Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA ERINDI E 01 Rafeyðing á hvekk um þvagrás - reynsla á handlækningadeild FSA Valur Þór Marteinsson Handlækningadeild FSA Inngangur: Algengasta skurðaðgerð við hvekkauka hefur verið hvekkúrnám um þvagrás („TURP"). Reynt hefur verið að gera endurbætur á þeirri tækni og ein þeirra er svokölluð rafeyðing (electrovaporization) á hvekk um þvagrás (RÁHUÞ). Aðferðin var fyrst kynnt árið 1993 og tekin í notkun á FSA 1997. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kynna hina nýju tækni, kanna öryggi, fylgikvilla og árangur aðgerðarinnar fyrstu fimm árin. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár allra sjúklinga er undirgengust RÁHUÞ (af greinarhöfundi) á h-deild FSA á tímabilinu 1997-2001 voru yfirfarnar. Um var að ræða 36 sjúklinga og hjá 22 (61%) var þvagteppa aðalábending aðgerðar. Þrír sjúklingar höfðu þekkt ill- kynja æxli í hvekk. Aðgerðin var framkvæmd í mænu- eða utan- bastsdeyfingu. Notuð voru hefðbundin speglunartæki til aðgerðar á hvekk, en í stað skurðlykkju var notað sérstakt kefli/hjól (rollerball) sem rennt var eftir vefnum. Straumstyrkur var á bilinu 250-300 W. Hjá 18 (50%) sjúklingum var einnig skorinn vefur með skurðlykkju í lok aðgerðar (samlokuaðgerð). Við tölfræðilega úrvinnslu var not- ast við forritið Excel®. Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 76,8 ár (bil 56-94) og miðtala áhættullokks (ASA) var II. Heildarfjöldi legudaga var 5,3 dagar að meðaltali og 3,5 dagar (miðtala 3) eftir aðgerð. Aðgerðartími var 29,3 mín. að meðaltali (bil 13-46) og 8,3 gr af hvekkvef voru fjarlægð að meðaltali þegar vefur var líka skorinn. Enginn sjúklingur dó < 30 daga frá aðgerð. Allir útskrifuðust. Enginn þurfti á blóðgjöf að halda í eða eftir aðgerð og engin enduraðgerð var < 30 daga. Fjórir (11%) fengu fylgikvilla < 4 vikna (blóðmiga, þvagteppa. þvagfæra- sýking 2) og tveir (5,5%) þurftu síðar að undirgangast blöðruháls- skurð um þvagrás sökum blöðruhálsþrengsla (annar með æxlis- vöxt). Tveir (5,5%) sjúklingar með staðfest illkynja æxli í hvekk hafa viðvarandi þvagteppu. Ályktun: RÁHUÞ sýnist vera örugg og tæknilega góð aðgerð ein sér eða sem samlokuaðgerð. Enginn skurðdauði var og blóðgjafir reyndust óþarfar. Fylgikvillar voru fáir og engir alvarlegir. Árangur er sambærilegur við erlendar rannsóknir. E 02 Hvekkúrnám eða rafeyðing á hvekk um þvagrás: samanburður á aðgerðarþáttum og skammtíma fylgikvillum Valur Þór Marteinsson Handlækningadeild FSA Inngangur: Algengasta skurðaðgerð við hvekkauka hefur verið hvekkúrnám um þvagrás (HUÞ, “TURP"). Reynt hefur verið að gera endurbætur á þeirri tækni og ein þeirra er svokölluð rafeyðing (electrovaporization) á hvekk um þvagrás (RÁHUÞ). Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman HUÞ við RÁHUÞ með tilliti til aðgerðaþátta, legutíma og skammtíma fylgikvilla. Efniviöur og aðferðir: Sjúkraskrár allra sjúklinga er undirgengust RÁHUÞ (hópur A=34 sjúklingar) á H-deild FSA á tímabilinu 1997-2001 og HUÞ (hópur B=48 sj.) á tímabilinu 01.04/95-31.01/96 voru yfirfarnar. Sjúklingar er áður höfðu greinst með illkynja æxli í hvekk voru útilokaðir. Aðgerðin var frantkvæmd í mænu- eða utan- bastsdeyfingu. Notast var við hefðbundin speglunartæki með skurðlykkju til HUÞ, en í stað skurðlykkju var notað sérstakt kefli/ hjól (rollerball) við RÁHUÞ sem rennt var eftir vefnurn. Hóparnir voru sambærilegir hvað varðaði aldur og áhættuflokk (ASA). Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við forritið Excel® og marktekt miðaðist við p-gildi <0,05. Niðurstöður: Heildarfjöldi legudaga var 5,4 í hópi A og 8,6 í hópi B (meðaltal, p=0,0001) og fjöldi legudaga eftir aðgerð var líka styttri hjá hópi A en B (3,6 á móti 6,5 dögum, p=0,0005). Ekki var mark- tækur munur á aðgerðartíma (29,7 mín. í hópi A, 27,5 mín. í hópi B). Enginn sjúklingur dó < 30 daga frá aðgerð. Enginn sjúklingur þurfti á blóðgjöf að halda í eða eftir aðgerð í hópi A, en þrír (6,2%) í hópi B. Fimm (14,7%) sjúklingar í hópi A fengu fylgikvilla < 6 vikna (blóðmiga, þvagteppa, blöðruhálsþrengsli, þvagfærasýking 2 sjúk- lingar), en tveir (8,3%) í hópi B (blóðmiga, þvagfærasýking). Ályktun: RÁHUÞ og HUÞ sýnast vera sambærilegar hvað varðar aðgerðartíma og fylgikvilla í heildina tekið, en legutími var lengri við HUÞ. í hvorugum hópnum dóu sjúklingar < 30 daga frá aðgerð. Fylgikvillar voru fáir og engir alvarlegir. Blæðingarhætta er minni eftir RÁHUÞ og getur því hugsanlega verið vænlegri kostur hjá áhættumeiri sjúklingum. E 03 Bleikfrumuæxli (oncocytoma) í nýrum greind á islandi 1984-2001 Tómas Guðbjartsson''3, ÁsgeirThoroddsen', Sverrir Harðarson45, Vigdís Pétursdóttir4, Kjartan Magnússon2, Þorsteinn Gíslason', Guðmundur V. Einarsson'5 1 Þvagfæraskurðdeild og! krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut, 'skurðdeild Brigham Harvard sjúkrahússins í Boston, 'rannsóknastoía Háskóla íslands í meinafræði, ’læknadeild Háskóla íslands. Inngangur: Bleikfrumuæxli eru sjaldgæf æxli í nýrum sem erfitt get- ur verið að aðgreina frá nýrnakrabbameini. Klínísk hegðun þeirra er oftast góðkynja enda þótt meinvörpum frá þeim hafi verið lýst. Þessi rannsókn er hluti af viðamikilli rannsókn á æxlum í nýrum sem greinst hafa á Islandi frá árinu 1955. Markmið rannsóknarinnar er að kanna nýgengi þessara æxla hér á landi og athuga klíníska hegðun þeirra með sérstaka áherslu á lífshorfur sjúklinga eftir greiningu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra íslendinga sem greindust með bleikfrumuæxli í nýrum á tímabilinu 1984-2001. Farið var yfir vefjasýni allra illkynja nýrnaæxla á þessu tímabili og klínískar upplýsingar fengnar úr sjúkraskrám, dánar- meina- og þjóðskrá. Niðurstöður: Frá 1984-2001 greindust 38 sjúklingar með bleik- frumuæxli á íslandi (nýgengi 0,7/100.000 ári) sem er 6% greindra nýrnafrumukrabbameina á sama tímabili. Meðalaldur var 71 ár (bil 52-86 ár) og kynjaskipting jöfn. Flestir (65%) sjúklinganna greind- ust fyrir tilviljun, oftast við myndrannsóknir á kviði (91%). Blóð- miga, kviðverkir og þyngdartap leiddu til greiningar hjá sjö sjúk- lingunt (19%). Sex sjúklingar (16%) greindust við krufningu. Blóð- gildi og sökk voru eðlileg í öllum tilvikum nema hjá tveimur sjúk- lingum sem höfðu vægt hækkað sökk. Allir sjúklingarnir voru á Robson-stigi I nema einn sem greindist á stigi II. Meðalstærð æxl- anna var 4,7 cm (bil 1,4-10 cm) og ekki marktækur munur á hægra (n=17) og vinstra nýra (n=13) (p>0,l). Enginn sjúklinganna hefur greinst með meinvörp við eftirlit. Af 32 sjúklingum sem greindust á lífi eru tíu dánir, allir vegna óskyldra sjúkdóma. Fimm- og 10-ára lífshorfur (hráar) reyndust 73% og 65%. Allir sjúklingarnir gengust undir skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt, þar af tveir undir hlutabrottnám en annar þeirra lést á 2. degi eftir aðgerð. 310 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.