Læknablaðið - 15.09.2002, Síða 24
FRÆÐIGREINAR / BIÐLISTAR, KYN, ALDUR
háls-, nef- og eyrnadeild (33 vikur á móti 29 vikum,
p<0,05).
Alyktun: Rannsóknin leiddi í ljós að á íslenskum
sjúkrahúsum er í mörgum tilfellum verulegur og
marktækur munur á lengd biðtíma á biðlistum eftir
aldri og kyni sjúklinga. Ýmsar tilgátur komu fram til
að skýra þennan mun en frekari rannsókna er þörf til
að kanna hvort hann er afleiðing þarfamiðaðrar niður-
röðunar á biðlista eða raunverulegrar mismununar.
Inngangur
Lengd biðlista hefur á síðari árum verið meðal þeirra
mælikvarða sem notaðir eru til að meta gæði heil-
brigðisþjónustu (1-4). Til dæmis þykir stjórnvöldum í
mörgum nágrannalanda okkar hæfilega langir bið-
listar svo mikilvægt markmið að þar hafa verið sett
lög um hámarksbiðtíma eftir rannsóknum og aðgerð-
um. Hér á landi hefur engin slík löggjöf verið sett en
engu að síður er fylgst grannt með þróun mála á
þessu sviði, ekki síst hjá Landlæknisembættinu.
Þrisvar á ári berast embættinu upplýsingar um stöðu
biðlista í landinu. Þetta er gert til að fylgjast með
heildarfjölda sjúklinga á hverjum lista, auk breytinga
á meðalbiðtíma sjúklingahópsins. Skýringa er leitað á
þeim breytingum sem vart verður við og heilbrigðis-
kerfinu þannig veitt aðhald á þessu sviði. Slíkt aðhald
hlýtur að teljast mikilvægt þar sem óhóflega langir
biðlistar geta valdið sjúklingum og aðstandendum
þeirra verulegum óþægindum, skertum lífsgæðum og
jafnvel heilsutjóni.
Mikilvægt er að jafnræðis sé gætt við innköllun
sjúklinga af biðlistum. í flestum tilfellum þætti óeðli-
legt að ákveðinn hópur fengi skjótari afgreiðslu en
annar, til dæmis annað kynið umfram hitt eða yngra
fólk umfram það eldra. Umræða um slíka mismunun
hefur þó verið nokkur í þjóðfélaginu. Dæmi um þetta
var orðrómur sem upp kom innan Félags eldri borg-
ara þess efnis að aldraðir væru látnir sæta lengri bið
en þeir sem yngri voru. Félagið fór þess vegna fram á,
í desember árið 2000, að þetta yrði kannað formlega.
Markmið þeirrar rannsóknar sem hér birtist var
að kanna hvort kynbundið eða aldursbundið mis-
ræmi væri í raun til staðar. Það var því ákveðið að
gera samanburð á biðtíma fólks á biðlistum eftir kyni
og aldri. Biðlistum hefur hingað til ekki verið skipt
niður á þennan hátt heldur ávallt litið á sjúklingahóp-
inn sem heild.
Eina rannsóknin á biðlistum hérlendis sem fyrir
liggur er könnun Aðalheiðar Sigursveinsdóttur heim-
spekinema á starfsaðferðum sérfræðinga við niður-
röðun á biðlista, auk viðhorfa sérfræðinganna og
sjúklinganna sjálfra til listanna.
Niðurstöður Aðalheiðar benda til að vinnureglur
sérfræðinga séu ekki í föstum skorðum og nægi ef til
vill ekki til að koma í veg fyrir mismunun. Þær undir-
strika einnig þau óþægindi og óvissu sem margir sjúk-
Tafla 1. Biölistar meö 400 sjúklingum eöa fleirum í
maí 2001.
Deild Fjöldi á biölista
Almenn skurödeild LSH* Hringbraut 457
Augndeild LSH Hringbraut 679
Sameinuð bæklunarlækningadeild LSH 651
Reykjalundur (endurhæfing) 945
Háls-, nef- og eyrnadeild LSH Fossvogi 582
Lýtalækningadeild LSH Hringbraut 458
* LSH: Landspítali háskólasjúkrahús.
linganna verða fyrir á biðtímanum og þar með mikil-
vægi þess að fyllsta jafnræðis sé gætt við innköllun af
biðlistum (5).
Efniviöir og aöferöir
Valdir voru þeir biðlistar sem komu inn til Landlækn-
isembættisins í maí 2001 og voru með 400 sjúklinga
eða fleiri. Á töflu 1 má sjá deildirnar sem höfðu nægi-
lega langa biðlista, ásamt sjúklingafjölda á hverjum
lista.
Sú aðgerð/meðferð sem flestir biðu eftir var síðan
valin úr til að hafa sjúklingahópinn sem líkastan inn-
byrðis. Fyrir hvern biðlista (nema biðlista lýtalækn-
ingadeildarinnar þar sem eingöngu voru konur) var
sjúklingunum skipt niður á tvennan hátt:
1) I karla og konur.
2) í eldri hóp og yngri hóp (sem reynt var að hafa
jafnstóra).
Tafla II sýnir yfirlit yfir deildir, aðgerðir og fjölda
sjúklinga í hverjum hópi, það er fjölda karla og
kvenna, yngra fólks og eldra fólks.
Þessir hópar voru svo bornir saman með tilliti til
biðtíma, það er biðtími karla borinn saman við bið-
tíma kvenna og biðtími eldra fólks borinn saman við
biðtíma yngra fólks.
Mann-Whitney próf (U-próf) var notað til að
kanna hvort marktækur munur kæmi fram á biðtíma
þeirra hópa sem bornir voru saman. Miðgildi biðtíma
hvers hóps fyrir sig var einnig fundið.
Niöurstöður
Rannsóknin leiddi í ljós að á íslenskum sjúkrahúsum
hefur aldur og kyn í mörgum tilfellum veruleg og
marktæk áhrif á biðtíma á biðlistum. Ekki er þó full-
komið samræmi í því hvort kynið eða hvaða aldurs-
flokkur þarf að sæta lengri bið.
Á almennri skurðdeild bíða karlar lengur en kon-
ur á meðan konur bíða lengur en karlar á háls-, nef-
og eyrnadeild og á Reykjalundi.
Þegar munur á biðtíma aldurshópa er skoðaður
sést að á þremur deildanna, það er augndeild, háls-,
nef- og eyrnadeild og á Reykjalundi, bíður eldri hóp-
urinn lengur en sá yngri.
Niðurstöðurnar eru teknar saman í töflu III.
636 Læknablaðið 2002/88