Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 13

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 13
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI Sundmannakláði í Landmannalaugum Karl Skírnisson1 DÝRAFRÆÐINGUR Libusa Kolarova2 DÝRAFRÆÐINGUR 'Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík, 2National Reference Laboratory for Tissue Helminthoses, Institute for Postgraduate Medical Education, Prag, Tékklandi. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Karl Skírnisson, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 112 Reykjavík. karlsk@hi.is Lykilorð: Trichobilharzia, nasaögður, iðrablóðögður, sundmannakláði. Agrip Sundmannakláði kallast kláðabólur sem óhýsil- sérhæfðar sundlirfur fuglasníkjudýra af ættinni Schistosomatidae (Trematoda) valda eftir að hafa smogið í gegnum húð manna. Stundum verður engra útbrota vart, einkum í fyrsta sinn sem lirfur smjúga inn í líkamann. Annars myndast bóla eftir hverja lirfu sem ónæmiskerfi líkamans nær að stöðva. Fimm tegundir hafa þegar fundist hér á landi. Allar lifa þær á lirfustigi í vatnabobba en fullorðnar í andfuglum. Taugasækin tegund lifir í nefholi stokkanda (nasaagða) en fjórar iðraögðutegundir hafa fundist í bláæðum við meltingarveg; tvær tegundir í álftum og sitt hvor tegundin í stokkönd og grágæs. Lirfurnar lifa stundum dögum og jafnvel vikum saman í spendýrum. Þroskun þeirra er þó óeðlileg og skaðsemi þeirra þar er að mestu óþekkt. Seinni hluta ágústmánaðar 2003 fengu þúsundir baðgesta í Landmannalaugum sundmannakláða. Sundlirfum í vatninu fækkaði eftir því sem leið á haustið en stöku tilfella varð vart þar í desember og undir vor. Sagan endurtók sig um miðjan ágúsl 2004 en fjöldi lirfanna virtist minni. Smittíðni snigla var bæði árin um 1%. Skyndileg fjölgun sundlirfa í Laugalæknum um miðbik ágústmánað- ar þessi ár er rakin til stokkandakollu sem verpti við baðstaðinn og ól þar upp unga sem allir reynd- ust smitaðir bæði af nasa- og iðraögðunt þegar að var gáð. Talið er að ungarnir hafi smitast strax eftir að þeir klöktust úr eggjum og að ungarnir hafi átt stærstan þátt í að magna upp lirfusmitið. Talið er að koma megi í veg fyrir skyndilega fjölgun sund- lirfa í Laugalæknum seinni part sumars með því að meina stokkönd að ala þar upp unga. Sumir baðgesta telja sig hafa fengið sundmanna- kláða í Laugalæknum á undanförnum áratugum en kláðabólur hafa jafnan verið fáar. Inngangur í ágúst 2003 tóku gestir í Landmannalaugum að kvarta um sundmannakláða eftir baðferðir í heitum læk á svæðinu, svonefndum Laugalæk. Rannsóknir í lok mánaðarins gáfu til kynna að sundlirfur bæði nasa- og iðrablóðagða væru að herja þar á baðgesti. Svipað gerðist árið eftir. Hér er gerð grein fyrir athugunum sem tengjast ENGLISH SUMMARY Skirnisson K, Kolarova L Swimmer’s itch in Landmannalaugar, lceland Læknablaðiö 2005; 91: 729-36 Swimmer’s itch (Sl) or human cercarial dermatitis is caused by free-swimming larvae of bird parasites of the family Schistosomatidae (Trematoda) which have penetrated thorough the skin. Sometimes, mainly during first infections, the larvae do not cause any symptoms but if trapped by the immune system of the host each larva causes a maculopapular eruption. So far, five bird schistosome species have been reported in lceland. Cercariae are shed by the freshwater snail Radix peregra but adults live in anseriform birds; one nasal Trichobilharzia species occurs in the nasal cavity of mallards, two visceral species have been found in veins of whooper swans and a visceral species has been found in greylag goose and in mallards, respectively. Experiments have shown that developing schistosomulae are able to survive for days or even weeks in mammals. Long term pathologic effects on the host are unknown. During the second half of August 2003 thousands of bathers got Sl in a slowly streaming brook with geothermally heated groundwater in Landmannalaugar, the most frequently visited area in the interior of lceland. The number of cercariae in the water and Sl cases decreased until October but still in December and in late winter 2004 Sl cases were reported. In August 2004 Sl again started in the area but the density of cercariae in the water seemed to be less than in the previous year. The prevalence of snails shedding Trichobilharzia cercariae on the bathing site never exceeded 1 %. The rapid increase of cercariae in the water by the middle of August in 2003 and 2004 were caused by a breeding mallard female and its ducklings which were raised on the bathing site during summer. Ali the ducklings had nasal- and visceral Trichobilharzia infections which they must have acquired soon after hatching. Three weeks later the adult worms could have started egg-laying. Consequently, emerging miracidia infected the snails which finally started shedding the cercariae by middle of August in 2003 and 2004. In future years this rapid increase of cercariae could be avoided if ducklings are not allowed to have access to the bathing site and the adjacent brook. Retrospective enquiries suggest that some visitors have occasionally got Sl after bathing in the brook in preceding decades. Low number of papules, however, indicates a low density of cercariae in the water. Key words; Trichobilharzia, nasal schistosomes, visceral schistosomes, swimmer's itch. Correspondence: Karl Skírnisson, karlsk@hi.is Læknablaðið 2005/91 729

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.