Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 31
FRÆÐIGREINAR / BULIMIA PRÓF Almennt má segja að niðurstöður ROC grein- ingar gefi til kynna að aðgreiningarhæfni BULIT- R sé góð. Listinn greinir ágætlega á milli kvenna með og án átröskunargreiningar. Umræða Megin markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika íslensku útgáfunnar af BULIT-R spurningalistanum. í rannsókninni var réttmæti BULIT-R metið hjá klínísku úrtaki kvenna með og án átröskunargreiningar með því að athuga hversu vel listinn greinir á milli þessara tveggja hópa. Þátttakendur í rannsókninni voru konur sem höfðu leitað til göngudeildar geðsviðs LSH og var þeim skipt í tvo hópa með tilliti til klínískrar greiningar, það er átröskunargreiningar og ann- arrar geðrænnar greiningar (ekki átröskunar- greiningar). Ákjósanlegast hefði verið að hafa „hreinan" lotugræðgihóp þar sem áreiðanleg lotugræðgigreining hefði legið fyrir því BULIT-R metur einkenni lotugræðgi fremur en einkenni átraskana almennt. Því var ekki við komið í þess- ari rannsókn. Þrátt fyrir það þótti réttlætanlegt að kanna aðgreiningarhæfni BULIT-R með því að bera saman átröskunarsjúklinga almennt og annan klínískan hóp. Meðalskor átröskunarhópsins á BULIT-R var töluvert hærra en meðaltal samanburðarhópsins. í samanburði við rannsóknir Thelen (2,5) var heild- arskor íslenska átröskunarhópsins eilítið lægra en heildarskor lotugræðgihópa þeirra. Það má líklega rekja þennan mun meðal annars til samsetningar hópanna en þátttakendur í átröskunarhópnum í þessari rannsókn voru með blandaðar átrösk- unargreiningar en hjá Thelen og félögum voru þátttakendur eingöngu með staðfesta lotugræðgi- greiningu. Áreiðanleiki BULIT-R í rannsókninni var mjög góður en hann var á bilinu 0,92 til 0,97. Réttmæti BULIT-R var kannað með því að leggja EDDS átröskunarlistann, BDI-II þunglyndiskvarðann og OCI-R áráttu- og þráhyggjulistann fyrir þátt- takendur í báðum hópunum. Reiknuð var fylgni á milli listanna fjögurra og kannað hvort fylgni mælikvarðanna fyrir einkenni átraskana sín í milli væri hærri en fylgni BULIT-R við mælikvarða fyrir þunglyndi og einkenni áráttu og þráhyggju innan hvors hóps fyrir sig. í ljós kom í báðum hópunum að átröskunarlistarnir tveir höfðu sterkari tengsl sín á milli en fylgni BULIT-R var við þunglyndis- kvarðann og við áráttu- og þráhyggjukvarðann. Það má því segja að þessar niðurstöður gefi vís- bendingu um samleitni- og aðgreiningarréttmæti BULIT-R meðal klínísku hópanna tveggja. Tafla IV. Dæmi um næmi og sértækni ólíkra skora á BULIT-R þegar flokkað er samkvæmt klínískri greiningu. Skor Næmi Sértækni 77,5 0,781 0,647 79,0 0,781 0,676 82,0 0,750 0,676 85,0 0,719 0,706 87,0 0,688 0,706 88,5 0,688 0,735 Athugun á næmi og sértækni BULIT-R gaf til kynna að aðgreiningarhæfni listans sé góð, það er listinn greindi vel á milli þátttakenda með og án átröskunar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að innri áreiðanleiki BULIT-R sé mjög góður og að samleitni- og aðgreiningarréttmæti listans sé gott. Listinn virðist hafa aðgreiningarhæfni meðal kvenna sem leita á göngudeild geðsviðs því hann greindi vel á milli átröskunarhóps og klínísks samanburðarhóps. Það ber þó að hafa í huga að BULIT-R er ekki greiningartæki fyrir átraskanir heldur á að líta á það sem skimunartæki fyrir lotu- græðgi. BULIT-R er hentug viðbót við klínískt greiningarviðtal á göngudeildum og einnig má nota listann til að meta árangur meðferðar. BULIT- R mætti einnig nota í heilsugæslu og á öðrum sjúkrastofnunum ef grunur leikur á lotugræðgi. Við notkun á listanum er samt mikilvægt að hafa í huga að sértækni og næmi mælitækis með tilliti til tiltekinnar röskunar er háð tíðni (base rate) hennar í því þýði sem tækið er notað í. Fyrir þann sem notar tækið til dæmis í almennri heilsugæslu er mikilvægt að hafa þetta í huga. Til bráðabirgða mætti ef til vill við skimun styðjast við þau viðmið- unargildi (cut-off) sem mælt er með við slíkar að- stæður erlendis, það er skor á bilinu 98-104. Hafa Mynd 1. ROC kúrfa BULIT-R listansþegar þátttakendur eru flokkaðir samkvœmt klínískri greiningu. Læknablaðið 2005/91 927
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.