Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNALIN D
Læknalind opnuð í Kópavogi
Skiptir máli fyrir lækna að þetta takist
í byrjun mars opnuðu læknarnir Guðbjörn Björns-
son og Sverrir Jónsson læknastofu í Kópavogi og
nefndu hana Læknalind. Þessi stofa er frábrugðin
öðrum einkareknum stofum að því leyti að eigendur
hennar hafa ekki gert samning við Tryggingastofnun
ríkisins um kostnaðarþátttöku heldur byggist starf-
semi stofunnar á því að fólk skráir sig í „áskrift" og
greiðir fast mánaðargjald. í staðinn fá sjúkiingar
tryggingu fyrir þjónustu læknis samdægurs ef þeir
hringja fyrir kl. 14.
Læknalind er enn eitt dæmið um þá deiglu sem
heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er í um þessar
mundir. Eins og kunnugt er hefur hin opinbera
heilsugæsla ekki undan að veita almenningi þjónustu,
komur í hana haldast ekki í hendur við fólksfjölgun á
sama tíma og komum á Læknavaktina fjölgar ört.
Heimilislæknar í borginni hafa ekki fengið að opna
stofur eins og áður var með samningi við TR um
greiðsluþátttöku. Þetta ástand hefur ýtt undir það að
læknar reyni að bijótast úr þeim þröngu skorðum
sem þeim eru settar og Læknalind er ein þeirra til-
rauna.
En hvernig hefur þeim félögum, Guðbirni og
Sverri, verið tekið?
„Viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar, bæði
meðal almennings og kolleganna,“ segja þeir þar sem
við sitjum yfir kaffibolla í húsakynnum Læknalindar
við Bæjarlind í nýjasta hverfi Kópavogs. „Við höfum
ekki rekið okkur á aðra veggi en þann að mega ekki
auglýsa þjónustu okkar nema mjög takmarkað. Regl-
urnar um auglýsingar eru orðnar gamlar og úreltar en
við verðum að laga okkur að þeim.
Við höfum hins vegar fengið ágætis umfjöllun í
fjölmiðlum og fólk hefur tekið við sér. Fólk leitar til
okkar þegar það þarf á okkur að halda og allir hafa
sína sögu að segja, oftast um bið og tafir í heilbrigðis-
kerfinu. Til okkar kemur alls konar fólk og fæstum
finnst mikið að greiða 2.850 kr. á mánuði fyrir öruggt
aðgengi að lækni. Við finnum ekki fyrir stéttaskipt-
ingu því til okkar kemur fólk úr flestum stéttum, þar
á meðal þó nokkrir öryrkjar, en mest er um venjulegt
fjölskyldufólk."
Öll almenn heilbrigöisþjónusta
Markmið Læknalindar er að veita alla almenna lækn-
isþjónustu og sinna heimilislækningum og heilsu-
vernd á hefðbundnum opnunartíma milli 8 og 18 á
virkum dögum. Auk þeirra Guðbjörns og Sverris
starfar Danfríður Kristjónsdóttir hjúkrunarfræðingur
og ljósmóðir við stofuna að ógleymdri Lindu Hrönn
Magnúsdóttur ritara.
„Við sinnum forvörnum með þeim hætti að þeir Sverrír (jyrír miðju) og
sem eru skráðir viðskiptavinir okkar og tilheyra Guðbjörn ásamt Lindu
ákveðnum aldurs- eða áhættuhópum eru kallaðir inn Hrönn ritara í Lœknalind.
til reglubundinnar skoðunar þar sem leitað er að
áhættuþáttum sjúkdóma. Þetta hefur mælst vel fyrir,
ekki síst meðal karla sem komnir eru á miðjan ald-
ur,“ segja þeir félagar.
Við þetta má bæta því að mæðravernd og ung-
barnaeftirlit er meðal þeirrar þjónustu sem Lækna-
lind veitir. Þar er hægt að gera einfaldar blóð- og
þvagrannsóknir og sinna bólusetningum, smáaðgerð-
um og slysaþjónustu þegar um er að ræða minnihátt-
ar áverka. Séu vandamálin stærri í sniðum er viðkom-
andi vísað til sjúkrahúsa eða sérfræðinga eftir því sem
við á.
Guðbjörn og Sverrir vilja benda fólki á að enginn
missir neinn rétt í almenna heilbrigðiskerfinu við það
að skipta við Læknalind. Þeir taka líka fram að þótt
stofan sé í þessu tiltekna hverfi í Kópavogi þá sé hún
ekki bundin við íbúa þess hverfis heldur opin öllum
sem þurfa á læknisþjónustu að halda.
Að auka faglegan metnaö
Þeir Guðbjörn og Sverrir vilja fyrirbyggja þann mis-
skilning að þeir séu að setja upp einkarekna stofu að
bandarískri fyrirmynd. „Svona stofur eru algengar í
Svíþjóð og Noregi og víðar í Evrópu. Við erum því
ekki að gera neitt nýtt. Við lítum ekki svo á að við sé-
um í samkeppni við einn eða neinn, þetta er viðbót-
arkostur sem almenningi stendur til boða.“
í ljósi þess að einkarekstur heimilislækna hefur
verið takmörkunum háður undanfarin ár er eðlilegt
Læknablaðið 2002/88 341