Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI í slímhimnu þarmanna og sköguðu liðirnir inn í þarmaholið líkt og á loðnu teppi. Haustið 2003 voru tugir vatnabobba í efsta hluta meltingarvegar allra unga en engar fæðuleif- ar sáust í vélinda, kirtilmaga eða fóarni unganna sem felldir voru 2004. Umræður Samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar er Laugalækurinn ekki flokkaður sem baðstaður heldur náttúrulaug. Er laugin þar með í flokki með tugum annarra lauga hérlendis sem í er jarðhita- vatn sem ekki er meðhöndlað með sótthreinsun, geislun eða annarri hreinsun (16). I náttúrulaugum baðar fólk sig á eigin ábyrgð og þar eru baðferðir ekki bannaðar. Til að átta sig á smitferlinu sem hér er til umfjöll- unar er rétt að undirstrika að smitmögnun verður tvisvar í lífsferli Trichobilharzia tegunda; annars vegar þegar fullorðið kvendýr, sem hefur þroskast úr einni sundlirfu, tekur að verpa miklum fjölda eggja í lokahýsli (fugli), hins vegar þegar sundlirfur verða til við kynlausa æxlun í millihýsli (snigli) sem smitaðist af einni bifhærðri lirfu (1). Ýmsir baðgestir í Landmannalaugum eru þess fullvissir að sundmannakláða hafi stundum gætt í Landmannalaugum undanfarna áratugi. Pó er greinilegt að útbrot voru aldrei mikil og kláðaból- ur jafnan fáar þannig að umfang sundmannakláða komst aldrei neitt í líkingu við ástandið síðsumars árin 2003 og 2004. Stokkandarkolla og ungar sem sóttu í að éta snigla í Laugalæknum sumrin 2003 (kollan ól þá upp fimm unga) og 2004 (fjórir ungar komust á legg) eru talin eiga stærstan þátt í því að sund- mannakláði magnaðist þar upp þegar leið að hausti. Bæði þessi ár varð kláðans vart um svipað leyti, hann virtist ná hámarki seinni partinn í ágúst eða í byrjun september en fjaraði síðan smám saman út er frá leið. Pessi tímasetning fellur vel að þekkingu sem fyrirliggur um þroskatíma einstakra lífsstiga Trichobilharzia tegunda; sundlirfur þeirra þroskast í verpandi orma í fuglum á um þremur vikum, bifhærðar lirfur sem klekjast úr eggjum lifa ekki nema í sólarhring í vatni; sundlirfur ná fullum þroska í sniglum þar sem vatn er svo heitt sem í Laugalæknum á 3-4 vikum (þroskatíminn lengist eftir því sem vatnið verður kaldara) og sundlirfur örmagnast og drepast 1-2 dögum eftir að hafa yfir- gefið snigilinn (1,12,18). Af þessu má ljóst vera að sundlirfur hljóta að hafa beðið nýklöktu stokkand- arunganna í Laugalæknum bæði árin 2003 og 2004, annars hefðu þeir ekki greinst með smitið þegar þeir voru felldir um haustið. Að sundmannakláða skuli hafa orðið vart eftir baðferðir í Laugalæknum meira og minna á öllum tímum árs sýnir að smitaðir sniglar geta verið þar á ferli á öllum tímum árs því lirfurnar lifa einungis í vatninu í einn eða tvo daga. I vistkerfum þar sem áhrif jarðhita eru engin leggjast sniglar vetrarlangt í dvala niðri í botnleðjunni þannig að þar er sund- mannakláða ekki að vænta fyrr en sniglarnir eru á ný komnir á ról. Smitaðir sniglar skilja út lirfur svo lengi sem þeir lifa, iðulega mánuðum saman (18). Ef ágúst- og septembertoppar áranna 2003 og 2004 eru undanskildir virðist þéttleiki sundlirfa í Laugalæknum oftast vera lítill. Athygli vekur að menn kvörtuðu ekki um sundmannakláða í Laugalæknum sumrin 2003 og 2004 þegar stokk- andarungarnir voru að smitast þar. Margt bendir til þess að lífsferlar Trichobilharzia agða viðhaldist í Landmannalaugum á öllum árstímum. Stokkendur sem koma ósmitaðar inn á svæðið sýkjast þar því væntanlega fljótlega. Hvort aðrar fuglategundir en stokkendur eiga þátt í lífsferli nasa- og iðraagð- anna á svæðinu er óþekkt. Lokaorð Stök stokkandarkolla með unga sem héll til við Laugalækinn sumrin 2003 og 2004 og sótti þan- gað fæðu er talin bera ábyrgð á þeirri skyndilegu fjölgun sundlirfa sem vart varð í Laugalæknum um miðbik ágúst árin 2003 og 2004. Komi menn í veg fyrir að slíkt eigi sér stað virðist ólíklegt að til- fellum sundmannakláða snarfjölgi upp úr miðjum ágústmánuði. Ekki er þó þar með sagt að þannig verði alfarið komið í veg fyrir sundmannakláða á svæðinu því slíkt fer fyrst og fremst eftir því hvort, hversu margar og þá hvað lengi smitaðar stokk- endur, kannske líka einhverjar aðrar fuglategund- ir, fá að athafna sig í Landmannalaugum, einkum þó ofan við stífluna í Laugalæknunr. Lagt er til að stofnanir sem með þessi mál fara hér á landi sem og hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu taki saman höndum og sameinist um aðgerðir sem duga til að koma í veg fyrir að sundmannakláði fái herjað á baðgesti í Laugalæknum. Jafnframt verði skipulögð vöktun á sniglum og fuglum sem lifa í Landmannalaugum þannig að hægt verði að átta sig betur á því smiti sem kann að vera til staðar á svæðinu. Þakkir Upplýsingar um sundmannakláða í Landmanna- laugum á árunum 2003 og 2004 veittu skála- verðir Ferðafélags íslands þau Auður Atladóttir, Ásta Harðardóttir, Dagmar Sævaldsdóttir, Freyr Ingi Björnsson, Guðbjörg Melsted, Jón Árni Árnason, Sóley Guðmundsdóttir og Sveinborg Læknablaðið 2005/91 735
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.