Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 32

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 32
FRÆÐIGREINAR / RAFEYÐING A HVEKK Mynd 1. Hefðbundin skurðlykkja (vinstra megin) ogsérstakt kefli (hœgra megin) sem notað er við rafeyðingu á hvekk. (transurethral electrovaporization of the prostate, TUVP). Aðgerðin var fyrst kynnt árið 1993 (1), en tekin í notkun á FSA (Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri) 1997. Þrátt fyrir að hlutverk lyfja í nteðhöndlun sjúklinga með einkenni frá neðri þvagfærum og þá einnig hvekkauka hafi aukist mjög síðasta áratug á íslandi (2) þarf talsverður hluti sjúklinga að undir- gangast skurðaðgerð. Annars vegar sökum ófullnægj- andi svörunar við lyfjameðferð og hins vegar vegna fylgikvilla hvekkauka eins og til dæmis bráðrar eða langvinnrar þvagteppu, steinamyndunar, sýkinga, vatnsnýramyndunar og blóðmigu. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kynna hina nýju aðgerðartækni, kanna ábendingar aðgerða, öryggi, fylgikvilla og ár- angur aðgerðarinnar fyrstu fimrn árin. Efniviður og aðferðir Sjúkraskrár allra sjúklinga greinarhöfundar er undir- gengust rafeyðingu á hvekk um þvagrás á handlækn- ingadeild FSA á tímabilinu 17.01.1997- 30.03.2002 voru yfirfarnar. Alls höfðu 40 sjúklingar farið í slíka aðgerð sem meginaðgerð (hefðbundið hvekkúrnám um þvagrás talin viðbótaraðgerð þegar báðar aðgerð- irnar voru framkvæmdar). Fjórir sjúklingar höfðu þekkt illkynja æxli í hvekk fyrir aðgerð, en þeir voru útilokaðir af þeim sökum svo að efniviðurinn yrði einsleitur með tilliti til grunnsjúkdómsins (hvekk- auka). Allir voru metnir hæfir til aðgerðar af grein- arhöfundi. Rannsóknarefniviðurinn nær því til 36 sjúklinga. Ekki var unnt að mæla stærð hvekks með ómskoðun um endaþarm hjá sjúklingahópnum allt tímabilið og því var þeim mælingum sleppt. Engin til- raun var gerð til að velja sjúklinga sérstaklega út frá stærð hvekks. Eftirfarandi þættir voru skráðir: aldur, áhættu- flokkur samkvæmt ASA-flokkun (American Society of Anesthesiologists Classification System), legutími fyrir og eftir aðgerð, heildarlegutími, aðgerðarlengd, ábendingar aðgerða, fyrri hvekkaðgerðir, fyrri lyfja- meðferð við þvaglátaeinkennum, fylgikvillar í eða eft- ir aðgerð, enduraðgerðir <30 daga, blóðgjafir, þyngd vefúrnáms, skammtímafylgikvillar og endurinnlagnir <30 daga frá aðgerð. Síðkomnir fylgikvillar og end- uraðgerðir eftir >30 daga voru skráð með yfirlestri sjúkraskráa. Allir sjúklingar komu til eftirlits hjá lækni 4-8 vikum eftir aðgerð og síðan í framhaldinu eftir því sem við átti. Skammtímaárangur var metinn við þá eftirlitsathugun á þann hátt að spyrja sjúkling hvort hann væri sáttur við ástandið, ellegar hvort það væri óbreytt eða verra; sömuleiðis að grennslast fyrir um nrögulega fylgikvilla frá útskrift. Langtímaárang- ur var metinn með yfirlestri sjúkraskráa á þann hátt hvort sjúklingur hefði fengið endurtekna eða bráða þvagteppu, þurft á nýrri aðgerð að halda sökum þvag- látaeinkenna og fylgikvilla. Allar sjúkraskrár voru yfirfarnar að nýju í nóvember 2002 þannig að eftir- litstíminn var 8-60 mánuðir. Ekki var gerð sérstök at- hugun á hugsanlegri kynlífsröskun í kjölfar aðgerðar. Framsæ skráning var gerð í legunni og fyrstu 4-8 vikur eftir aðgerð á ofangreindum þáttum. Aðgerðin var framkvæmd í mænu- eða utanbasts- deyfingu. Notuð voru hefðbundin speglunartæki af Olympus® gerð (Olympus Winther & Ibe, Hamburg, Germany) af stærðinni 27 French til aðgerðar á hvekk með sírennsli inn og út (continous flow resectoscope). í stað hefðbundinnar skurðlykkju (0,3 mm HF-elec- trode, Olympus Winter & Ibe, Hamburg, Germany) var notað sérstakt rifflað kefli eða hjól (roller elec- trode) sem rennt var eftir vefnum (mynd 1). Við rafeyðingu gufar vefurinn í raun upp við notkun há- orku rafstraums þegar hjólið snertir vefinn ásamt því að ákveðið vefsvæði verður fyrir storknunaráhrifum þannig að blæðingarhætta á að minnka. Notaður var brennari af gerðinni Force 300 (fyrstu 11 sjúklingarn- ir) og Force FX (Valleylab, Tyco Healthcare Group, Boulder, CO, USA), þar sem skurður (cut) var stillt- ur á 250-300 W og brennsla (coagulation) á 60-80 W. Hjá 18 (50%) sjúklingum var einnig skorinn vefur með hefðbundinni skurðlykkju í lok aðgerðar. Ýmist var sá skurður gerður til að minnka vef enn frekar eða snyrta hvekkrýmið ef um óeðlilega vefjaóreglu var talið að ræða. Hjá öllum sjúklingunum var í for- varnarskyni gerður innri þvagrásarskurður (urethro- tomia interna) í upphafi aðgerðar til að minnka líkur á þvagrásarþrengslunr. Glýsín® 1,5% (Delta) var not- að sem skolvökvi í aðgerð og settur þvagrásarleggur í lok aðgerðar sem aftur var fjarlægður þegar þvagið reyndist lítið eða ekki blóðugt. Sýklalyf fengu allir sjúklingar með þvaglegg fyrir aðgerð. Tölfræðilegir útreikningar voru gerðir meö hjálp forritsins Microsoft Excel®. Tölulegar niðurstöður eru gefnar sem meðaltöl og bil ásamt ±95% vikmörk- um meðaltals (±95% confidence intervals of means). Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd FS A. 172 Læknablaðiö 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.