Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 56
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA VEGGSPJÖLD V 01 Æðaæxli í lifur Páll Helgi Möller', Línda Myllymáki2, Kristín Huld Haraldsdóttir2, Björn Ohlsson2, Karl-Göran Tranberg2 'Almenn skurðdeild Landspítala Hringbraut, 'skurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Æðaæxli (hemangioma) í lifur finnast oft fyrir tilviljun. Fylgikvillar þeirra eru fáir en geta verið alvarlegir. Meðferð er eng- in nema ef sjúklingar hafa einkenni, æxlin stækka eða ef bráð blæð- ing með rofi á sér stað, en í slíkum tilvikum er mælt með aðgerð. Hér verður gerð grein fyrir reynslu okkar af meðhöndun sjúklinga með æðaæxli. Aðferð: Um er að ræða afturskyggna rannsókn á 38 sjúklingum með greininguna æðaæxli, 25 konur og 13 karla, meðalaldur 50 (bil 31-88) ár, sem voru meðhöndlaðir við skurðdeild háskólasjúkra- hússins í Lundi á tímabilinu 1970-2000. Sjúklingarnir voru rannsak- aðir með ómskoðun (n=35), tölvusneiðmynd (n=34), æðamynda- töku (angiography) (n=7), segulómun (n=16) og/eða sindurritun (scintigraphy) (n=3). Æxlið í lifur var að meðaltali 5,8 (bil 1,0-15) cm í þvermál. Niðurstöður: Tólf sjúklingar (32%) fóru í aðgerð vegna óklárrar greiningar (n=7), einkenna (n=2) eða vegna bráðrar blæðingar (n=3). Æxlið sem var fjarlægt var að meðaltali 5,4 (bil 2-11) cm í þvermál en 6,0 (bil 1-15) cm fyrir þau æxli sem ekki voru fjarlægð. Greiningin hjá þeim sjúklingum sem fóru í aðgerð var æðaæxli (n=9), æðaæxlissarkmein (hemangiosarcoma) (n=l), bólótt kirtil- sarkmein í lifrarpípu (hepatocholangiocystadenocarcinoma) (n=l) og æxli upprunið í lifur (primary liver cancer) (n=l). Sjúklingurinn sem var með æðaæxlissarkmein veiktist með losti og var með mikið blóð í kviðnum. Hinir tveir sjúklingarnir sem voru með illkynja fyrirferð fóru í aðgerð vegna blæðingar og breytingar í stærð og vegna gruns um illkynja breytingu á röntgen. Þrír sjúklingar (25%) fengu fylgikvilla eftir aðgerð, blæðingu og lungnabólgu (n=l), blóð- tappa (n=l) og blæðingu (n=l). Skurðdauði var enginn. Einn sjúk- lingur með krabbamein í kvensköpum (vulva) reyndist hafa húð- trefjahnúður (sclerosing hemangioma). Sjúklingar sem fengu enga meðferð hafa verið einkennalausir. Alyktun: Æðaæxli samkvæmt myndgreiningu sem gefa ekki ein- kenni þarfnast ekki aðgerðar þar sem hættan á bráðri blæðingu virðist vera lítil. Æðaæxli með afbrigðilegt útlit og/eða sem gefa ein- kenni á að fjarlægja. í okkar efnivið voru 25% slíkra æxla illkynja. V 02 Þétt fyrirferð í lifur af óþekktum uppruna Páll Helgi Möller', Kristín Huld Haraldsdóttir2, Linda Myllymáki2, Björn Ohlsson2, Karl-Göran Tranberg2 'Almenn skurðdeild Landspítala Hringbraut, 2skurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð Inngangur: Staðbundinn hnútóttur vefjaauki (focal nodular hyper- plasia, FNH), og kirtilæxli upprunnið í lifur (liver cell adenoma, LCA) eru algengustu góðkynja þéttu æxlin í lifur. LCA geta orðið illkynja og jafnvel rofnað en slík hætta er ekki álitin vera til staðar hjá FNH. Vandamálið er að geta skilið á milli þessara tveggja æxla og frá illkynja æxlum þar sem útlitið á röntgenmynd er ekki alltaf augljóst. Aðferð: Um er að ræða afturvirka rannsókn á 42 sjúklingum, 38 konum og fjórum körlum, með meðalaldur 40 (bil 8-78) ár, sem voru meðhöndlaðir við skurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi