt. í upphafi laganna segir að ríkið eigi að veita eins góða heilbrigðisþjónustu og hægt er að veita á hverjum tíma og að allir hafi jafnan rétt til að njóta hennar, óháð stétt, efnahag eða búsetu. Þetta er meginstefnan og góður meirihluti lækna hefur verið á þeirri skoðun að hún sé rétt. Það er hins vegar réttur hvers læknis að nýta sitt lækningaleyfi og bjóða sína þjónustu. Það helgast af stjórnarskrárvörðum rétti manna til atvinnu- frelsis og á þeim grundvelli hafa læknarnir í Læknalind og aðrir boðið fram þjónustu sína. Það er samkomulag um að sumir læknar, til dæmis lýta- læknar, geti boðið hluta af sinni þjónustu með þessum hætti. Eins hafa alltaf verið til læknar sem staðið hafa alveg utan við tryggingarnar að hluta til en á sama tíma unnið á stofnunum ríkisins. Þess vegna lítur málið þannig út frá mínum sjónarhóli: Ríkið verður að halda uppi fullnægj- andi heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Hins vegar eiga þegnarnir það val að kaupa sér einhverja þjónustu sem læknar bjóða. Sú ákvörðun verður að byggjast á frjálsu vali, það má ekki vera nauðungarval, þvingað vegna ófullnægjandi þjónustu ríkisins. Þá er komin upp sú staða að sumir þjóðfélagshópar neyðast til að kaupa fullu verði þjónustu sem aðrir njóta fyrir mun lægra verð vegna greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar. Kannski er slíkt ástand í þjóðfélaginu. Eg hef áður kallað stjórnmálamenn til ábyrgðar vegna þessa. Ef einhverjir þurfa að velja þjónustu lækn- anna í Læknalind vegna þess að þeir eiga ekki kost á annarri þjónustu þá er ábyrgð stjórnmálamanna mikil. En ég er eindreginn stuðningsmaður þess að læknar noti lækningaleyfi sitt til þess að bjóða þjónustu sína og að fólk eigi val um að kaupa sér slíka þjónustu hafi það efni og ástæður til.“ Er kerfið að opnast? Læknalind fellur ekki af himnum ofan í tómarúm því heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið hálf- gert vandræðabarn heilbrigðiskerfisins á undanförn- um árum. Hvert er álit formanns LI á því hvers vegna svo illa hefur gengið að byggja upp heilsugæsluna þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins geti við unað? „Það hefur ekki verið vilji til að setja nægt fjár- magn í hana, uppbyggingin hefur verið of hæg. Fram yfir 1990 var höfuðáherslan lögð á uppbygg- ingu heilsugæslunnar í dreifbýli en reynt að halda í horfinu á Reykjavíkursvæðinu. Þar var uppbygg- ingin miklu hægari. Upp úr 1990 átti að setja aukinn kraft í hana en það gekk ekki sem skyldi. Frá 1988 hefur enginn komist inn á samning sem sjálfstætt starfandi heimilislæknir svo það má segja að verið sé að láta þá deyja út sem stétt. Kerfið hefur því ver- Læknablaðið 2002/88 343
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.