Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 93

Læknablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 93
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÁMSKEIÐ Námskeið um starfsframa og lýðheilsu Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands efnir til tveggja námskeiða í apríl sem ættu að höfða til lækna enda haldin í samvinnu við samtök sem standa læknum nærri. Fyrra námskeiðið verður dagana 23. og 24. apríl og ber heitið Heilsa og starfsframi - áhrifálags ístarfi og kynbtmdnir erfiðleikar. Þetta námskeið er haldið í samvinnu við Félag kvenna í læknastétt á íslandi. Fjallað verður um heilsu og álag í starfi með skírskotun til kynbundinna erfiðleika. Skoðaður verður framgangur kvenna í starfi, menntun og starfsvali og velt upp spurning- unni hvort fjölskyldumál og skortur á fyrirmyndum dragi úr möguleikum kvenna til metorða. Einnig verður leitað svara við þessum spurningum: Fá stúlk- ur sömu hvatningu og drengir að vera ákveðnar, metnaðargjarnar og kappsamar? Er mismunandi uppeldi og kröfur til drengja og stúlkna stúlkunum fjötur um fót? Hvernig bregðast konur og karlar við álagi, áreitni í starfi og námi? Umsjón með námskeiðinu hafa Halldóra Ólafs- dóttir, Helga Hannesdóttir og Sigurlaug M. Karls- dóttir geðlæknar á LSH en aðalfyrirlesarar eru Car- ole C. Nadelson og Donna E. Stewart. Nadelson er prófessor í geðlækningum við Harvard Medical School í Boston og hefur stundað rannsóknir á heilsu- fari kvenna. Hún varð fyrst kvenna formaður banda- rísku geðlæknasamtakanna og stýrir útgáfufyrirtæk- inu Psychiatric Press. Stewart er prófesssor í ijölskyldu- og samfélagslækningum við Háskólann í Toronto og við General sjúkrahúsið í Toronto, Kanada. Hún hef- ur stundað rannsóknir á heilsu lækna í Kanada. Síðara námskeiðið er í samvinnu Félag um lýð- heilsu og fjallar um lýðheilsu og heilsueflingu. Nám- skeiðið stendur dagana 25. og 26. apríl og tveir þekkt- ir breskir sérfræðingar verða meðal fyrirlesara. Á námskeiðinu verður fjallað um undirbúning og framkvæmd verkefna á sviði lýðheilsu í ljósi þróunar undanfarinna áratuga. Jafnframt verður fjallað um vísindavinnu og útgáfu fræðilegra greina um sama efni. Þrír fyrirlesarar verða á námskeiðinu: dr. Geir Gunnlaugsson yfirlæknir Miðstöðvar heilsuverndar barna við heilsugæsluna í Reykjavík en hann er for- maður Félags um lýðheilsu og tveir Bretar, dr. Gordon MacDonald yfirmaður lýðheilsu og heilsu- gæslu við Háskólann í Glamorgan, School of Care Science í Wales og dr. Diane Watkins yfirmaður heilsugæslu og heilsueflingar við University of Wales, College of Medicine, School of Nursing. Öll hafa þau mikla reynslu af störfum á sviði lýð- heilsu og heilsuvernd og hafa sinnt kennslu og rann- sóknum. Gordon MacDonald er svæðisritstjóri vís- indaritsins Health Promotion International og í rit- stjórn fleiri tímarita, hann hefur gefið út bækur og verið ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni, Alþjóðabankanum og framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. Kennslan á námskeiðinu verður í formi fyrirlestra og vinnusmiðja og fer fram á ensku. Sérlyfjatexti Seretide Seretide Diskus GlaxoSmithKline, R 03 AK 06 R.B , ,, Innúðaduft (duft í afmældum skömmtum til innúðunar með Diskus-tæki). Hver afmældur skammtur inniheldur: Salmeterolum INN, xinafóat 72,5 míkróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 mikrog og Fluticasonum INN. propionat 100 míkróg, 250 mikróg eða 500 míkróg. Ábendingar: Seretide er ætlaö til samfelldrar meðferðar gegn teppu i öndunarvegi, sem getur gengið til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorðnum, þar sem samsett meðferð (berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á við s.s.: Hjá sjúklingum sem svara viðhaldsmeðferð með langvirkandi berkjuvikkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir að nota barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meðferð, sem þurfa barkstera til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfið er eingöngu ætlað til innöndunar um munn. RáotogtlirskammtarfyrirfullorOntiogbörnrldricn !2dra:Einn skammtur (50 míkróg+100 míkróg. 