Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 31

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 31
FRÆÐIGREINAR / BULIMIA PRÓF Almennt má segja að niðurstöður ROC grein- ingar gefi til kynna að aðgreiningarhæfni BULIT- R sé góð. Listinn greinir ágætlega á milli kvenna með og án átröskunargreiningar. Umræða Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika íslensku útgáfunnar af BULIT-R spurningalistanum. í rannsókninni var réttmæti BULIT-R metið hjá klínísku úrtaki kvenna með og án átröskunargreiningar með því að athuga hversu vel listinn greinir á milli þessara tveggja hópa. Þátttakendur í rannsókninni voru konur sem höfðu leitað til göngudeildar geðsviðs LSH og var þeim skipt í tvo hópa með tilliti til klínískrar greiningar, það er átröskunargreiningar og ann- arrar geðrænnar greiningar (ekki átröskunar- greiningar). Ákjósanlegast hefði verið að hafa „hreinan" lotugræðgihóp þar sem áreiðanleg lotugræðgigreining hefði legið fyrir því BULIT-R metur einkenni lotugræðgi fremur en einkenni átraskana almennt. Því var ekki við komið í þess- ari rannsókn. Þrátt fyrir það þótti réttlætanlegt að kanna aðgreiningarhæfni BULIT-R með því að bera saman átröskunarsjúklinga almennt og annan klínískan hóp. Meðalskor átröskunarhópsins á BULIT-R var töluvert hærra en meðaltal samanburðarhópsins. í samanburði við rannsóknir Thelen (2,5) var heild- arskor íslenska átröskunarhópsins eilítið lægra en heildarskor lotugræðgihópa þeirra. Það má líklega rekja þennan mun meðal annars til samsetningar hópanna en þátttakendur í átröskunarhópnum í þessari rannsókn voru með blandaðar átrösk- unargreiningar en hjá Thelen og félögum voru þátttakendur eingöngu með staðfesta lotugræðgi- greiningu. Áreiðanleiki BULIT-R í rannsókninni var mjög góður en hann var á bilinu 0,92 til 0,97. Réttmæti BULIT-R var kannað með því að leggja EDDS átröskunarlistann, BDI-II þunglyndiskvarðann og OCI-R áráttu- og þráhyggjulistann fyrir þátt- takendur í báðum hópunum. Reiknuð var fylgni á milli listanna fjögurra og kannað hvort fylgni mælikvarðanna fyrir einkenni átraskana sín í milli væri hærri en fylgni BULIT-R við mælikvarða fyrir þunglyndi og einkenni áráttu og þráhyggju innan hvors hóps fyrir sig. í ljós kom í báðum hópunum að átröskunarlistarnir tveir höfðu sterkari tengsl sín á milli en fylgni BULIT-R var við þunglyndis- kvarðann og við áráttu- og þráhyggjukvarðann. Það má því segja að þessar niðurstöður gefi vís- bendingu um samleitni- og aðgreiningarréttmæti BULIT-R meðal klínísku hópanna tveggja. Tafla IV. Dæmi um næmi og sértækni ólíkra skora á BULIT-R þegar flokkað er samkvæmt klínískri greiningu. Skor Næmi Sértækni 77,5 0,781 0,647 79,0 0,781 0,676 82,0 0,750 0,676 85,0 0,719 0,706 87,0 0,688 0,706 88,5 0,688 0,735 Athugun á næmi og sértækni BULIT-R gaf til kynna að aðgreiningarhæfni listans sé góð, það er listinn greindi vel á milli þátttakenda með og án átröskunar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að innri áreiðanleiki BULIT-R sé mjög góður og að samleitni- og aðgreiningarréttmæti listans sé gott. Listinn virðist hafa aðgreiningarhæfni meðal kvenna sem leita á göngudeild geðsviðs því hann greindi vel á milli átröskunarhóps og klínísks samanburðarhóps. Það ber þó að hafa í huga að BULIT-R er ekki greiningartæki fyrir átraskanir heldur á að líta á það sem skimunartæki fyrir lotu- græðgi. BULIT-R er hentug viðbót við klínískt greiningarviðtal á göngudeildum og einnig má nota listann til að meta árangur meðferðar. BULIT- R mætti einnig nota í heilsugæslu og á öðrum sjúkrastofnunum ef grunur leikur á lotugræðgi. Við notkun á listanum er samt mikilvægt að hafa í huga að sértækni og næmi mælitækis með tilliti til tiltekinnar röskunar er háð tíðni (base rate) hennar í því þýði sem tækið er notað í. Fyrir þann sem notar tækið til dæmis í almennri heilsugæslu er mikilvægt að hafa þetta í huga. Til bráðabirgða mætti ef til vill við skimun styðjast við þau viðmið- unargildi (cut-off) sem mælt er með við slíkar að- stæður erlendis, það er skor á bilinu 98-104. Hafa Mynd 1. ROC kúrfa BULIT-R listansþegar þátttakendur eru flokkaðir samkvœmt klínískri greiningu. Læknablaðið 2005/91 927

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.