Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STOFNFRUMURANNSÓKNIR / FÆÐINGARORLOF
Tillagan sem sofnaði
Það er því víða verið að ræða um stofnfrumurann-
sóknir og sú umræða teygir anga sína hingað til
lands, þótt hljótt fari. í fyrrahaust var lögð fram á
alþingi þingsályktunartillaga sem kveður á um að
heilbrigðisráðherra skipi nefnd „sem geri úttekt á
kostum þess og göllum út frá læknisfræðilegu, sið-
fræðilegu og trúarlegu sjónarmiði að heimila nýt-
ingu stofnfrumna úr fósturvísum manna til rann-
sókna og lækninga á alvarlegum sjúkdómum“.
Örlög þessarar tillögu voru nokkuð sérkenni-
leg. Hún var send út til fjölmargra stofnana og
félagasamtaka sem undantekningalaust gáfu já-
kvæða umsögn um efni hennar. Einu athugasemd-
irnar voru raunar þær að fleiri vildu fá fulltrúa í
nefndinni en tillagan gerði ráð fyrir.
Tillagan kom til umræðu í þinginu og allir sem
tóku til máls voru sammála því að rétt væri að
skipa þessa nefnd. Sumir höfðu þó fyrirvara á því
hvort þeir styddu það að rannsóknir yrðu leyfðar
en allir vildu að málið yrði rætt frekar. Samt dag-
aði tillagan uppi í vorönnum þingsins. A því er svo
sem engin opinber skýring en sú óopinbera er á þá
leið að af því að flutningsmenn voru allir úr sama
stjórnarandstöðuflokknum hefði ekki verið hægt
að afgreiða hana.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Jóhanna Sig-
urðardóttir, tjáði blaðamanni að hún hygðist leita
að flutningsmönnum úr öllum flokkum og endur-
flytja tillöguna nú á haustþingi.
Sker I eyrun
í lokin er ekki úr vegi að vitna aftur í leiðara danska
læknablaðsins þar sem afstaða danska læknafélags-
ins til stofnfrumurannsókna er tíunduð:
„Danska læknafélagið vill, rétt eins og öll lækna-
félög í okkar heimshluta, að lagt verði afdráttar-
laust bann við einræktun í æxlunarskyni. En við
viljum að vísindamenn fái leyfi til að stunda rann-
sóknir á stofnfrumum með einræktun í meðferð-
arskyni undir eftirliti stjórnvalda. ... Sem ábyrgir
læknar og vísindamenn getum við ekki leyft okkur
að hundsa tækni sem getur hugsanlega leitt til
þróunar nýrra lyfja og meðferðarúrræða sem dag
einn gætu læknað fólk sem haldið er ólæknandi
sjúkdómum. Slíkt væri mannfjandsamlegt og
þess vegna sker það í eyrun að heyra Sameinuðu
þjóðirnar mæla með algeru banni og rökstyðja það
með tilvísun til mannlegrar reisnar og verndunar
mannslífa." (1).
Heimildir
1. Buhl H. FN og kloning. Ugeskr Læger 2005; 167:1357.
2. Hansen CF. Nazifrygt og pavetro bremser europæisk stamcelle-
forskning. Ugeskr Læger 2005; 167:2486-9.
3. New York Times 10. september 2005. www.nytimes.com
Um fæðingarorlof og
veikindi á meðgöngu
Sigurbjörn
Sveinsson
Höfundur er heimilislæknir
og formaöur Læknafélags
íslands.
Mér brá fyrir nokkrum misserum þegar skjól-
stæðingur minn, vanfær, fór þess á leit við mig
að ég gæfi út vottorð fyrir hana um veikindi á
meðgöngunni. Þetta hefði auðvitað verið sjálf-
sagt mál, ef ástæðurnar hefðu ekki verið annars
vegar þær að hætta vinnu nokkrum vikum fyrir
fæðingu og hins vegar að skerða ekki fæðingar-
orlofið við þá ráðstöfun. Þessari beiðni fylgdi
svo sú röksemd að þetta væri bara viðtekin
venja, „þetta gerðu allar konur“. Eg hafnaði
þessari beiðni með þeim orðum að viðkomandi
væri fullfrísk, meðgangan hefði verið alveg eðli-
leg. Ég gæti hins vegar alveg tekið undir það að
það gæti verið heppilegt að byrja í orlofi nokkr-
urn vikum fyrir fæðinguna til hvíldar og undir-
búnings. Það væri að mínu mati eðlilegur hluti
fæðingarorlofsins og ekki veikindi.
Þegar tilvik af þessu tagi endurlóku sig nokkr-
um sinnum tók ég málið upp við ljósmæður sem
ég vinn með. Staðfestu þær að þetta ráðslag væri
orðið almennt, en voru sömu skoðunar og ég að um misnotkun á veikinda-
rétti og fæðingarorlofi væri að ræða.
Til þess að staðreyna þessa fullyrðingu að „þetta gerðu allar konur“
leitaði ég í gagnabanka um fæðingarorlof og veikindi hjá stóru fyrirtæki
hér í borg, þar sem almenningi er veitt þjónusta en lítið um erfiðisvinnu.
Á tilteknu tímabili höfðu 54 konur sem unnu hjá fyrirtækinu fengið fæð-
ingarorlof. Af þessum hópi höfðu 49 konur lagt fram læknisvottorð um
veikindi fyrir fæðinguna. Veikindin runnu saman við fæðingarorlofið sem
þá hófst með fæðingunni. í mörgum tilvikum hófust veikindin með skertri
vinnugetu sem síðan endaði með fullkominni óvinnufærni. Einungis fimm
konur af 54 voru við eðlilega heilsu á meðgöngunni og fóru beint úr starfi
í fæðingarorlof.
Það geta allir verið sammála um að réttindi af þessu tagi á vinnumark-
aði, sem samið hefur verið um eða komið hefur verið á með lögum, eru
ákaflega mikilvæg launþegunum og vert að hafast ekki neitt það að sem
getur spillt þeim. Því miður eru of mörg dæmi þess að réttindabætur hafi
verið útþynntar undir þrýstingi misnotkunar og annarrar óráðsíu.
Það er min skoðun að hér sé fólk á rangri leið með þátttöku lækna. Ef
vanfærar konur vilja fá orlof fyrir fæðingu ætti reglan að jafnaði að vera sú,
að það sé tekið senr hluti af fæðingarorlofinu. Ef sú skoðun hefur fylgi að
full þörf sé fyrir að konur fái allan þann tíma með barninu sem núverandi
fæðingarorlof gerir ráð fyrir, þá verður að lengja fæðingarorlofið og binda
lenginguna því skilyrði að hún sé tekin út fyrir fæðingu barnsins.
Það er ekki rétt að læknisvottorð um veikindi séu notuð til að miðla fé-
lagslegum gæðum sem samfélagið hefur ekki tekið ákvörðun um að í boði
séu.
Læknablaðið 2005/91 763