Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Síða 48

Læknablaðið - 15.10.2005, Síða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RÉTTINDI SJÚKLINGA Eiga konur skilyrðislausan rétt á keisaraskurði? Veruleg fjölgun keisaraskurða á Vesturlöndum hefur vakið upp umræðu um rétt kvenna Þröstur Haraldsson Á keisaraskurður að vera læknisfræðileg ákvörð- un eða eiga konur að hafa rétt á að velja hvort þær vilja fæða börn sín með eðlilegum hætti eða gang- ast undir keisaraskurð? Um þetta eru menn ekki sammála en reynslan frá Danmörku sýnir að þar fjölgar þeim konum ört sem vilja ráða því sjálfar hvernig þær fæða börn sín. Þar hefur málið vakið töluvert umtal og jafnvel deilur sem Islendingar geta lært af. Þetta mál var til umræðu á fræðslufundi sem haldinn var í Hringssal Landspítala um miðjan september. Þar hélt fyrirlestur dönsk kona, Karin Holler að nafni, en hún er hjúkrunarfræðingur að mennt, starfar við kvennadeild háskólasjúkrahúss- ins í Óðinsvéum og varði nýlega meistararitgerð við háskólann í sömu borg. Ritgerðin hét upp á dönsku 1 stk. kejsersnit, tak! og í sjálfu sér óþarfi að þýða það. Þar leitar hún svara við spurningunni um það hvort konur eigi að geta valið að fæða með keisaraskurði án þess að læknisfræðilegar ábend- ingar liggi fyrir. Hún skýrði frá því að keisaraskurðum hefði fjölgað nokkuð ört á undanförnum árum en í fyrra var fimmta hver fæðing þannig. Af tæplega 13 þús- und keisaraskurðum voru um 1800 að vali konu án læknisfræðilegrar ábendingar. Árið áður voru slíkar fæðingar 448 svo fjölgunin er ansi ör. Karin Holler sagði þetta ekki einsdæmi í Danmörku því sama þróun gerði vart við sig um öll Vesturlönd. Greinilegt var að fundarmenn sem flestir voru læknar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar könnuð- ust við þetta úr sínu starfi. Átök um réttindi Karin Holler skoðaði nánar þær konur sem völdu keisaraskurð án læknisfræðilegrar ábendingar og skipti þeim í tvennt. í fjölmennari hópnum eru konur sem óttast fæðinguna og hafa fyrir því ýmsar ástæður, svo sem slæma reynslu af fyrri fæðingum, slæma reynslu af samskiptum við heilbrigðiskerfið eða þá að þær eru fórnarlömb kynferðislegs of- beldis eða sifjaspells. Þessum konum eiga fæð- ingarlæknar ákaflega erfitt með að neita um að gangast undir keisaraskurð, sagði Karin Holler og var þá víða kinkað kolli í salnum. Hinn hópinn sem er ekki eins fjölmennur en vex furðuhratt fylla konur sem eru upplýstar og ákveðnar, oftar en ekki vel menntaðar og í góðum stöðum. Þær mæta í viðtal við lækni brynjaðar fróð- leik og upplýsingum af netinu og eru ekki komnar til að semja heldur staðráðnar í að hafa sitt fram. Þær hlusta ekki á lækninn svo allar tilraunir hans til að fá þær ofan af ákvörðun sinni mega sín lítils. Algengt er að þær mæti með eiginmanninum í við- talið og hann bíður álengdar tilbúinn að grípa inn í ef eiginkonan fer halloka í slagnum við lækninn. Þau upplifi þetta greinilega sem átök um það hvort þau fái þá þjónustu sem þau telja sig eiga rétt á. Þarna er raunar komið að ákveðnum vanda sem heilbrigðisstarfsmenn standa frammi fyrir í þessum samskiptum. Það vantar rannsóknir á þeirri hættu á fylgikvillum og öðrum erfiðleikum sem fylgir annars vegar keisaraskurði og hins vegar eðlilegri fæðingu. Slíkar rannsóknir gætu orðið grunnur að klínískum leiðbeiningum um fæðingar og keisara- skurði en á hinn bóginn efast margir um að það sé siðferðilega rétt að gera slíka rannsókn. Sem stendur eru læknar ekki sammála um það hvernig beri að meta áhættuna og þeirri spurningu hefur ekki verið svarað vísindalega hvort það sé yfirhöf- uð æskilegasta leiðin að fæða með hefðbundnum hætti. Á fundinum var vísað í grein sem birtist nú í september í British Medical Journal (1). Þar er greint frá viðhorfskönnun meðal tæplega 900 fæðingarlækna og ljósmæðra í Bretlandi þar sem þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu rétt að konur geti sjálfar ákveðið hvort þær gangast undir keisaraskurð án þess að læknisfræðileg ábending sé fyrir hendi. Niðurstaðan varð sú að læknarnir skiptust í nokkurn veginn jafnstóra hópa með og á móti en 70% ljósmæðranna töldu ekki rétt að veita konum þetta val. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort rétt væri að gera rannsókn sem bæri saman kosti og galla eðlilegrar fæðingar og fæðingar með keisaraskurði. Þar var nokkuð skýr meirihluti í báðum hópum andvígur því að slík rannsókn væri gerð, töldu hana ekki siðferðilega réttlætanlega. Ótti við að missa stjórnina Karin velti nokkuð fyrir sér af hverju þessi aukni áhugi á keisaraskurðum stafaði. Hún vildi að hluta 764 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.