Fréttatíminn - 05.12.2014, Blaðsíða 13
Framúrskarandi myndgæði
49” LED 3D SJÓNVARP KD49X8505
• 4K (3840x2160) Ultra HD upplausn
• Motionflow XR 200Hz, Triluminos skjár og þrívíddarafspilun
Jólatilboð 382.490.- Verð áður 449.990.-
50” risi
50” LED 3D SJÓNVARP KDL50W828
• Full HD 1920 x1080 punktar
• Motionflow XR 800Hz myndvinnslukerfi
Jólatilboð 224.990.- Verð áður 249.990.-
Mögnuð gæði - frábært verð
48” LED SJÓNVARP KDL48W605
• Full HD 1920 x1080 punktar
• Motionflow 200Hz X-Reality myndvinnslukerfi
Jólatilboð 169.990.- Verð áður 199.990.-
Verslun Nýherja Borgartúni 37
Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri
5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM
Jóla
tilboð
224.990.-
Jóla
tilboð
169.990.-
Jóla
tilboð
382.490.-
Ultra HD TV
Heimabíó með þráðlausum bassahátalara
HTCT260H
• 300W 32 bita magnari
• 1 hátalari og þráðlaus bassi. Bluetooth tengimöguleiki
Verð 79.990.-
Bækur Fjöruverðlaunin haFa verið veitt Frá árinu 2007
Skáldsaga, skopmyndabók og ljóðabók eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta til Fjöruverð-
launanna í ár. Tilkynnt var um tilnefningar í gær en Fjöruverðlaunahátíðin hefur verið árviss
viðburður í átta ár. Ein bók er tilnefnd bæði til Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmennta-
verðlaunanna, unglingabókin Hafnfirðingabrandarinn.
u nglingabókin Hafnfirð-ingabrandarinn, ef t ir Bryndísi Björgvinsdótt-
ur, er eina bókin sem er bæði til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna og Fjöruverðlaunanna,
bókmenntaverðlauna kvenna á
Íslandi. Tilkynnt var um tilnefn-
ingar til Fjöruverðlaunanna í gær,
fimmtudag, og vekur einnig athygli
að bók með teiknuðum skopmynd-
um er tilnefnd til verðlauna í flokki
fagurbókmennta, Lóaboratoríum
eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, sem
er lesendum Fréttatímans að góðu
kunn fyrir skopteikningar sínar.
Þá er tilnefnd fyrsta bók höfundar-
ins Bergrúnar Írisar Sævarsdótt-
ur sem skrifar og teiknar myndir
í barnabókina „Vinur minn vind-
urinn“ en Bergrún teiknar einn-
ig myndir í bók Ármanns Jakobs-
sonar, Síðasta galdrameistarann,
sem tilnefnd er til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
Fjöruverðlaunin hafa verið veitt
árlega frá árinu 2007 en tilgang-
ur þeirra er að stuðla að aukinni
kynningu á ritverkum kvenna og
hvetja konur í rithöfundastétt til
dáða.
Tilkynnt verður um verðlauna-
hafa í janúar 2015 en hér meðfylgj-
andi er listi yfir tilnefndar bækur
og höfunda.
Fagurbókmenntir
n Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur. Útgefandi Forlagið, JPV.
n Lóaboratoríum eftir Lóu Hlín Hjálm-
týsdóttur. Útgefandi Forlagið,
Ókeibæ.
n Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísa-
betu Kristínu Jökulsdóttur. Höfundur
gefur út.
Barna- og ung-
lingabókmenntir
n Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu
Írisi Sævarsdóttur. Útgefandi Töfra-
land.
n Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryn-
dísi Björgvinsdóttur. Útgefandi
Forlagið, Vaka/Helgafell.
n Á puttanum með pabba eftir Kol-
brúnu Önnu Björnsdóttur og Völu
Þórsdóttur. Útgefandi K:at
Fræðibækur og rit
almenns eðlis
n Saga þeirra, saga mín, Katrín Stella
Briem eftir Helgu Guðrúnu Johnson.
Útgefandi Forlagið, JPV-úgáfa.
n Kjaftað um kynlíf eftir Siggu Dögg.
Útgefandi Iðnú.
n Ofbeldi á heimili – Með augum barna.
Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir. Út-
gefandi Háskólaútgáfan.
Tilnefningar til
Fjöruverðlaunanna
Myndlist Opið hús á seljavegi uM helgina
Leirlistakonur opna dyrnar
Sex leirlistakonur sem deila vinnu-
stofum að Seljavegi 32 í Reykjavík
munu halda opið hús og kynna
vörur sínar um helgina. Listakon-
urnar hafa opnað vinnustofur sínar
í desember undanfarin ár og gefst
gestum og gangandi að kynna sér
listmunina og um leið fá hugmynd-
ir fyrir jólapakkana. Boðið verður
upp á léttar veitingar og meðal
annars mun harmonuikkuleikarinn
Reynir Jónasson spila fyrir gesti
í dag föstudag klukkan 18. Lista-
konurnar sem sýna verk sín eru
þær Áslaug Höskuldsdóttir, Guð-
rún Halldórsdóttir, Inga Elín, Ing-
unn E. Stefánsdóttir, Ragnheiður I.
Ágústsdóttir og Unnur Sæmunds-
dóttir. Opnunartíminn verður frá
klukkan 16 til 20 í dag föstudag, og
frá 12-16 á laugardag og sunnudag.
Vinnustofurnar eru í gamla Land-
helgisgæsluhúsinu við Seljaveg.
Upplagt að líta inn og hvíla sig á
erli dagsins og njóta samveru og
lista með þessum listakonum. -hf
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir myndasöguhöfundur er tilnefnd í flokki fagurbókmennta.
Þær sem voru tilnefndar á síðasta ári. Þá hlutu verðlaunin Lani Yamamoto fyrir bókina Stínu stórusæng, Þórunn Erlu- og
Valdimarsdóttir fyrir Stúlka með maga – skáldættarsaga og Guðný Hallgrímsdóttir fyrir Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur.
Mörg gullfalleg verk leirlistakvenna
verða til sýnis á opnu húsi á vinnustofu
að Seljavegi 32 um helgina.
102 menning Helgin 5.-7. desember 2014