Læknablaðið - 15.09.2002, Side 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST
Af heilsufasisma
Medical Nemesis heimsótt á ný
Árni Björnsson
skrifar
Ég fór í BorgarleikhÚsið snemma á liðnu vori.
Ekki til að njóta leiklistar, heldur til að hlusta á unga
konu sem er heimspekingur flytja fyrirlestur um sið-
fræði klónunar.
Petta var góður fyrirlestur og ungi heimspekingur-
inn flutti hann vel og skilmerkilega. Efnið er mjög
áhugavert, bæði frá vísindalegu og siðfræðilegu sjón-
armiði, en það var ekki það sem varð til þess að ég
hef aftur og aftur hugsað til þessa kvölds. Heldur var
það orð sem annar heimspekingur og siðfræðingur
lét falla, á fundinum, en það var orðið „heilsufasismi".
Ég hrökk dálítið við, þegar ég heyrði orðið, ekki síst
vegna þess að sá sem sleppti því útúr sér hefur verið
settur í forsvar fyrir íslandshluta margþjóðlegrar
nefndar sem fjalla á um siðfræði gagnagrunna á heil-
brigðissviði.
Prófessorinn skilgreindi hvað hann ætti við með
orðinu, en það væri tilhneiging í þjóðfélaginu til að
leggja allt undir til að viðhalda heilsu, en heilsa væri
almennt illa skilgreint hugtak.
í íslensku alfræðibókinni stendur. „Orðið fasismi
er oft notað sem skammaryrði um öfgakenndar skoð-
anir sem réttlæta beitingu ofbeldis í stjórnmálum og
alræði" (1). Samkvæmt þessu ætti heilsufasismi að
vera eins konar heilsufarsofbeldi, en hvernig getur
heilsufar tengst ofbeldi? Er hægt að neyða menn til
að vera heilbrigðir og þá komum við að skilgreiningu
á heilsu og eða heilbrigði. Samkvæmt orðabókinni,
en þar er vitnað í skilgreiningu Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO, er heilbrigði „ástand sem ein-
kennist af fullkominni vellíðan í líkamlegum, andleg-
um og félagslegum skilningi en ekki aðeins það að
vera laus við vanlíðan og sjúkdóma" (1). Rök má
færa fyrir því, að þessi skilgreining WHO sé ærið
metnaðarfull en heilbrigðisáætlun íslensku rikis-
stjómarinnar fyrir ársins 2000 tók mið af henni en þar
stendur að stefnt skuli að því að Islendingar verði
heilbrigðir á því herrans ári (2). Þessi áætlun var, sem
betur fer fyrir ríkissjóð landsins, ekki bundin í lög, því
sennilega ættu margir hönk uppí bakið á ríkissjóði nú
árið 2002. Nú hefur önnur heilbrigðisáætlun litið
dagsins Ijós, til ársins 2010 (3). Skyldi hún tengjast
áætlun um flutning Reykjavíkurflugvallar sama ár?
Standist hún jafn vel og sú fyrri er betra að menn geri
sér ekki of háar vonir. Gæti svona áætlanagerð flokk-
ast undir heilsufasisma (einskonar heilsufræðilegt
alræði)? Hvað sem öðru líður hlýtur hún að teljast
útópía og þá má enn spyrja, hvort hægt sé að gera
stjórnmálamenn ábyrga fyrir útópíum? Líklega ekki
því þá væru bekkirnir í hinu háa Alþingi jafnvel
þunnskipaðri en þeir eru stundum. Þegar svona áætl-
anir eru gerðar er viturlegt að setja fyrirvara enda
byrja flestar málsgreinar áætlunarinnar á orðunum
„stefnt skal að“. Líklega hafa höfundarnir lært af
eiturlyfjafyrirheitinu sællar minningar.
Það var heimspekingurinn Ivan Ulich sem í bók
sinni Medical Nemesis frá 1975 (Nemesis var hefnd-
argyðja í grískri goðafræði sem refsaði Olympsgoð-
um fyrir ofdramb) bar fram kenninguna um læknis-
fræðivæðingu (medicalization) vestrænna þjóðfélaga,
og benti á að læknavísindin hefðu með iðnvæðing-
unni snúist í andhverfu sína og stuðluðu jafn mikið að
vanheilsu sem heilsu, auk þess sem hún hefði stuðlað
að enn meiri misskiptingu milli ríkra og fátækra.
Kenningar hans þóttu þá öfgafullar og voru harðlega
gagnrýndar af læknastéttinni og fleirum tengdum
heilsu, af atvinnu- eða hugsjónaástæðum.
Hér á landi var læknastéttin tómlát um bókina því
það er íslensk læknastéll oftar en ekki um prinsíp-
mál. Hörður Bergmann kennari og þjóðfélagsgagn-
rýnandi vakti athygli á bókinni en mætti tómlæti bæði
læknastéttarinnar og stjórnmálamanna, svo umræð-
an kafnaði fljótt í dæmigerðri íslenskri meðal-
mennsku. Þó er full ástæða til að skoða kenningar
Illich aftur í ljósi þróunar síðustu áratuga síðustu ald-
ar og fyrstu ára aldarinnar sem er að byrja. Hafði
Illich réll fyrir sér í grundvallaratriöum þó hann gæti
ekki spáð fyrir um tæknilega þróun í læknavísindum
á síðustu árum sem er örari en nokkru sinni í sögu
mannkynsins og hverju sú þróun í vísindum ásamt
hnattvæðingunni hefur breytt?
Ég ákvað að lesa rit Illichs Medical Nemesis að
nýju og reyna að skoða niðurstöður hans í ljósi þess
sem gerst hefur í vísindum á síðustu árum og áratug-
um og skoða hvort kenningar hans og fullyrðingar
hafa staðist, með tilliti til vísindaþróunarinnar og
þeirra þjóðfélagsbreytinga sem markast mjög af
frjálshyggju og alþjóðahyggju og lita viðhorf manna í
mun meira mæli en þegar bókin var skrifuð. Hefur sú
meginfullyrðing höfundar að læknisfræðivæðingin
gerði meiri skaða en gagn staðist eða hafa vísinda- og
tækniframfarir síðan bókin kom út ómerkt kenningar
hans?
En snúum okkur að kenningum Illich. Hann hélt því
fram að framfarir í læknavísindum, tæknilegar og
fræðilegar síðustu 15-20 ár, það er að segja fram að
útkomu bókarinnar um miðjan áttunda áratuginn,
hafi engu skilað í bættri almennri heilsu og að í stað
ýmissa sjúkdóma sem tekist hafi að lækna eða jafnvel
674 Læknabladið 2002/88