Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 29
FRÆÐIGREINAR / GERVILIÐAAÐGERÐIR
Kinematic-heilliðurinn
Ef litið er til Kinematic heilliðanna sem voru
notaðir á fyrri hluta tímabilsins fer enduraðgerð-
artíðni vaxandi með árunum. Hætt var að reikna
enduraðgerðartíðni þegar aðeins 40 sjúklingar
voru á lífi og höfðu ekki gengist undir endurað-
gerð. Enduraðgerðartíðnin eftir 13 ár var 18%, en
aðeins 9% ef enduraðgerðir vegna hnéskelja eru
ekki reiknaðar með. Eins og sjá má á myndrænni
framsetningu fyrir enduraðgerðartíðni Kinematic
liðarins (sjá mynd 6), er öryggisbilið fyrir hana
stórt, og helgast það af því hve fáar aðgerðir voru í
raun gerðar með þessum gervilið.
Ábendingar 12 enduraðgerða á Kinematic
liðnum tengdust hnéskeljarhlutanum. Þar af voru
fjórir sjúklingar sem höfðu upphaflega ekki fengið
hnéskeljarhluta. Þeir sjúklingar gengust undir end-
uraðgerð vegna versnunar á sjúkdómi sínum.
Enduraðgerðir á hnéskeljum teljast vera hluti
af fyrstu enduraðgerð samkvæmt SKAR, jafnvel
þó eingöngu sé settur inn hnéskeljarhluti og eng-
inn hluti liðarins tekinn út. Sú túlkun að um sé að
ræða enduraðgerð á lið ef einungis er settur inn
hnéskeljarhluti er umdeild. Helstu rök fyrir því að
að telja þessar aðgerðir ekki til enduraðgerða eru
þau að ef sjúkdómur versnar er enduraðgerð ekki
gerð vegna galla í framkvæmd upphaflegu aðgerð-
arinnar, lifitíma gerviliðarins eða sýkingar. Fyrst og
fremst er um að ræða ástand sem stjórnast ekki af
öðrum þáttum en sjúkdómi sjúklings.
Enduraðgerðir vegna hnéskelja voru allar gerð-
ar á sjúklingum sem höfðu fengið Kinematic gervi-
lið í upphafi.
A GC-heilliðurinn
AGC-heilliðurin hefur verið í notkun síðustu sjö
árin á FSA. Aðeins hafa verið gerðar þrjár endur-
aðgerðir vegna loss á AGC gervilið. Allir höfðu
sjúklingarnir upphaflega fengið gerviliði vegna
slitggigtar. Enduraðgerðartíðnin fyrir AGC liðinn
var um 3% sjö árum eftir fyrstu aðgerð saman-
borið við 3,8% hjá SKAR (1). Við teljum að sá
árangur sem náðst hefur með AGC liðnum sé afar
góður á FSA, jafnvel þó að hlutfallslega hafi verið
gerðar fáar frumaðgerðir miðað við Svíþjóð, eru
niðurstöðurnar tölfræðilega marktækar og hægt er
að fullyrða að árangurinn sé góður þegar miðað er
við enduraðgerðartíðni.
Ekki hefur verið gerð aðgerð vegna hnéskelj-
arhluta á þeim sjúklingum sem hafa fengið AGC
liðinn á FSA.
Fylgikvillar
Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar eru
fylgikvillar við gerviliðaaðgerð á hnjám á FSA
margbreytilegir. Ekki reyndist unnt að finna rann-
sóknir til samanburðar yfir alla fylgikvilla sem
skráðir voru. Því er erfitt að segja til um hvort
heildarfjöldi fylgikvilla á FSA sé minni eða meiri
en það sem almennt gerist. Vísbendingar eru þó
í þá áttina að þeir séu heldur færri á FSA (14).
Alvarlegir fylgikvillar við útskrift, eins og blóðsega-
rek til lungna, blóðsegamyndun í neðri útlim (15)
og sýkingar (16) eru fátíðari á FSA en almennt er
talið ásættanlegt í erlendum rannsóknum.
Vegna styttingar á legutíma þótti ljóst að mögu-
leiki væri á að fylgikvillar kæmu ekki allir fram í
legunni og því var kannað hvort sjúklingar leituðu
læknishjálpar á FSA vegna mögulegra fylgikvilla
þremur, sex, og níu mánuðum eftir útskrift. Tíðni
fylgikvilla eins og blóðsegamyndunar í neðri útlim
og blóðsegareks til lungna virðist mjög lág saman-
borið við erlenda rannsókn þar sem tíðni blóð-
segareks til lungna var 0,7% og blóðsega í neðri
útlim 1,5% einum mánuði eftir útskrift (15). Við
höfðum þó ekki upplýsingar um hvort sjúklingar
hafi leitað til annara heilbrigðisstofnana vegna
mögulegra fylgikvilla. Dregur það úr möguleikum
okkar á að draga ályktanir af þessum niðurstöðum,
þó er óhætt að halda því fram að tíðni blóðsega-
reks sé lág því langflestir okkar sjúklinga geta ekki
leitað annað vegna þeirra kvilla en á FSA. Engin
önnur heilbrigðisstofnun á Norður og Austurlandi
býr yfir þeim möguleika að greina blóðsegarek
til lungna eða blóðsegamyndun í neðri útlim með
myndgreiningu
Sýkingar
Talað hefur verið um að sýkingar í gerviliðum séu
martröð bæklunarskurðlæknisins. Það er ýmis-
legt til í þeirri fullyrðingu, en nær væri að tala
um martröð sjúklingsins og heilbrigðiskerfisins.
Enduraðgerðir vegna sýkinga eru erfiðar viðfangs,
þeim fylgir mikill kostaður fyrir heilbrigðiskerfið
og sjúklingur líður mikið fyrir. Því er til mikils
að vinna til að halda sýkingartíðni í lágmarki. Af
þeim sjúklingum sem gengist hafa undir hnégervi-
liðaaðgerð á FSA hafa þrír einstaklingar eða 0,6%
gengist undir fyrstu enduraðgerð vegna sýkinga.
Af gerviliðum tveggja þessara sjúklinga rækt-
aðist Staphylococcus Epidermidis, en af einum
Staphylococcus Aureus. Þetta er sérstaklega
áhugavert þar sem rannsóknir hafa sýnt tíðni end-
uraðgerða vegna sýkinga frá 1,1% hjá SKAR (1)
til 2,5% í öðrum erlendum rannsóknum (17,18).
Skýringar á þessari lágu enduraðgerðartíðni
vegna sýkinga kunna að vera að aðgerðarferlið
hefur alltaf verið staðlað, sérstök skurðstofa þar
sem aðeins eru gerðar bæklunaraðgerðir með
góðum loftskiftum hefur verið notuð. Einnig hefur
sjúklingum alla tíð verið gefinn forvarnaskammtur
af sýklalyfjum fyrir aðgerð og sementið sem notað
Læknablaðið 2005/91 745