Læknablaðið - 15.02.2005, Side 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÓNARHÓLL / HAGFRÆÐINGUR / HOUPE-RANNSÓKNIN
marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna um nám
í heimilislækningum. Einnig eru að minnsta kosti sex
í eða nýbúnir í námi í Svíþjóð og Noregi. Á íslandi
eru nú 10 manns í námsstöðum í heimilislækningum
og þar af eru tvær stöður á landsbyggðinni, á Húsavík
og Akureyri. Pessu til viðbótar eru 25 manns, sum-
ir komnir vel af stað í náminu og taka fullan þátt í
námskipulagningu og aðrir að banka á dyr og vilja
komast inn. Samtals eru þetta 55 nýútskrifaðir eða
upprennandi heimilislæknar. Ástæður fyrir vaxandi
áhuga á heimilislækningum eru væntanlega margar.
Kjarabarátta og leiðrétting á kjörum heimilislækna
hefur að öllum líkindum haft mjög mikið að segja.
Breyting sem gerð var 1999 á reglugerð um kandí-
datsár breytti einnig miklu. Nú er nám í heilsugæslu
hluti af kandídatsárinu og unglæknar eru þrjá mán-
uði á heilsugæslustöð og fá tækifæri til að kynnast
heimilislækningum. Heimilislæknar hafa einnig borið
gæfu til að byggja upp kröftugt framhaldsnám í heim-
ilislækningum sem aðrar greinar líta til. Hugsanlega
kemur fleira til.
Þessi þróun er ánægjuleg svo vægt sé til orða tekið
og algjör nauðsyn enda er góð mönnun forsenda þess
að heimilislækningar á íslandi haldi velli og þróist á
eðlilegan hátt. Það má kannski segja að boltinn hafi
verið rakinn upp völlinn af heimilislæknum og nú sé
það stjórnvalda að klára sóknina og skora. Markið
hlýtur að vera að ljúka uppbyggingu heilsugæslunnar
enda þúsundir manna á höfuðborgarsvæðinu sem
ennþá eiga ekki kost á sínum persónulega heimilis-
lækni. Ráðherra þarf einnig að efna loforð sitt um
samning fyrir sjálfstætt starfandi heimilislækna. Kraf-
an er skýlaus um að fjölga verulega stöðum heimilis-
lækna utan og innan heilsugæslustöðva og koma unga
fólkinu sem nú er í farvatninu til vinnu við heimilis-
lækningar í þágu þjóðarinnar.
Hagfræðingur tekinn til
starfa hjá læknafélögunum
Læknablaðið hefur áður tilkynnt um
komu hagfræðings til starfa á skrif-
stofu læknafélaganna en þá reyndist
það mýrarljós. Nú er hins vegar kom-
inn til starfa Guðbjartur Ellert Jóns-
son og þegar farinn að sýsla við hag-
rænar hliðar heilbrigðiskerfisins.
Bjartur er 41 árs að aldri, fædd-
ur og uppalinn Akureyringur. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verkmennta-
skólanum á Akureyri 1986 og B.Sc.
prófi í viðskipta- og markaðsfræðum
frá University of South Carolina í
Bandaríkjunum árið 1990. Hann legg-
ur nú stund á MPA nám - stjórnun í
opinberum rekstri - við HÍ meðfram
starfi.
Að námi loknu starfaði Bjartur
hjá Jötni hf. í Reykjavík, Samherja
á Akureyri og Útvegssviði VMA á
Dalvík. Árið 2000 sneri hann sér frá
fiskinum að heilbrigðismálunum og
hefur starfað á skrifstofu fjármála og
upplýsinga á Landspítalanum undan-
farin fjögur ár. Þar var helsta verkefni
hans að þróa og innleiða DRG-kerf-
ið en hann stjórnaði vinnu við kostn-
aðargreiningu læknisverka.
Bjartur hefur setið í verkefna- og
sérfræðihópum, bæði innanlands
og erlendis og haldið fyrirlestra um
rekstur heilbrigðiskerfa víða.
Hann á þrjú börn, Töru Björt 18
ára, Elís Orra 13 ára og Gauta Frey
9 ára.
Við bjóðum Bjart velkominn til
starfa.
The HOUPE study
Svörun í HOUPE læknarannsókninni
lýkur 15. febrúar 2005
AlLIR LÆKNAR M EÐ LÆKNINGALEYFI Á ÍSLANDI p ANN 30. JÚNÍ SÍÐAS1UÐINN OG ÍÖGHEIM IU HÉRÁ LANDI FENGU BOÐ
UM PÁTTTÖKU í HOUPE IÆKNARANNSÓKNINNI OG GÁTU SVARAÐ Á VEFSETRI RANNSÓKNARINNAR WWW.houpc.tlO eða
á pappír. Undirtektir hafa verið góðar og þökkum við öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn. Vefsvörun er
nú lokið en þeir sem enn hafa ekki svarað og kjósa að gera það geta póstlagt listann allt fram til 15. febrúar.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Læknafélagsins í síma 5644100.
Kærar þakkir fyrir góðar viðtökur,
rannsóknarhópurinn
Læknabl aöiö 2005/91 187