Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 26

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 26
FRÆÐIGREINAR / BIÐLISTAR, KYN, ALDUR ígræðslu (14). Sams konar rannsóknir hafa verið gerð- ar í Bretlandi, þótt þar fyndist ekki jafnafgerandi mun- ur (15). Kom fram að konur biðu lengur en karlar eftir hjarta- og lungnaígræðslu (16). Þessi mismunun á biðlistum eftir líffæraígræðslum getur snert íslendinga einnig þar sem ígræðslur eru ekki gerðar hér á landi. Þess má og geta að mismunun milli kynja finnst ekki eingöngu á biðlistum. Rannsókn sem gerð var á Spáni árið 1995 leiddi í ljós að konur voru bæði látnar bíða lengur eftir afgreiðslu á bráðamóttöku og eftir endanlegri sjúkdómsgreiningu (17). Misræmið teygir sig því víðar en virðist við fyrstu sýn. Nokkrar erlendar rannsóknir hafa reynt að skýra þann biðtímamun sem fundist hefur milli kynja og aldurshópa og hafa ýmsar athyglisverðar niðurstöður komið fram, sérstaklega hvað varðar mismun sjúk- dómseinkenna eftir kynjum. Samkvæmt rannsókn- um gerðum í Svíþjóð og Finnlandi kvarta konur meira en karlar undan einkennum kransæðasjúk- dóms (18) og eru kvíðnari á biðtímanum (19). Ensk rannsókn sýnir enn fremur að konur kvarta meira undan verkjum í mjöðm meðan á bið eftir mjaðmar- aðgerð stendur (20). Þessar niðurstöður gætu átt þátt í að skýra lengri biðtíma karla eftir kransæða- og mjaðmaraðgerðum, fyndist slíkur munur, auk þess að hugsanlega gæti þessi munur átt við um fleiri sjúk- dóma og þannig komið inn í skýringartilgátur um biðtímamun. Ymsar skýringar á mismunandi biðtíma aldurshópa hafa einnig komið fram, lil dæmis sýndi finnsk rannsókn að sjúkdómar í hálskirtlum eru ekki þeir sömu milli aldurshópa og því ekki víst að raun- hæft sé að bera hópana saman í því tilfelli (21). Rannsókn Aðalheiðar Sigursveinsdóttur sem minnst var á í inngangi veitir einnig nokkrar hug- myndir að skýringum á mismunandi biðtíma hóp- anna. Kom þar fram að 62% sérfræðinga taka mið af aldri sjúklings við röðun á biðlista. Rúmur helmingur (66%) sérfræðinganna sögðust taka tillit til þess ef sjúklingurinn væri fyrirvinna sem ekki gæti stundað vinnu vegna veikinda. Hvort tveggja getur þetta átt þátt í að valda því misræmi í biðtíma kynja og aldurs- hópa sem hér kom fram. Einnig sögðu 44% sérfræð- inganna það hafa áhrif ef sjúklingurinn væri hátt settur í þjóðfélaginu og 32% þeirra sögðu lifnaðar- hætti sjúklings geta skipt máli þegar ákvörðun um stöðu hans á biðlista væri tekin. Full ástæða er til að athuga einnig biðtíma fólks eftir búsetu, efnahag, menntun og fleiru. Samkvæmt íslenskri rannsókn kom fram að menntun hefur sterk, vemdandi áhrif gegn kransæðasjúkdómum (22) og spurning hvort það skýrist af betri þjónustu heil- brigðiskerfisins við vel menntað fólk. Slík virðist að minnsta kosti vera raunin í Skotlandi þar sem krans- æðasjúklingar sem tilheyrðu lægstu stéttum þjóðfé- lagsins biðu lengur en aðrir eftir rannsóknum og meðferð (23). Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa tilefni til að fara nánar ofan í saumana á ástæðum þess biðtíma- munar sem fram kom. Mikilvægast er að fá úr því skorið hvort um raunverulega mismunun er að ræða eða hvort munurinn sé eðlileg afleiðing þarfamiðaðr- ar niðurröðunar á biðlista. Komi í ljós að misræmið sé afleiðing slíkrar röðunar væri vissulega mikilvægt að vinnureglur væru skýrar og sjúklingar og heilbrigðis- yfirvöld hefðu aðgang að þeim. Þakkir Bestu þakkir fær starfsfólk Landlæknisembættisins, og þá sérstaklega þær Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, Sigríður Haraldsdóttir og Hildur Björk Sigbjörns- dóttir starfsmenn heilbrigðistölfræðisviðs, íyrir gagna- söfnun, yfirlestur og góðar ráðleggingar. Þakkir fá einnig yfirlæknar þeirra deilda þar sem rannsóknin fór fram, það er Hannes Petersen, Mar- grét Oddsdóttir, Hjördís Jónsdóttir og Halldór Jóns- son. Síðast en ekki síst fær Þórður Harðarson kærar þakkir fyrir margvíslega aðstoð. Heimildir 1. Mooney G. The Danish health care system: it ain’t broke ... so don’t fix it. Health Policy 2002; 59:161-71. 2. Hurst J. The Danish health care system from a British perspective. Health Policy 2002; 59(2): 133-43. 3. van der Grinten TE, Kasdorp JP. Choices in Dutch health care: mixing strategies and responsibilities. Health Policy 1999; 50:105-22. 4. Yates J. Waiting for ENT opinion and treatment: will things ever improve? Clin Otolaryngol 2001; 26:197-213. 5. Sigursveinsdóttir A. Fyrstur kemur, fyrstur fær? Biölistar í heilbrigðisþjónustu. Óútgefin BA-ritgerö, Háskóli íslands, Heimspekideild, 1999. 6. Christensen U, Rasmussen S. Konsekvenser af ventetid til operation. K0benhavn: DIKE, 1998: 7-11. 7. Salinas Sanchez AS, Hernandez Millan I, Lorenzo Romero JG, Segura Martin M, Femandez Olano C, Virseda Rodriguez JA. Quality of life of patients on the waiting list for benign prostatic hyperplasia surgery. Qual Life Res 2001; 10: 543-53. 8. Echteld MA, van Elderen TM, van der Kamp LJ. How goal disturbance, coping and chest pain relate to quality of life: A study among patients waiting for PTCA. Qual Life Res 2001; 10: 487-501. 9. Sampalis J, Boukas S, Liberman M, Reid T, Dupuis G. Impact of waiting time on the quality of life of patients awaiting coronary artery bypass grafting. CMAJ 2001; 165: 429-33. 10. Groothoff JW, Kruijer SW, Post D. What determines waiting time for cataract surgery, knee arthroscopy and total hip arthroplasty and how satisfied are the patients?Ned Tijdschr Geneeskd 1995; 139:1489-93. 11. Brownlow HC, Benjamin S, Andrew JG, Kay P. Disability and mental health of patients waiting for total hip replacement. Ann R Coll Surg Engl 2001; 83:128-33. 12. Garg PP, Furth SL, Fivush BA, Powe NR. Impact of gender on access to the renal transplant waiting list for pediatric and adult patients. J Am Soc Nephrol 2000; 11: 958-64. 13. Wolfe RA, Ashby VB, Milford EL, Bloembergen WE, Agodoa LY, Port FK. Differences in access to cadaveric renal transplantation in the United States. Am J Kidney Dis 2000; 36:1025-33. 14. Klassen AC, Klassen DK, Brookmeyer R, Frank RG, Marconi K. Factors influencing waiting time and successful receipt of cadaveric liver transplant in the United States. Med Care 1998; 36:252-3. 15. Sharples LD, Roberts M, Parameshwar J, Schofield PM, Wallwork J, Large SR. Heart transplantation in the United Kingdom: who waits longest and why. J Heart Lung Transpl 1995; 14:236-43. 638 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.