Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2005, Page 35

Læknablaðið - 15.10.2005, Page 35
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞURRÐ f GANGLIM ÖHH Stig þrengingar Graf 1. Samband ÖHH og slagæðaþrengingar í ganglim Spearman stuöull = -0,621; p<0,01 ÖHH 1,4 - 0,2-------------------------------*--------- 0 ----------.----------.---------.--------- 0 12 3 4 Klínísk flokkun Graf 3. Samband ÖHH og klínískra einkenna Spearman stuöull = -0,632; p<0,01 THH Stig þrengingar Graf 2. Samband THH og slagæðaþrengingar í ganglim Spearman stuöull = -0,494; p<0,01 0 12 3 4 Klínísk flokkun Graf 4. Samband THH og klínískra einkenna Spearman stuöull = -0,527; p<0,01 Mynd 1 og 2. Samband þrýstingsmœlinga (ÖHH og THH) og slagœða- þrengingar í ganglim sam- kvœmt slagœðamynda- töku. Marktœk fylgni var á milli þrýstingsmœlinga og slagœðaþrenginga en eng- inn mwmr á milli ÖHH og THH. Mynd 3 og 4. Samband þrýstingsmœlinga (ÖHH og THH) og slagœða- þrengingar í ganglim samkvœmt klínískum ein- kennum. Marktcek fylgni var á milli annars vegar ÖHH og hins vegar THH og klínískrar flokkunar en enginn munur á milli ÖHH og THH. lægsti 0 stig (allar æðar opnar). Heildarstigafjöldi var reiknaður með því að leggja saman stigin á svæðunum þremur. Hæsti mögulegi stigafjöldi var 9 en sá lægsti 2. Því hærri sem stigin voru því meiri var heildarslagæðaþrenging ganglimsins sam- kvæmt slagæðamyndatöku. Sérfræðingur í mynd- greiningu og æðaskurðlæknir mátu í sameiningu slagæðaþrenginguna. Klínískt var slagæðaþrenging í ganglim flokkuð í fjóra flokka. í flokk 0 fóru þeir ganglimir sem höfðu engin einkenni blóðþurrðar, í flokk 1 heltiköst, í flokk 2 ganglimir með hvfldarverk og í flokk 3 gang- limir með sár eða drep. Hver ganglimur fór einung- is í einn flokk og var hæsti stigafjöldi látinn gilda. Notað var Spearman tölfræðipróf til að reikna út fylgni. Samkvæmt skilgreiningu á Spearman- stuðli telst fylgni léleg ef stuðullinn er á bilinu 0-0,19, veik á bilinu 0,20-0,39, í meðallagi á bilinu 0,40-0,59, sterk á bilinu 0,6-0,79 og mjög sterk á bilinu 0,8-1,0. Til að bera saman fylgnistuðla var síðan notað Hottellinger T-test. Öll tölfræðiúr- vinnsla var unnin á SPSS 12.01 tölfræðiforriti (SPSS Inc. Chicago, USA). Niðurstöður Marktæk fylgni er á milli annars vegar ÖHH og hins vegar THH við stigafjölda slagæðaþrengingar í ganglim samkvæmt slagæðamyndatöku (graf 1 og 2). Fylgnin er sterk á milli ÖHH og slagæðaþreng- ingar en í meðallagi ntilli THH og slagæðaþreng- ingar samkvæmt skilgreiningu á Spearman-stuðli. Ekki er marktækur munur á fylgnistuðlum ÖHH og THH við stigafjölda slagæðaþrengingar sam- kvæmt slagæðamyndatöku. Þegar þrýstingsmælingar eru bornar saman við klíníska flokkun blóðþurrðar í ganglimum kemur í ljós að fylgni er sterk á milli ÖHH og klínískrar flokkunar en í meðallagi milli THH og klínískrar flokkunar eins og sést á gröfum 3 og 4. Ekki er marktækur rnunur á fylgnistuðlum ÖHH og THH við klíníska flokkun sjúkdómsins. Fylgni á milli ökkla- og táþrýstingsmælinga var metin með Spearman tölfræðiprófi (Spearman stuðull = 0,873 p<0,01) og telst fylgnin því vera mjög sterk. I tveimur tilfellum var ekki unnt að mæla ökklaþrýsting. Var það vegna þess að slag- æðar í ökkla voru of stífar til að hægt væri að loka þeim með þrýstingi frá mansettu. í báðum tilfell- um var mögulegt að mæla táþrýsting. Umræða Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er fylgni á milli klínískrar flokkunar blóðþurrðar í ganglimum, niðurstöðu slagæðamyndatöku og þrýstingsmælinga. Hins vegar er ekki marktækur munur á fylgni ÖHH og THH. Báðar þrýstings- mælingar virðast því vera álíka áreiðanlegar við mat á alvarleika blóðþurrðar í ganglim. Báðar þrýstingsmælingar hafa þó sína kosti og galla. Ökklaþrýstingsmæling eru mun einfaldari en tá- þrýstingsmæling. Til að geta mælt táþrýsting þarf flókinn tækjabúnað sem ekki liggur alls staðar á Læknablaðið 2005/91 751

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.