Læknablaðið - 15.09.2002, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TILLAGA TIL L AG A B R E YTI N G A
Formaður, ritari, varaformaður og féhirðir skulu
kosnir hver fyrir sig til (taka út 2ja) tveggja ára í senn.
Annað árið skal kjósa formann og féhirði, en hitt
árið ritara og varaformann. Séu fleiri en (taka út 2)
tveir í framboði og falli atkvæði (taka út jafnt) að
jöfnu, skal kjósa aftur milli þeirra, sem flest atkvæði
hlutu. ('l'aka út Verði) Falli atkvæði aftur (taka út
jöfn) að jöfnu, eða hafi (taka út 2) tveir verið í kjöri
og atkvæði fallið (taka út jafnt) að jöfnu. skal hlut-
kesti ráða. Tveir meðstjórnendur skulu kosnir til eins
árs í senn. Verði atkvæði jöfn við kjör þeirra, skal
hlutkesti ráða.
Kjósa skal (taka út einn endurskoðanda) tvo skoð-
unarmenn og (taka út annan) einn til vara úr hópi
félagsmanna til eins árs í senn.
10. gr.
Verksvið stjórnar, allsherjaratkvæðagreiðslur,
vantraust á stjórn
Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda.
Stjórnin er ábyrg gagnvart aðalfundi.
Verksvið stjórnar er að sjá um daglegar framkvæmd-
ir, vera á verði um hag íslensku læknastéttarinnar,
félaga hennar og einstaklinga og sjá um framkvæmd-
ir á samþykktum aðalfundar. Hún kemur fram út á
við sem fulltrúi félagsins, veitir umsagnir og tilnefnir
í ráð og nefndir eftir því sem kveðið er á um í lögum
og reglum. Hún semur árlega skýrslu um starf félags-
ins og leggur fyrir aðalfund ásamt reikningum félags-
ins endurskoðuðum af (taka út tveim mönnum, en
annar þeirra skal vera löggiltur endurskoðandi) lög-
giltum endurskoðanda, er stjórnin fær til þess starfs
með kjörnum (taka út endurskoðanda) skoðunar-
mönnuin úr hópi félagsmanna. Stjórnin gætir eigna
félagsins og ber ábyrgð á vörslu þeirra. Hún skal gera
áætlun um fjárhag og starf félagsins fyrir næsta ár á
aðalfundi.
Fundir stjórnar eru lögmætir þegar meirihluti er
mættur á fundi.
Fundargerðir stjórnar skulu samþykktur á stjórnar-
fundi og undirritaðar af ritara.
Stjórn félagsins ræður framkvæmdastjóra, sem veitir
skrifstofu félagsins forstöðu. Framkvæmdastjóri ræð-
ur aðra starfsmenn í samráði við stjórnina.
Óski a.m.k. 100 félagsmenn eftir allsherjaratkvæða-
greiðslu allra lækna í (taka út svæðafélögum) aðildar-
félögum milli aðalfunda um málefni er varða félags-
menn ber stjórn LI að láta slíka atkvæðagreiðslu/ara
fram (flutt til)innan fjögurra vikna. Meirihlutasam-
þykkt í slíkri atkvæðagreiðslu (taka út verði) er bind-
andi fyrir stjórn LI svo fremi a.m.k. helmingur
skráðra félagsmanna (taka út svæðafélaganna) aðild-
arfélaganna hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni.
Meirihluti aðalfundar getur á sama hátt skotið mál-
um til slíkrar allsherjaratkvæðagreiðslu.
Vantraust á stjórnina skal borið fram skriflega og
undirritað af minnst helmingi kjörinna fulltrúa á
næsta aðalfundi á undan. Stjórninni er skylt að boða
til aukaaðalfundar um vantraustið innan tveggja
vikna, og skal fundurinn boðaður með fjögurra vikna
fyrirvara. Samþykki a.m.k. 2A kjörinna fulltrúa van-
traustið, skal fundurinn kjósa bráðabirgðastjórn til
næsta reglulegs aðalfundar.
11. gr.
Formannafundur
Stjórn LI skal halda fund með formönnum aðildar-
félaganna eða fulltrúum þeirra, a.m.k. einu sinni milli
aðalfunda.
Á fundi þessum skal stjórnin gera grein fyrir af-
greiðslu sinni á ályktunum síðasta aðalfundar, stöðu
helstu mála og annarri starfsemi félagsins.
Óski meirihluti formanna aðildarfélaga eftir slíkum
fundi, skal hann haldinn innan fjögurra vikna þaðan í
frá.
Formannafund skal boða skriflega með a.m.k. (taka
út 2ja) tveggja vikna fyrirvara.
Á formannafund skal bjóða formönnum samninga-
nefnda og annarra helstu starfsnefnda félagsins svo
og formönnum annarra félaga lækna og gestum skv.
nánari ákvörðun stjórnar hverju sinni.
(Taka út Félags eldri lækna, Félags íslenskra
heimilislækna, Félags ungra lækna, Félags yfirlækna
og Sérfræðingafélags íslenskra lækna.)
V. KAFLI.
Um fjármál félagsins
12. gr.
Árgjöld
Félagsnienn í LI og aðildarfélögum greiða árgjald
eftir ákvörðun aðalfundar félagsins, sem rennur í fé-
lagssjóð LI og er ætlað að standa straum af rekstri
félagsins. Aðalfundur LÍ ákveður árgjald til LÍ fyrir
hvern gjaldskyldan félaga og annast LI innheimtu
þess og skilar hluta (taka út svæðafélagsins) aðildar-
félagsins í árgjaldinu til aðildarfélagsins. Árgjöld
þeirra lækna sem eiga beina einstaklingsaðild að LI
renna óskipt til félagsins.
Læknablaðið 2002/88 661