50 mikróg+250 mikróg eða 50 mikróg+500 mikróg) tvisvar á dag. Sérstakirsjúklingahópar. Ekki þarf aö breyta skömmtum hjá öldruðum eða sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. SkammtastœrOir handa börnum 4 óráog eldri: Einn skammtur (50 mikróg salmeteról og 100 míkróg flútikasónprópíónat) tvisvar á dag. Ekki cru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins Varnaðarorð og varúðarreglur: Meðferð á teppu i öndunarvegi, sem getur gengið til baka, ætti venjulega að fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti að meta út frá kliniskum einkennum og lungnaprófum. Lyfiö er ekki ætlað til meðhöndlunar á bráðum einkennum. i slikum tilfellum ætti að nota stuttverkandi berkjuvikkandi lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt að hafa viö höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt litið finnist af lyfinu i blóði er ekki hægt að útiloka milliverkanir við önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæði sérhæfðra og ósérhæfðra betablokka hjá sjúklingum með teppu í öndunarvegi, sem getur gengið til baka. nema að þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meðganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguðum konum og hjá konum með barn á brjósti ætti einungis að ihuga þegar væntanlegur hagur fyrir móður er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur eöa barn. Þaö er takmörkuð reynsla af notkun á salmeterólxínafóati og flútikasónprópiónati á meögöngu og viö brjóstagjöf hjá konum. Viö notkun hjá þunguðum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt. Aukaverkanir: Þar sem lyfiö inniheldur salmeteról og flútíkasónprópiónat má búast viö aukaverkunum af sömu gerö og vægi og af hvoru lyfinu fýrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtimis. Hæsi/raddtruflun, erting í hálsi, höfuöverkur, sveppasýking i munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1-2% sjúklinga við kliniskar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa verið tengdar notkun salmeteróls eða flútikasón- própiónats: Salmetcról: Lyfjafræöilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna. svo sem skjálfti. hjartsláttarónot og höfuöverkur hafa komiö fram, en hafa yfirleitt veriö timabundnar og minnkað við áframhaldandi meöferö. Algengar (>1%): Hjorta- og œöakcrfi: Hjartsláttarónot hraðtaktur MiOtaugakerfi: Höfuðverkjur. StoOkcrfi: Skjáifti, vöðvakrampi. Sjaldgæfar(<0.1%): A/mennor:Ofnæmisviðbrögð, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œOakerfi: Hjartsláttaróregla t.d. gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraðtaktur og aukaslög. HuO: Ofsakláði. útbroL Eftioskfft/:Kaliumskortur i blóði. StoOkcrfi: tiðverkjir, vöðvaþrautir. Flútikasónprópiónat: Algengar(>l%): Aimcnnar. Hæsi og sveppasýking i munm og hálsi. Sjaldgæfar(<0.1%): HúO: Ofnæmisviðbrögðum i húð. Öndunarvcgur. Berkjukrampi. Hægt er að minnka likurnar á hæsi og sveppasýkingum með þvi að skola munninn með vatm eftir notkun lyfsins. Einkenm sveppasýkmgar er hægt að meöhöndla meö staöbundinni sveppalyfjameðferð samtímis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öðrum innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér staö meö skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf að meðhöndla strax með skjót- og stuttverkandi berkjuvikkandi lyfi til innöndunar. Hætta verður notkun strax, ástand sjúklings skal metið og hefja aðra meöferð, ef þörf krefur. Pakkningar og verð: Diskus - tæki. Innúðaduft 50 mikróg + 100 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 250 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1. 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 500 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Seretide 50/100: 6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500: 10.045 krónur. 01.01.02. THvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal £t al. Can. Respir. J. 1999; 6 (1): 45-51. Tilvitnun 2: G Shapiro ft al, Am. J, Respir. CriLCare Med. 2000; 161:527-534. Læknablaðið 2002/88 361
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.