Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 7

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 7
RITSTJÓRNARGREINAR Hvað getum við lært af vistunarmati aldraðra? Varanleg vistun aldraðra er stórmál hvernig sem á það er litið. Einstaklingurinn yfirgefur eigið heimili og þarf að sætta sig við að þiggja hjálp annarra í vax- andi mæli. Pessi atburður í lífi fólks mælist marktækt í fjárlögum þjóðarinnar enda afar kostnaðarsamur, þó svo að einstaklingurinn þurfi, eftir því sem lífeyrir leyfir, að bera allt að þrið*ungi kostnaðarins. Heildar- kostnaður á hjúkrunarrými á ári er nú um fimm mill- jónir og rýmin á Islandi eru um 2000, þannig að heild- arkostnaður er í námunda við 10 milljarða og svarar það til um eins þriðja af framlagi ríkisins til Landspít- ala. Það var því vonum seinna að 1990 var komið á laggirnar samræmdu mati á þörf fyrir vistun (1). Andi vistunarmatsins er að enginn vistist fyrr en all- ar leiðir til stuðnings búsetu heima séu fullreyndar og einstaklingurinn hafi fengið greiningu á meinum sínum, meðferð og endurhæfingu eftir þörfum. Þar sem vist- unarmatið er staðlað og styðst við félagslega, líkamlega og andlega færni gefur það með tímanum mikilsverðar upplýsingar um aðdraganda og afdrif þeirra sem þurfa á varanlegri vistun að halda og endurspeglar styrk heil- brigðis- og félagsþjónustunnar. Læknablaðið birti grein um niðurstöður vistunarmats aldraðra í Reykjavík 1992 (2) og á síðasta ári tíu ára uppgjör með áherslu á bið- tíma, lifun og heilabilun (3, 4) sem tók til Stór-Reykja- víkursvæðisins og Akureyrar. Margvíslegar athyglisverðar upplýsingar koma fram. Konur eru 2/3 allra sem vistast og um tveimur árum eldri en karlar, liðlega 84 ára. Karlar þurftu að bíða að meðaltali 220 daga en konur 290 daga frá gerð vistunarmats til vistunar. Heilabilun á einhverju stigi sást hjá tæplega áttatíu af hundraði. Meðallifun karla var 2,5 ár en kvenna 3,1 ár eftir að til vistunar kom. Aldur, hreyfigeta og hæfni til að matast spáðu marktækt til um lifun. Á fyrsta ári eftir vistunarmat létust 22% karla og 14% kvenna án þess að til vistun- ar kæmi. Fimmti hluti karla og þriðjungur kvenna var enn í bið eftir úrræði ári eftir vistunarmat. í þessum niðurstöðum speglast nokkur mikilvæg heilsupólitísk atriði. I fyrsta lagi er biðtími eftir var- anlegri vistun of langur á rannsóknarsvæðinu þegar fólk er komið í mjög brýna þörf. Þetta er viðurkennt í Heilbrigðisáætlun til ársins 2010 sem samþykkt var á alþingi 20. maí 2001, en þar segir að bið eftir vist- un á hjúkrunarheimili fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf verði ekki lengri en 90 dagar (5). Enn þarf því að fjölga hjúkrunarrýmum á ákveðnum svæðum á íslandi. í öðru lagi er það umhugsunarefni hversu marg- ir látast áður en til vistunar kemur. Vissulega teng- ist þessi staðreynd skorti á hjúkrunarrýmum en hún lýsir því þó að forgangsröðun fólks er ábótavant í þau úrræði sem til er að dreifa. Þarfir má skilgreina á ýmsa vegu en færa má fyrir því rök að þeim mun skemur sem einhver á ólifað, því meiri sé þörfin. Nú hafa helstu spáþættir lifunar verið skilgreindir: aldur, hreyfigeta og hæfni til að matast. Aldur er samnefn- ari margra þátta sem ekki mælast í vistunarmatinu, svo sem aldurstengdar breytingar, en þær ráða miklu um viðnám fólks við veikindum og færnitapi. Þeir sem velja inn í þau rými sem opnast gera vel í því að skoða nákvæmlega þetta samspil aldurs, líkamlegra og andlegra þátta og greina þannig þá sem á hverjum tíma eru í brýnustu þörfinni. Hugsanlega mætti útbúa reiknilíkan til þess að hjálpa stofnunum við forgangs- röðun í þau rými sem opnast á hverjum tíma. Þangað til að slíkt skref yrði stigið er augljóst af mynd 3 110 ára uppgjöri vistunarmatsins að allir þeir sem eru með 75 heildarstig eða meira (af 120 mögulegum) hafa ævilíkur um eða undir tveimur árum. Þessir einstak- lingar ættu að njóta forgangs. Innan þessa hóps ættu þeir sem eru eldri aldraðir að öðru jöfnu að ganga fyrir þeim sem eru yngri aldraðir (3). í þessu efni eru niðurstöður rannsóknanna mjög svo hjálplegar í dag- legri þjónustu við aldraða. I þriðja lagi er augljóst að heilabilun er umfangs- mikið vandamál og drifkraftur til varanlegrar vistun- ar. Vistunarúrræði þurfa því að mæta þörfum heila- bilaðra sérstaklega en hinn flöturinn á teningnum er að þeir sem eru ekki með heilabilun hafa aðrar þarfir sem mæta þarf með öðrum hætti. Loks má nefna þá sem bíða eftir varanlegri vistun á sjúkrahúsi en þegar þetta er ritað eru 86 aldraðir í slíkri bið á Landspítala (6). Hér kemur fram ann- ar mælikvarði á þörf. Þeir sem eru það veikir að þeir geta ekki beðið heima hjá sér eftir varanlegri vistun eru að öðru jöfnu í meiri þörf en þeir sem bíða heima og ættu að forgangsraðast á undan þeim sem geta beðið heima. Með því að forgangsraða þessum ein- staklingum opnast í hvert skipti sjúkrahúsrými, þar sem takast má á við greiningarvinnu, meðferð og end- urhæfingu, sem er í anda þess að styðja fólk til sjálf- stæðrar búsetu. Með því að taka þennan pól í hæðina er stuðlað að bestu mögulegu nýtingu fjármagns og viðhaldið eðlilegri verkaskiptingu í heilbrigðisþjón- ustunni. Forsvarsmönnum stofnana á Islandi er treyst Pálmi V. Jónsson Höfundur er sviðsstjóri lækn- inga á öldrunarsviði Land- spítala og dósent í öldrunar- lækningum við Læknadeild Háskóla íslands. Læknablaðið 2005/91 147

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.