Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 32

Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 32
FRÆÐIGREINAR / RAFEYÐING A HVEKK Mynd 1. Hefðbundin skurðlykkja (vinstra megin) ogsérstakt kefli (hœgra megin) sem notað er við rafeyðingu á hvekk. (transurethral electrovaporization of the prostate, TUVP). Aðgerðin var fyrst kynnt árið 1993 (1), en tekin í notkun á FSA (Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri) 1997. Þrátt fyrir að hlutverk lyfja í nteðhöndlun sjúklinga með einkenni frá neðri þvagfærum og þá einnig hvekkauka hafi aukist mjög síðasta áratug á íslandi (2) þarf talsverður hluti sjúklinga að undir- gangast skurðaðgerð. Annars vegar sökum ófullnægj- andi svörunar við lyfjameðferð og hins vegar vegna fylgikvilla hvekkauka eins og til dæmis bráðrar eða langvinnrar þvagteppu, steinamyndunar, sýkinga, vatnsnýramyndunar og blóðmigu. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kynna hina nýju aðgerðartækni, kanna ábendingar aðgerða, öryggi, fylgikvilla og ár- angur aðgerðarinnar fyrstu fimrn árin. Efniviður og aðferðir Sjúkraskrár allra sjúklinga greinarhöfundar er undir- gengust rafeyðingu á hvekk um þvagrás á handlækn- ingadeild FSA á tímabilinu 17.01.1997- 30.03.2002 voru yfirfarnar. Alls höfðu 40 sjúklingar farið í slíka aðgerð sem meginaðgerð (hefðbundið hvekkúrnám um þvagrás talin viðbótaraðgerð þegar báðar aðgerð- irnar voru framkvæmdar). Fjórir sjúklingar höfðu þekkt illkynja æxli í hvekk fyrir aðgerð, en þeir voru útilokaðir af þeim sökum svo að efniviðurinn yrði einsleitur með tilliti til grunnsjúkdómsins (hvekk- auka). Allir voru metnir hæfir til aðgerðar af grein- arhöfundi. Rannsóknarefniviðurinn nær því til 36 sjúklinga. Ekki var unnt að mæla stærð hvekks með ómskoðun um endaþarm hjá sjúklingahópnum allt tímabilið og því var þeim mælingum sleppt. Engin til- raun var gerð til að velja sjúklinga sérstaklega út frá stærð hvekks. Eftirfarandi þættir voru skráðir: aldur, áhættu- flokkur samkvæmt ASA-flokkun (American Society of Anesthesiologists Classification System), legutími fyrir og eftir aðgerð, heildarlegutími, aðgerðarlengd, ábendingar aðgerða, fyrri hvekkaðgerðir, fyrri lyfja- meðferð við þvaglátaeinkennum, fylgikvillar í eða eft- ir aðgerð, enduraðgerðir <30 daga, blóðgjafir, þyngd vefúrnáms, skammtímafylgikvillar og endurinnlagnir <30 daga frá aðgerð. Síðkomnir fylgikvillar og end- uraðgerðir eftir >30 daga voru skráð með yfirlestri sjúkraskráa. Allir sjúklingar komu til eftirlits hjá lækni 4-8 vikum eftir aðgerð og síðan í framhaldinu eftir því sem við átti. Skammtímaárangur var metinn við þá eftirlitsathugun á þann hátt að spyrja sjúkling hvort hann væri sáttur við ástandið, ellegar hvort það væri óbreytt eða verra; sömuleiðis að grennslast fyrir um nrögulega fylgikvilla frá útskrift. Langtímaárang- ur var metinn með yfirlestri sjúkraskráa á þann hátt hvort sjúklingur hefði fengið endurtekna eða bráða þvagteppu, þurft á nýrri aðgerð að halda sökum þvag- látaeinkenna og fylgikvilla. Allar sjúkraskrár voru yfirfarnar að nýju í nóvember 2002 þannig að eftir- litstíminn var 8-60 mánuðir. Ekki var gerð sérstök at- hugun á hugsanlegri kynlífsröskun í kjölfar aðgerðar. Framsæ skráning var gerð í legunni og fyrstu 4-8 vikur eftir aðgerð á ofangreindum þáttum. Aðgerðin var framkvæmd í mænu- eða utanbasts- deyfingu. Notuð voru hefðbundin speglunartæki af Olympus® gerð (Olympus Winther & Ibe, Hamburg, Germany) af stærðinni 27 French til aðgerðar á hvekk með sírennsli inn og út (continous flow resectoscope). í stað hefðbundinnar skurðlykkju (0,3 mm HF-elec- trode, Olympus Winter & Ibe, Hamburg, Germany) var notað sérstakt rifflað kefli eða hjól (roller elec- trode) sem rennt var eftir vefnum (mynd 1). Við rafeyðingu gufar vefurinn í raun upp við notkun há- orku rafstraums þegar hjólið snertir vefinn ásamt því að ákveðið vefsvæði verður fyrir storknunaráhrifum þannig að blæðingarhætta á að minnka. Notaður var brennari af gerðinni Force 300 (fyrstu 11 sjúklingarn- ir) og Force FX (Valleylab, Tyco Healthcare Group, Boulder, CO, USA), þar sem skurður (cut) var stillt- ur á 250-300 W og brennsla (coagulation) á 60-80 W. Hjá 18 (50%) sjúklingum var einnig skorinn vefur með hefðbundinni skurðlykkju í lok aðgerðar. Ýmist var sá skurður gerður til að minnka vef enn frekar eða snyrta hvekkrýmið ef um óeðlilega vefjaóreglu var talið að ræða. Hjá öllum sjúklingunum var í for- varnarskyni gerður innri þvagrásarskurður (urethro- tomia interna) í upphafi aðgerðar til að minnka líkur á þvagrásarþrengslunr. Glýsín® 1,5% (Delta) var not- að sem skolvökvi í aðgerð og settur þvagrásarleggur í lok aðgerðar sem aftur var fjarlægður þegar þvagið reyndist lítið eða ekki blóðugt. Sýklalyf fengu allir sjúklingar með þvaglegg fyrir aðgerð. Tölfræðilegir útreikningar voru gerðir meö hjálp forritsins Microsoft Excel®. Tölulegar niðurstöður eru gefnar sem meðaltöl og bil ásamt ±95% vikmörk- um meðaltals (±95% confidence intervals of means). Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd FS A. 172 Læknablaðiö 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.