Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 16
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI Tafla II. StofnvistfræðHegar upp/ýsingar um 10 stokkandarunga sem felldir voru í vísinda- skyni í Landmannaiaugum að fengnu ieyfi Umhverfisstofnunar. Söfununar- dagur Númer fugls Kyn Þyngd (g) Nef (mm) Ristarleggur (mm) 30.8.2003 60 kvk 1025 53 - 30.8.2003 61 kk 1120 56 58 30.8.2003 62 kvk 1045 - - 30.8.2003 63 kk 1015 - - 30.8.2003 64 kk 1015 52 56 29.9.2004 65 kvk 990 48 54 29.9.2004 66 kvk 852 49 55 29.9.2004 67 kk 974 50 57 29.9.2004 68 kvk 872 49 55 29.9.2004 69 kvk 844 48 55 var safnað í Landmannalaugum fimm stokköndum hvorn dag að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Við skoðun og krufningu á Tilraunastöðinni að Keldum voru fuglarnir mældir, vigtaðir og kyn- og aldursgreindir (tafla II). Leitað var í smásjá að eggjum iðraagða úr skrapi sem tekið var úr slímhimnu ristilsins. Fullorðinna orma var leitað inni í bláæðum sem tengjast aftasta hluta melt- ingarvegar með víðsjárskoðun. Nasir voru klipptar upp og slímhimna nefholsins skoluð með PBS og leitað í skolvatninu í víðsjá að lausum eggjum og bifhærðum lirfum. Síðan var slímhimnan fjarlægð, lögð í PBS og leitað í henni að fullorðnum ormum. Smásjármyndir voru teknar af eggjum, lirfum og fullorðnum ormum á Leica DC 300 stafræna myndavél. Fuglalíf og aðstæður í Landmannalaugum voru skoðaðar í tveimur vettvangsferðum 29. septem- ber og 6. október 2004. Niðurstöður Lífríki Laugalœkjarins og nœsta nágrennis Allháir, vel grónir bakkar rísa upp frá vatnsyfir- borðinu umhverfis baðstaðinn þar sem Laugalæk- urinn breiðir nokkuð úr sér (mynd 2). í lok sept- ember 2004 var hægt rennsli í læknum þannig að vatn á baðstaðnum endurnýjaðist þar reglulega. Grænleitir slýflákar þaktir kísilþörungum og bakt- eríugróðri liðuðust víða undan hægum straumi vatnsins, einkum í skjóli við steina sem stóðu upp úr leðjubotninum eða upp við bakkana hlémegin við litla tanga eða steina sem skaga út í farveginn. Mikill fjöldi smávaxinna vatnabobba hélt sig ofan á slýflákum upp við bakkana, á háplöntum í nám- unda við vatnsborðið og ofan á leðjunni á botni lækjarins og mynduðu gjarnan þéttar rastir hlé- megin við straumstefnu vatnsins. Undanfarna áratugi hefur lítill stokkandahóp- ur (4-10 fuglar) iðulega haft vetursetu í Land- mannalaugum og frá 2001 hafa þær verið þar árvissir vetrargestir. Seinni part vetrar 2004 voru tveir hópar stokkanda í Landmannalaugum; annar með sjö fuglum en hinn með fimm. Ein eða tvær stokkandakollur urpu oft í Landmannalaugum á árunum 1979-1996. Eftir það vita höfundar ekkert um stokkandavarp á svæðinu fyrr en sumarið 2003 þegar stokkandarkolla kom upp fimm ungum í námunda við baðstaðinn og sást fjölskyldan við fæðuleit á læknum ofan hans. í lok ágúst 2003 voru ungarnir skotnir í rannsóknarskyni (tafla II). Næstu vikurnar á eftir sáu skálaverðir ekki stokk- endur á svæðinu en í október voru nokkrar stokk- endur aftur komnar á svæðið og undir vor voru þar 12 fuglar eins og áður sagði. Vorið 2004 verptu líklega tvær kollur í Landmannalaugum. Önnur þeirra hélt sig á læknum umhverfis baðstaðinn með fjóra nýklakta unga og sást þar fyrst í byrjun júlí. í lok september 2004 voru tveir ungfuglahópar á svæðinu. Annar, með fjórum ungfuglum, hélt til við heita laug hraunmegin við baðstaðinn þar sem ummerki (bælt gras, haugar af driti, fiður) sýndu að fuglarnir höfðu haldið til þá um sumarið. í hinum sem hélt til neðar á svæðinu voru fimm ung- fuglar. Þrír ungar úr fyrrnefnda hópnum og tveir úr þeim síðarnefnda voru felldir í rannsóknarskyni (tafla II). Viku síðar synti stakur stokkandarungi á Laugalæknum rétt ofan við baðstaðinn (líkleg- ast fjórði fuglinn úr systkinahópnum) en neðar á svæðinu sáust tveir ungfuglar saman. Einn stokk- andarungi hafði því horfið á þeirri viku sem liðin var milli athugana. Nokkrar aðrar tegundir andfugla sjást í Land- mannalaugum. í septemberlok 2004 sáust 12 urt- endur Anas crecca í votlendi neðan við frárennslis- skurð frá húsum Ferðafélagsins. Viku síðar voru tveir þeirra horfnir. Ofan baðstaðarins í Laugalæknum hafa einnig sést að vorlagi toppendur, grágæsir og álftir og stundum hópast heiðargæsir þangað að vorlagi. Straumendur sjást oft á Jökulgilskvísl og Námskvísl skammt þar frá sem volga vatnið rennur í ána. Stundum sjást þær uppi á Laugasvæðinu sjálfu en heimildamenn minnast þess ekki að hafa séð þær ofan baðstaðarins í Laugalæknum. Ekki sáust straumendur þarna 2004. Sundmannakláði í Laugalœknum árin 2003-2004 Fyrstu upplýsingar um sundmannakláða bárust frá foreldrum barna sem höfðu baðað sig klukku- stundum saman í Laugalæknum 13. ágúst 2003 og fljótlega eftir það fengið 50-100 kláðabólur hvert, einkum á útlimi og búk. Daginn eftir klæjaði sum þeirra það mikið að þau héldust ekki við niðri í vatninu. Nokkrum dögum síðar baðaði sig hópur íslendinga í læknum. Fengu þeir þaulsætnustu mörg hundruð bólur eftir allt að fjögurra klukku- 732 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.