Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞURRÐ í GANGLIM Samanburður á táar-handleggs-hlutfalli (THH) og ökkla-handleggs-hlutfalli (ÖHH) við mat á alvarleika blóðþurrðar í ganglim Jón Örn Friðriksson1 Læknanemi Jón Guðmundsson2 SÉRFRÆÐINGUR í MYNDGREININGU Karl Logason3 SÉRFRÆÐINGUR í ÆÐASKURÐLÆKNINGUM Listi yfir skammstafanir: ÖHH = Ökkla-handleggs hlutfall THH = Táar-handleggs hlutfall Ágrip Inngangur: Stig blóðþurrðar í ganglim er að jafnaði metið með mælingu á blóðþrýstingi við ökkla. Mæling þessi er einföld en getur gefið villandi niðurstöður hjá sjúklingum með mjög stífar æðar. Mæling á blóðþrýstingi í stóru tá er þá talin gefa áreiðanlegri niðurstöður. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöður táþrýstingsmælinga annars vegar við niðurstöður ökklaþrýstingsmælinga, klínískt stig blóðþurrðar og niðurstöður æðamyndatöku hins vegar og þannig leggja mat á gagnsemi táþrýstingsmælinga við mat á blóðþurrð í ganglimum. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar (n=30) sem komu til slagæðamyndatöku af ganglimum á Landspítala á tímabilinu 1. janúar til 9. mars 2004 vegna gruns um blóðþurrð í ganglimum. Mældur var ökklaþrýstingur og táþrýstingur í samtals 58 ganglimum. Gerð var almenn læknisskoðun og klínísk einkenni sjúklinga metin. Niðurstöður: Fylgni var á milli þrýstingsmælinga og klínískrar flokkunar blóðþurrðar, og þrýstings- mælinga og niðurstöðu slagæðamyndatöku. Ekki var marktækur munur á fylgnistuðlum við ökkla- þrýstingsmælingu annars vegar og táþrýstingsmæl- ingu hins vegar. í tveimur tilvikum var unnt að mæla táþrýsting en ekki ökklaþrýsting. Ályktanir: Bæði tá- og ökklaþrýstingsmæling er gagn- leg við mat á blóðþurrð í ganglim. Ökklaþrýsting er einfaldara að mæla en táþrýsting. í vissum tilfellum er ökklaþrýstingur illmælanlegur og getur táþrýst- ingsmæling þá komið að góðum notum. 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Röntgendeild Landspítala Fossvogi, 3Æöaskurðdeild Landspítala Fossvogi. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Karl Logason, æðaskurðdeild Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík, sími 543 1000. karll@landspitali. is Lykilorð: blóðþurrð íganglim- um, táþrýstingur, ökklaþrýst- ingur, klínísk einkenni. Inngangur Klínísk einkenni blóðþurrðar í ganglimum fara eftir alvarleika sjúkdómsins. Algengt er að vægur sjúkdómur gefi ekki einkenni (1-4). Ónógt blóð- flæði til vöðva við áreynslu veldur heltiköstum (claudication). Þegar blóðflæði nægir ekki til að uppfylla lágmarksblóðþörf vefja í hvfld kallast ástandið tvísýn blóðþurrð (critical ischemia). Einkenni eru þá tvenns konar, annars vegar end- urteknir hvfldarverkir og hins vegar sár eða drep (3). Hjá sjúklingum með væga blóðþurrð er útlit ganglima oft eðlilegt. Svæsnari blóðþurrð getur valdið roða, bjúg, sári og drepi (3,5). ENGLISH SUMMARY Friðriksson JÖ, Guðmundsson J, Logason K The correlation between toe- and ankle pressure, clinical symptoms and angiography in patients with leg ischemia Læknablaðið 2005; 91: 749-53 Objective: The severity of leg ischemia is usually evaluated by measuring ankle pressure. This is a simple measurement but can be misleading in patients with severe sclerosis in ankle arteries in which case toe pressure is believed to be more reliable. The purpose of this study was to compare toe pressure with ankle pressure, clinical symptoms and angiography and thus evaluate the usefulness of toe pressure in the assessment of leg ischemia. Material and methods: In total of 58 legs from 30 patients that came to Landspítali University Hospital because of leg ischemia we measured toe- and ankle pressure and assessed the clinical stage of leg ischemia. All patients also had an angiography of their leg arteries. Results: There was a correlation between pressure measurements and the clinical stage of leg ischemia and also between pressure measurements and results from angiography of ieg arteries. There was not a significant difference between the correlation for toe- and ankle pressure respectively. In two cases it was impossible to measure ankle pressure but in both cases it was possible to measure toe pressure. Conclusions: Toe- and ankle pressure measurements are equally useful in the evaluation of leg ischemia. Ankle pressure is a more simple measurement than toe pressure but can be impossible to perform when the ankle arteries are very sclerotic. When that is the case toe pressure can often be measured instead. Keywords: leg ischemia, toe pressure, ankle pressure, clinical symptoms. Correspondance: Karl Logason, karll@landspitali.is Ýmsar rannsóknaraðferðir eru notaðar til að rneta stig blóðþurrðar í ganglim. Slagæðamynda- taka (angiography), tölvusneiðmyndar-slagæða- myndataka (CT-angiography), segulómunar-slag- æðamyndataka (MRI-angiography) og tvíþátta- mæling (duplex) gefa fyrst og fremst anatómískar upplýsingar en takmarkaðar upplýsingar um blóðflæði (3, 6). Þannig er til dæmis algengt að heildarblóðflæði sé eðlilegt þrátt fyrir lokun á Læknablaðið 2005/91 749
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.