Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 76

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 76
ÞING Vísindaþing Geðlæknafélags íslands Vísindaþing Geðlæknafélags fslands verður haldið á Hótel KEA á Akureyri helgina 25.-27. febrúar. Á þinginu munu íslenskir vísindamenn á geðheilbrigðissviði kynna rannsóknir sínar með stuttum erindum og veggspjöldum. Tveir íslenskir gestafyrirlesarar sem starfa erlendis munu halda fyrirlestra. Það eru þeir Anton Pétur Þorsteinsson geðlæknir sem starfar í Rochester New York og Páll Matthíasson geðlæknir í London. Dagskrá þingsins hefst eftir hádegi föstudaginn 25. febrúar klukkan 15:00 með léttum veitingum á Hótel KEA. Fyrirlestrar hefjast klukkan 16:30 og lýkur dagskrá föstudagsins með sameiginlegum kvöldverði klukkan 19:30. Laugardagurinn 26. febrúar hefst með fyrirlestrum frá 09:00-12:30. Að loknum hádegisverði verður skíðafrí fram til klukkan 16:00 og verður frítt í skíðalyftur fyrir ráðstefnugesti. Dagskráin hefst aftur með léttum veitingum og fyrirlestrum til klukkan 19:00. Sameiginlegur kvöldverður verður klukkan 20:00. Á sunnudeginum 27. febrúar hefst dagskráin klukkan 10:00 með erindum og lýkur þinginu klukkan 13:00. Gert er ráð fyrir því að ráðstefnugestir ferðist á eigin vegum til Akureyrar. Boðið verður upp á niðurgreidda gistingu og fríar máltíðir samkvæmt dagskrá á Hótel KEA fyrir félaga í GÍ og fyrirlesara á þinginu. Ráðstefnugestir sjá sjálfir um að bóka gistinguna. Skráning fer fram við greiðslu skráningargjalds sem er 5000 kr og greiðist inn á reikning 0111-26-000351 í Landsbanka Islands. Frestur til skráningar rennur út 15. febrúar. Verð GÍ/fyrirlesarar Aðrir Skráningargjald 5000 5000 Gisting 2 nætur 5000 16500 Stjórn Geðlæknafélags íslands 216 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.