á árunum 1970-2000. Sjúklingarnir voru með eitt eða fleiri þétt æxli í lifur sem oftast greindust við rannsókn á óljósum kviðverkjum eða við aðgerð vegna annars sjúkdóms. Æxlið var að meðaltali 6 (bil 1- 18) cm í þvermál. Rannsókn var gerð við ómskoðun (n=33), tölvu- sneiðmynd (n=36), æðamyndatöku (angiography) (n=15), sindur- ritun (scintigraphy) (n=12) og/eða segulómun (n=ll). Ekki var hægt að útiloka illkynja greiningu með vissu jafnvel þótt flestar rannsóknirnar bentu til góðkynja æxlis og þá oftast FNH. Niðurstöður: Úrnám (resection) var framkvæmd hjá 33 sjúklingum (79%), kviðarholsskurður og taka vefjasýnis (biopsy) hjá sex (14%) og kviðsjárspeglun með töku vefjasýnis hjá þremur (7%). Endanleg greining var FNH (n= 28), LCA (n= 5), lifrarpípu kirtilæxli (hepato- biliary) (n=l), staðbundin fituhrörnun (focal steatosis) (n=3), ill- kynja (oncocytoma) (n=l), krabbamein upprunið í lifur (primary liver cancer) (n=2), gallblöðrukrabbamein (n=l) og hnútótt netju- hersli (nodular fibrosis) (n=l). Af þeim sjúklingum sem talið var að væru með LCA voru þrír sjúklingar með gallblöðrukrabbamein, krabbamein upprunið í lifur eða illkynja og var meðferðin blóð- flæðisskerðing til lifrar (dearterialisation) (n=l) eða úrnám (n=2). Einn sjúklingur sem talinn var vera með FNH reyndist hafa krabba- mein upprunnið í lifur. Eftir aðgerð fengu tveir (6%) af þeim 33 sjúklingum sem fóru í lifrarúrnám kviðarholssýkingu (intraabdom- inal abscess) og tveir aðrir (6%) minniháttar fylgikvilla. Skurðdauði var enginn. Alyktun: Þrátt fyrir sterk en ekki örugg klínísk eða röntgenologísk merki um góðkynja þétta fyrirferð í lifur var endanleg greining illkynja hjá 10% sjúklinganna. Lifrarúrnám, eða í völdum tilfellum sýnataka, er mikilvægur hluti af meðhöndlun sjúklinga með þétta fyrirferð í lifur, sérstaklega ef hægt er að framkvæma aðgerðina með lágri tíðni fylgikvilla og skurðdauða. V 03 Endurkoma þekjufrumukrabbameins 34 árum eftir frumgreiningu. Sjúkratilfelli Torfi Þ. Höskuldsson', Bjarni A. Agnarsson2, Páll Helgi Möller', Höskuldur Kristvinsson' 'Almenn skurðdeild, Tannsóknarstofa Háskólans í meinafræði, Landspítala Hringbraut Um er að ræða 69 ára gamla konu sem leitar til læknis vegna nokk- urra mánaða sögu um vaxandi þrýstingstilfinningu frá grindarholi, krampakennda verki og hægðatregðu. I heilsufarssögu kemur fram að konan fór í algert brottnám á legi 1966 vegna slímmyndandi krabbameins sem greindist í sepa í leg- hálsi. Sjö árum síðar greindist samskonar æxlisvöxtur í lífhimnu við þvagblöðru og voru eggjastokkar þá fjarlægðir og kom þá í ljós sams- konar æxlisvöxtur í vinstri eggjastokk. í sömu aðgerð var tekin fyrir- ferð á buguristli og reyndist það vera meinvarp. í kjölfar aðgerðar fór konan í geislameðferð á grindarholi og krabbameinslyfjameð- ferð. A næstu tveimur árum var gerð kviðsjárspeglun með árs milli- bili og var ekki hægt að sýna fram á endurkomu krabbameinsins. Rannsókn nú með tölvusneiðmynd sýndi fyrirferð í grindarholi og ómskoðun gegnum leggöng sýndi æðaríka fyrirferð sem talið var líklegast að væri útgengin frá endaþarmi. Konan var tekin til aðgerðar þar sem gerð var kviðsjárspeglun. Reyndist hún hafa æxli útgengið frá smágirni og var það numið brott. Ekki sáust frekari merki um æxlisvöxt í kviðarholi. 324 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.