Læknablaðið - 15.09.2002, Síða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LYFJAEFTIRLIT
Bréf til Lyfjastofnunar frá formanni LÍ
Lyfjastofnun
b.t. Daníels Viðarssonar
Eiðistorgi 13-15
172 Seltjarnarnes
Kópavogi 20.08. 2002
Efni: Dreifibréf nr. 7/2002/LS
Ofangreint dreifibréf var sent til lækna og tannlækna
sem fengu gíróseðil til greiðslu lyfjeftirlitsgjalds 2002.
I dreifibréfinu er óskað eftir skriflegum athugasemd-
um, ef einhverjar eru.
Undirritaður fékk sendan gíróseðil til greiðslu
lyfjaeftirlitsgj alds 2002 og vill af því tilefni mótmæla
gjaldtökunni sem ólögmætri og gera eftirfarandi at-
hugasemdir.
Tilurð gjaldsins í núverandi mynd er að finna í 3.
gr. laga nr. 108/2000 sem er breyting á 3. gr. Lyfjalaga
nr. 93/1994, en þar er m.a. kveðið á um að Lyfjastofn-
un leggi árlegt eftirlitsgjald á eftirlitsskylda aðila er
stofnunin hefur reglubundið eftirlit með. Samkvæmt
greininni eru eftirtaldir aðilar eftirlitsskyldir:
1. lyfsöluleyfishafar,
2. lyfjasölur lœkna,
3. lyfjasölur sveitarfélaga,
4. lyfjagerðir,
5. lyfjaheildsalar,
6. lyfiaumboðsfyrirtœki,
7. dýralœknar,
8. heUbrigðisstofnanir, sjúkrahús og heilsugœslu-
stöðvar,
9. lœknastöðvar.
í sömu grein segir einnig:
Eftirlitsgjald skal ákvarðað á eftirfarandi hátt:
3. Vegna starfsemi dvralœkna (undirstrikun SS),
heilbrigðisstofnana, sjúkrahúsa, heilsugœslustöðva
og lœknastöðva (undirstrikun SS) 0,3% afheildar-
fjárhœð lyfjainnkaupa (heildsöluverð án virðis-
aukaskatts) árið á undan álagningarári. Fjárhœð
eftirlitsgjaldsins skal þó aldrei vera lœgri en 7.500
kr. á ári.
í ofangreindu ákvæði er að finna tæmandi taln-
ingu á því hverjir eru eftirlitsskyldir. Var ákvæðinu
breytt í þessa mynd með lögum nr. 108/2000 en í
frumvarpi með þeim lögum segir:
Eðlilegt verður að telja að lyfjaiðnaðurinn greiði
gjald vegna eftirlitsskyldrar starfsemi sinnar, en
eftirlit með lyfjadreifingu er ein mikilvœgasta for-
senda þess að mega starfa. Þeir þœttir er lúta að ör-
yggi og gœðum í lyfjadreifmgu eru þar mikilvœg-
astir. í núgildandi lögum kemur fram að leggja
skuli árlegt eftirlitsgjald á þau fvrirtœki oe stofn-
anir (undirstrikun SS) sem Lyfjaeftirlit ríkisins hef-
ur eftirlit með. Hér er lagt til að eftirlitsskyldir aðil-
ar verði taldir upp í lögunum.
í frumvarpinu er því skýrt að verið er að breyta
eftirlitsskyldum aðilum úr því að vera fyrirtæki og
stofnanir í þá aðila sem upp eru taldir í níu töluliðum.
í þeirri upptalningu er ekki að finna einstaka lækna
sem kaupa lyf í eigin nafni. Ef ætlun löggjafans hefði
verið sú að láta ákvæðið einnig ná til lækna hefði
verið hægur vandi að taka það fram eins og gert er
gagnvart dýralæknum. En eins og kunngt er starfa
dýralæknar bæði á dýralæknastöðvum og á vettvangi
í sjúkravitjunum.
í tilvitnuðu dreifibréfi er að finna vangaveltur
stofnunarinnar um að læknar og tannlæknar sem
uppfylli ekki skilyrði Lyfjalaga um kaup lyfja í lyfja-
heildsölu greiði ekki eftirlitsgjald. Er það sjálfgefið. í
lögunum er hins vegar gert ráð fyrir að læknar og
tannlæknar getj keypt lyf í heildsölu sbr. eftirfarandi
tilvitnun úr 30. gr. laganna:
Lyfjaheildsölum er heimilt að selja lyflyfsöluleyfis-
höfum, stofnunum sem hafa lyfjafræðing í þjóm-
ustu sinni og reknar eru samkvœmt lögum um heil-
brigðisþjónustu eða öðrum sérlögum, lœknum oe
tannla’knum til notkunar á eit'in stofum eða í
siúkravitiunum (undirstrikun SS) og þeim til-
raunastofum sem vinna að rannsóknum lyfja.
Kostnaður lœkna og tannlækna vegna slíkra lyfja-
kaupa fellur undir reksturskostnað.
Tilvitnuð heimild í 30. gr. kom inn í lög með gildis-
töku Lyfjalaga nr. 93/1994. Segir í frumvarpi sem
varð að þeim lögum eftirfarandi:
Lyfjaheildsölum verður heimilt að selja lyf tilfleiri
aðila en verið hefur. Með heimild til að selja lyftil
heilbrigðisstofnana, sem reknar eru samkvœmt
lögum um heilbrigðisþjónustu eða öðrum sérlög-
um, er ýmsum stofnunum, svo sem hjúkrunar-
heimilum og dvalarheimilum gert mögulegt, sbr.
35. gr., að kaupa lyf í heildsölu. Skýr ákvœði og
heimildir hefiir skort til að sinna þessu sjálfsagða
hagrœði sem skyldi en þetta getur að öllum líkind-
um lækkað verulega hlut ríkisins í lyfjakostnaði
þessara stofnana. Einnig fá lœknar. tannlœknar oe
dvralœknar lieimild til að kaupa Ivf I heildsölu til
notkunar á eigin stofum eða I siúkravitjunum en
slíka lieimild hefurskort í lög (undirstrikun SS).
Af tilvitnun þessari og orðalagi 30. gr. má sjá að
ekki eru gerðar neinar takmarkanir á heimild lækna
til kaupa lyfja í heildsölu til notkunar á eigin stofum
eða f siúkravitjunum.
A það er bent að í skattarétti er meginreglan sú að
skattalög skuli túlka þröngt þegar vafi leikur á um
J
668 Læknablaðið 2002/88