Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 71

Læknablaðið - 15.09.2002, Page 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐAPISTILL 147 Gamalt verkefni Flestar beiðnir og úrlausnarefni sem berast pistla- höfundi varða ensk eða latnesk heiti. Heiti úr Norður- landamálum birtast þó öðru hvoru. Fyrir nokkuð löngu sendi María Ásgeirsdóttir, lyfjafræðingur, tölvu- póst og bað um aðstoð við að finna íslenskt heiti á nafnorðið prækonditionering. Þetta reyndist erfitt verkefni og eftir bráðabirgðasvar var það lagt til hlið- ar með von um að einhver ósjálfráð hugmyndagerjun myndi eiga sér stað í hugarfylgsnum. María var að fást við þýðingu á texta sem lýsti áhrifum tiltekinna lyfja á hjartað og æðakerfi þess. Fram kom að orðið væri heiti á ferli, process, sem fer af stað við vissar aðstæður og að lyf gætu hamlað ferlinu eða stöðvað það. Kondition í Dansk-íslenskri orðabók Freysteins Gunnarssonar má finna nafnorðið kondition. skilyrði, skildagi, kostur; ásigkomulag, þjálfun, ástand; vistarráð. Þá var einnig leitað fanga í orðabókum fyrir enska tungu. Ensk-íslensk tölvuorðabók Máls og menningar geymir nafnorðið condition. sem sagt er merkja ástand; ásigkomulag; skilyrði; sjúkdómur. Sagnorðið condition er þar einnig, og er sagt merkja að þjálfa; styrkja; venja; móta. Hin mikla ensk-enska alfræði- orðabók Websters birtir 22 mismunandi skýringar á nafnorði og sagnorði. Af þeim virðast tvær eiga best við um nafnorðið: 3. viðeigandi eða nauðsynlegt ástand; og 6. ástand sem er nauðsynlegt fyrir einhverja niðurstöðu. Um sagnorðið má einnig grípa til tveggja skýringa: 13. að setja í viðeigandi eða rétt ástand; undirbúa; og 16. að láta verða fyrir tilteknum skil- yrðurn eða aðstæðum. íðorðasafn lækna birtir aðeins skýringarnar hagur fyrir nafnorðið og að skilyrða fyrir sagnorðið. Vísað er þar einnig í nafnorðið state, hagur, ástand, kostur, sem samheiti. Conditioning er þýtt sem skilyrðing í sálfræði. Benda má á samsetn- ingarnar conditioned reflex og conditioncd response, skilyrt viðbragð og skilyrt svar. Prækondition Þetta orð finnst ekki í Dansk-íslenskri orðabók Frey- steins Gunnarssonar. Enska orðið precondition finnst ekki í Iðorðasafni lækna, en fyrrnefnd tölvuorðabók birtir íslensku þýðingarnar .v/:;7yr£)/;/orvení'/a. Læknis- fræðiorðabók Dorlands, útgefin árið 2000, skýrir fyrirbærið preconditioning þannig: myndun ástands sem mun leiða til tiltekins svars við síðar komnu áreiti, en í læknisfræðiorðabók Stedmans frá árinu 1995 er orðið ekki að finna. Alfræðiorðabók Websters, sem er frá 1989, birtir þó sögnina to precondition og út- skýrir merkingu hennar þannig: að veita (persónu eða hlut) sérstaka meðferð til undirbúnings fyrir síðari reynslu, ferli, prófltn o.s.frv. Forskeytið pre- (latína prae-) merkir, samkvæmt Iðorðasafni lækna: áður, fyrr, for-. Þar sem það kemur fyrir í samsettum læknis- fræðiheitum er oftast notað íslenska forskeytið for-, en stundum framan- eða fyrir-. Af þessu má ráða að danska orðið prækondition- ering vísar í það að undirbúa eitthvað (lífræn ferli, frumur, vefi, líffæri, líkama) og koma því í ákveðið ástand til að ná fram tilteknum viðbrögðum við því áreiti eða álagi sem vænst er síðar. Segja má að slíkur undirbúningsferill leiði til forástands (prækondition) miðað við það ástand (kondition) sem síðar myndast. Endurteknar uppflettingar í Samheitaorðabókinni gáfu ekki endanlega úrlausn. Fram komu bráðabirgða- tillögur sem byggja á því að þýða pre- með for- og að þýða síðan sögnina to condition sérstaklega. Úr því urðu til samsetningar eins og til dæmis: forformun, formótun, forstyrking. Sé fyrrgreind þýðing úr sálar- fræðinni notuð sem grundvöllur verður til heitið for- skilyrðing, en það er stirðlegt og alls ekki gegnsætt. Nú er óskað eftir viðbrögðum og tillögum lesenda. Integrative medicine Man'a Hrönn Gunnarsdóttir, blaðamaður, sendi tölvu- póst og bað um tillögu að íslenskri þýðingu á inte- grated medicine (UK) eða integrative medicinc (USA). Um er að ræða lækningar sem eru iðkaðar á þann hátt að valdir þættir úr óhefðbundnum lækning- um (alternative medicine) eru nýttir í meðferðar- áætlunum, sem að öðru leyti byggja á viðurkenndum aðferðum hefðbundinnar læknisfræði (orthodox medicine) hvað varðar greiningu og meðferð. Formlegt heiti liggur ekki fýrir í Iðorðasafni lækna og því var fátt annað til ráða en að gera tillögu að nýrri samsetningu. Enska sögnin to integrate merkir að samlaga, fella saman, samþætta, fella í heild, af- nema aðskilnað. Samkvæmt Iðorðasafninu er heitið medicine notað til að tákna: 1. lyfl meðal; 2. lceknis- frœði; 3. lyflœknisfrœði. Undirritaður valdi þann kost- inn að setja fram heitið samþættar lækningar. Verði um traustan fræðilegan grundvöll að ræða má auðvit- að nefna þetta samþætta læknisfræði. Nokkrar tillögur Að lokum verða birtar án umræðu nokkrar tillögur sem borist hafa frá læknum á förnum vegi og verið hripaðar niður á lausa miða. Pétur Lúðvígsson vill nota heitið broddbylgjur um tilteknar bylgjur í heila- línuriti, spike waves. Valgarður Egilsson vill þýða þýska orðið besservvisser sem sjálfviti, en tekur vara við því að tengja það merkingarlega við annað ís- lenskt orð sem hljómar líkt. Jón R. Kristinsson stakk upp á því að diabetes insipidus fengi heitið óðamiga. Björn Árdal vill að öndunarhjálpin sem skamm- stöfuð er CPAP (sí-papp) á ensku (Continous Posi- tive Airway Pressure) fái heitið síblástur á íslensku. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali.is Læknablaðið 2002/88 683

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.